Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2016 10:24 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/AFP Gestir góðgerðakvöldverðar í New York í nótt bauluðu á Donald Trump. Þar tók hann þátt í smá „grillun“ þar sem hann átti að gera létt grín að mótframbjóðanda sínum Hillary Clinton. Biturleiki kosningabaráttunnar skein þó fljótt í gegn. Trump meðal annars hóf að kalla Clinton „Crooked Hillary“, eða spillta Hillary. Þá sagði hann að Clinton hefði blekkt fólkið með því að hafa eina stefnu sem hún sýni almenningi og aðra sem hún trúi á sjálf. „Hér er hún á almannafæri og þykist ekki hata kaþólikka,“ sagði Trump. Þegar áhorfendur bauluðu á hann grínaðist Trump með að hann væri ekki viss hvort þeir væru reiðir við hann eða hana. Gestir segjast ekki vita til þess að áður hafi verið baulað á fólk á kvöldverðinum. Kvöldverðurinn sem um ræðir er áratugagömul hefð og er til styrktar góðgerðasamtökum kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Þar er hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur mæti og geri léttvægt grín að sjálfum sér og mótframbjóðendum sínum.Donald Trump byrjaði mál sitt á því að segja að einhverjir byrji ræður sem þessar á því að gera grín að sjálfum sér. „Sumir halda að það sé erfitt fyrir mig, en sannleikurinn er sá að ég er mjög hógvær manneskja. Sumir segja að hógværð mín sé minn besti eiginleiki.“ Þá gerði Trump grín að eiginkonu sinni. „Fjölmiðlar eru hlutdrægari en þeir hafa nokkurn tíman verið. Viljið þið sannanir? Michelle Obama heldur ræðu og allir elska hana. Hún er fræbær. Þeir halda að hún sé frábær. Eiginkona mín, Melania, heldur nákvæmlega sömu ræðu og allir verða brjálaðir.“Trump bætti við að hann myndi líklega lenda í vandræðum heima fyrir vegna brandarans, þar sem eiginkona sín hafi ekki vitað af honum fyrir fram.Hillary Clinton sagði gesti kvöldsins vera frekar heppna þar sem að hún hefði rukkað þá verulega við eðlilegar kringumstæður. Þá hefði hún tekið sér hlé frá lúra-dagskrá sinni til þess að mæta. „Donald, eftir að hafa hlustað á ræðuna þína, hlakka ég líka til þess að hlusta á Mike Pence neita fyrir að þú hafi flutt hana.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Gestir góðgerðakvöldverðar í New York í nótt bauluðu á Donald Trump. Þar tók hann þátt í smá „grillun“ þar sem hann átti að gera létt grín að mótframbjóðanda sínum Hillary Clinton. Biturleiki kosningabaráttunnar skein þó fljótt í gegn. Trump meðal annars hóf að kalla Clinton „Crooked Hillary“, eða spillta Hillary. Þá sagði hann að Clinton hefði blekkt fólkið með því að hafa eina stefnu sem hún sýni almenningi og aðra sem hún trúi á sjálf. „Hér er hún á almannafæri og þykist ekki hata kaþólikka,“ sagði Trump. Þegar áhorfendur bauluðu á hann grínaðist Trump með að hann væri ekki viss hvort þeir væru reiðir við hann eða hana. Gestir segjast ekki vita til þess að áður hafi verið baulað á fólk á kvöldverðinum. Kvöldverðurinn sem um ræðir er áratugagömul hefð og er til styrktar góðgerðasamtökum kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum. Þar er hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur mæti og geri léttvægt grín að sjálfum sér og mótframbjóðendum sínum.Donald Trump byrjaði mál sitt á því að segja að einhverjir byrji ræður sem þessar á því að gera grín að sjálfum sér. „Sumir halda að það sé erfitt fyrir mig, en sannleikurinn er sá að ég er mjög hógvær manneskja. Sumir segja að hógværð mín sé minn besti eiginleiki.“ Þá gerði Trump grín að eiginkonu sinni. „Fjölmiðlar eru hlutdrægari en þeir hafa nokkurn tíman verið. Viljið þið sannanir? Michelle Obama heldur ræðu og allir elska hana. Hún er fræbær. Þeir halda að hún sé frábær. Eiginkona mín, Melania, heldur nákvæmlega sömu ræðu og allir verða brjálaðir.“Trump bætti við að hann myndi líklega lenda í vandræðum heima fyrir vegna brandarans, þar sem eiginkona sín hafi ekki vitað af honum fyrir fram.Hillary Clinton sagði gesti kvöldsins vera frekar heppna þar sem að hún hefði rukkað þá verulega við eðlilegar kringumstæður. Þá hefði hún tekið sér hlé frá lúra-dagskrá sinni til þess að mæta. „Donald, eftir að hafa hlustað á ræðuna þína, hlakka ég líka til þess að hlusta á Mike Pence neita fyrir að þú hafi flutt hana.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira