Síðustu kappræðurnar: Stóryrði fengu að fjúka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2016 08:04 Þriðju og síðustu sjónvarpskappræðurnar fyrir forsetakjör í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. vísir/epa Donald Trump forsetaframbjóðandi segist ekki ætla að sætta sig við úrslitin ef hann tapar í forsetakosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að úrslitunum verði hagrætt í þágu mótframbjóðanda síns, Hillary Clinton. Trump var spurður hvort hann muni una niðurstöðunni ef Clinton ber sigur úr býtum í kosningunum, í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir forsetakjörið í nóvember. Svar hans var einfalt; Það verði einfaldlega að koma í ljós hvort hann muni una niðurstöðunni. Innan við þrjár vikur eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en þær fara fram 8. nóvember næstkomandi. Fylgi Trump hefur dalað töluvert að undanförnu, annars vegar eftir að myndskeið birtist af honum tala með niðrandi hætti um konur og hins vegar eftir að hópur kvenna steig fram og greindi frá kynferðisbrotum af hans hálfu. Báðir frambjóðendur leggja nú allt sitt í baráttuna og gáfu þau ekkert eftir í kappræðunum í nótt, þrátt fyrir að kappræðurnar hefðu meira og minna einkennst af frammíköllum og rifrildum. Frambjóðendurnir tveir neituðu jafnframt að takast í hendur við upphaf og lok kappræðnanna. Trump var í tvígang spurður að því hvort hann muni virða úrslitin ef Clinton vinnur kosningarnar, en fátt var um svör. Clinton sagði ásakanir hans um meinta hagræðingu úrslitanna alvarlegar, enda sé hann að tala niður lýðræði landsins. Stóryrði fengu að fjúka í kappræðunum í nótt þar sem Trump kallaði Clinton „andstyggilega konu“ og Clinton sagði Trump strengjabrúðu Pútíns Rússlandsforseta. 'Þú ert strengjabrúðan,' svaraði Trump, eftir að Clinton sagði hann strengjabrúðu. 'Andstyggileg kona,' sagði Trump um Clinton, sem lét orð hans lítið á sig fá. Kappræðurnar í heild. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Donald Trump forsetaframbjóðandi segist ekki ætla að sætta sig við úrslitin ef hann tapar í forsetakosningunum. Hann hefur ítrekað haldið því fram að úrslitunum verði hagrætt í þágu mótframbjóðanda síns, Hillary Clinton. Trump var spurður hvort hann muni una niðurstöðunni ef Clinton ber sigur úr býtum í kosningunum, í síðustu sjónvarpskappræðunum fyrir forsetakjörið í nóvember. Svar hans var einfalt; Það verði einfaldlega að koma í ljós hvort hann muni una niðurstöðunni. Innan við þrjár vikur eru í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, en þær fara fram 8. nóvember næstkomandi. Fylgi Trump hefur dalað töluvert að undanförnu, annars vegar eftir að myndskeið birtist af honum tala með niðrandi hætti um konur og hins vegar eftir að hópur kvenna steig fram og greindi frá kynferðisbrotum af hans hálfu. Báðir frambjóðendur leggja nú allt sitt í baráttuna og gáfu þau ekkert eftir í kappræðunum í nótt, þrátt fyrir að kappræðurnar hefðu meira og minna einkennst af frammíköllum og rifrildum. Frambjóðendurnir tveir neituðu jafnframt að takast í hendur við upphaf og lok kappræðnanna. Trump var í tvígang spurður að því hvort hann muni virða úrslitin ef Clinton vinnur kosningarnar, en fátt var um svör. Clinton sagði ásakanir hans um meinta hagræðingu úrslitanna alvarlegar, enda sé hann að tala niður lýðræði landsins. Stóryrði fengu að fjúka í kappræðunum í nótt þar sem Trump kallaði Clinton „andstyggilega konu“ og Clinton sagði Trump strengjabrúðu Pútíns Rússlandsforseta. 'Þú ert strengjabrúðan,' svaraði Trump, eftir að Clinton sagði hann strengjabrúðu. 'Andstyggileg kona,' sagði Trump um Clinton, sem lét orð hans lítið á sig fá. Kappræðurnar í heild.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira