Viljum við íslenska ísmola en erlent kjöt? Margrét Gísladóttir skrifar 21. október 2016 08:00 Síðastliðinn miðvikudag ráku margir upp stór augu þegar fréttir bárust af því að íslenskar verslanir væru að selja innflutta ísmola frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum í tonnavís. Merkilegt þykir að innfluttu ísmolarnir eru nokkuð ódýrari en þeir innlendu, þrátt fyrir flutningskostnað. Líffræðingur hjá Landvernd sagði að ábyrgð neytenda væri mikil, enda sé kolefnisspor innfluttu ísmolanna stórt. Ennfremur gerði líffræðingurinn athugasemdir við að innfluttu vörunni væri stillt upp á áberandi stöðum á meðan neytendur „ þurfa að hlaupa út um alla búð til að finna þann íslenska”.Í dag er um fjórðungur alls nautakjöts sem neytt er á Íslandi innflutt. Íslensk framleiðsla hefur hingað til ekki náð að sinna eftirspurninni en í nýjum búvörusamningum er það nýmæli að stutt verður með nýjum hætti við nautakjötsframleiðslu. Verið er að flytja inn fósturvísa af holdanautakyni og er því framtíðin í íslenskri nautakjötsframleiðslu töluvert bjartari en hefur verið. En, á sama tíma er verið að auka magntolla á innfluttu nautakjöti frá ESB úr 100 tonnum í 696 tonn á næstu 4 árum. Verslanir hafa skilarétt á íslenskum kjötafurðum og hvatinn til að stilla innfluttu vörunni upp, á stöðum sem líklegir eru til að auka sölu, er því mun meiri en á þeim íslensku. Verslunin getur semsagt skilað því sem ekki selst af íslensku vörunni. Það er því ekki óalgengt að finna íslensku vöruna útí horni á meðan erlenda varan nýtur sín þar sem umferð viðskiptavina er hvað mest. Uppruni kjötsins kemur svo yfirleitt fram í litlu 5 punkta letri á pakkningunum. Vandinn við þær merkingar er hinsvegar sá að upprunaland getur átt við bæði landið sem varan er upprunnin í og landið þar sem hún er fullunnin, það er því ekkert gulltryggt. Vissulega eru einhverjir neytendur sem setja sig ekki upp á móti því hvaðan varan kemur svo lengi sem verðið er hagstæðara. En það er mikilvægt að neytendur séu að minnsta kosti vel upplýstir. Sýklalyfjanotkun á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu á meðan hún er með hæsta móti í löndum eins og Þýskalandi, en þaðan kemur langstærstur hluti innflutta nautakjötsins sem er á boðstólnum í íslenskum verslunum. Í Þýskalandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði 34föld á við það sem gerist á Íslandi. Þið lásuð rétt, 34 sinnum meiri en hér á landi. Eins kemur töluvert af nautakjöti frá Spáni, en þar er notkun sýklalyfja ívið meiri, eða 60föld á við það sem gerist hér á landi (EMA, 2013). Í þessu samhengi er vert að minnast á það aðofnotkun og röng notkun sýklalyfja hefur leitt til ískyggilegrar aukningar sýklalyfjaónæmis á heimsvísu og berast nýjar fréttir af því í hverri viku.Og við erum ekki einu sinni byrjuð að tala um kolefnissporið sem fylgir þessum flutningi milli landa.Fréttin um ísmolana frægu endaði svo á þessum orðum, sem hafa í framhaldinu verið nokkuð áberandi í umræðum á samfélagsmiðlum og við hæfi að ljúka þessi skrif á:„Ég held að langflestir séu ekkert að pæla í þessu eða hugsa um þetta þannig að það er í raun kannski verið að blekkja fólk svolitið. Ef að við neytendur tjáum ekki óánægju okkar með þessi mál að þá gerist ekki neitt og við sem neytendur höfum mjög mikið vald. Við getum bæði ákveðið að kaupa ekki þessar vörur eða bara slegið hnefanum í borðið og sagt: Hingað og ekki lengra. Gefið okkur íslenskar vörur.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn miðvikudag ráku margir upp stór augu þegar fréttir bárust af því að íslenskar verslanir væru að selja innflutta ísmola frá Noregi, Bretlandi og Bandaríkjunum í tonnavís. Merkilegt þykir að innfluttu ísmolarnir eru nokkuð ódýrari en þeir innlendu, þrátt fyrir flutningskostnað. Líffræðingur hjá Landvernd sagði að ábyrgð neytenda væri mikil, enda sé kolefnisspor innfluttu ísmolanna stórt. Ennfremur gerði líffræðingurinn athugasemdir við að innfluttu vörunni væri stillt upp á áberandi stöðum á meðan neytendur „ þurfa að hlaupa út um alla búð til að finna þann íslenska”.Í dag er um fjórðungur alls nautakjöts sem neytt er á Íslandi innflutt. Íslensk framleiðsla hefur hingað til ekki náð að sinna eftirspurninni en í nýjum búvörusamningum er það nýmæli að stutt verður með nýjum hætti við nautakjötsframleiðslu. Verið er að flytja inn fósturvísa af holdanautakyni og er því framtíðin í íslenskri nautakjötsframleiðslu töluvert bjartari en hefur verið. En, á sama tíma er verið að auka magntolla á innfluttu nautakjöti frá ESB úr 100 tonnum í 696 tonn á næstu 4 árum. Verslanir hafa skilarétt á íslenskum kjötafurðum og hvatinn til að stilla innfluttu vörunni upp, á stöðum sem líklegir eru til að auka sölu, er því mun meiri en á þeim íslensku. Verslunin getur semsagt skilað því sem ekki selst af íslensku vörunni. Það er því ekki óalgengt að finna íslensku vöruna útí horni á meðan erlenda varan nýtur sín þar sem umferð viðskiptavina er hvað mest. Uppruni kjötsins kemur svo yfirleitt fram í litlu 5 punkta letri á pakkningunum. Vandinn við þær merkingar er hinsvegar sá að upprunaland getur átt við bæði landið sem varan er upprunnin í og landið þar sem hún er fullunnin, það er því ekkert gulltryggt. Vissulega eru einhverjir neytendur sem setja sig ekki upp á móti því hvaðan varan kemur svo lengi sem verðið er hagstæðara. En það er mikilvægt að neytendur séu að minnsta kosti vel upplýstir. Sýklalyfjanotkun á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í Evrópu á meðan hún er með hæsta móti í löndum eins og Þýskalandi, en þaðan kemur langstærstur hluti innflutta nautakjötsins sem er á boðstólnum í íslenskum verslunum. Í Þýskalandi er sýklalyfjanotkun í landbúnaði 34föld á við það sem gerist á Íslandi. Þið lásuð rétt, 34 sinnum meiri en hér á landi. Eins kemur töluvert af nautakjöti frá Spáni, en þar er notkun sýklalyfja ívið meiri, eða 60föld á við það sem gerist hér á landi (EMA, 2013). Í þessu samhengi er vert að minnast á það aðofnotkun og röng notkun sýklalyfja hefur leitt til ískyggilegrar aukningar sýklalyfjaónæmis á heimsvísu og berast nýjar fréttir af því í hverri viku.Og við erum ekki einu sinni byrjuð að tala um kolefnissporið sem fylgir þessum flutningi milli landa.Fréttin um ísmolana frægu endaði svo á þessum orðum, sem hafa í framhaldinu verið nokkuð áberandi í umræðum á samfélagsmiðlum og við hæfi að ljúka þessi skrif á:„Ég held að langflestir séu ekkert að pæla í þessu eða hugsa um þetta þannig að það er í raun kannski verið að blekkja fólk svolitið. Ef að við neytendur tjáum ekki óánægju okkar með þessi mál að þá gerist ekki neitt og við sem neytendur höfum mjög mikið vald. Við getum bæði ákveðið að kaupa ekki þessar vörur eða bara slegið hnefanum í borðið og sagt: Hingað og ekki lengra. Gefið okkur íslenskar vörur.“
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun