Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 19:30 Julian Assange boðaði fyrir nokkru síðan að í vændum væri gagnaleki úr röðum Demókrataflokksins sem gæti gert úti um framboð Hillary Clinton. Síðustu daga hefur Wikileaks svo tekið að birta persónuupplýsingar úr hökkuðum tölvupóstum kosningastjóra Demókrata, en þótt þeir komi vissulega höggi á framboðið virðist Clinton standa það ar sér áreynslulítið.Ekki nógu krassandi til að fella hana Silja Bára ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Donald Trump sé í raun sjálfur búinn að nánast tortíma eigin framboði, en ef það haldi áfram að koma gögn frá Wikileaks þá gæti Clinton samt sem áður verið í varnarbaráttu fram að kjördegi. „Enn sem komið er hafa ekki verið nógu krassandi í þessum póstum en maður veit aldrei hvað er eftir og er andstæðingurinn að fara að geta nýtt sér það. Það er kannski þar sem mér sýnist veikleikinn helst vera hjá Trump að hann og hans starfsfólk, þau ná ekki að vinna úr þessum upplýsingum."Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði um lekamál sem hafa haft áhrif á gang bandarískra stjórnmála, frá Watergate til Wikileaks, á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.365/Guðrún Helga StefánsdóttirÞess eru auðvitað fordæmi að gagnalekar breyti stefnu bandarískra stjórnmála. Frægasta dæmið er uppljóstrun Deepthroat í Watergate málinu, sem batt enda á forsetatíð Richard Nixon. Silja Bára bar saman þessi mál á fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í tilefni sýningarinnar The Family eftir Richard Avedon sem samanstendur af portrett myndum af helsta áhrifafólki úr bandarísku þjóðlífi. Myndirnar voru teknar stuttu eftir Watergate hneykslið Í þágu hvers er lekinn? Í erindi sínu, frá Watergate til Wikileaks, sagði Silja Bára þó ákveðinn eðlismun á þessum lekamálum. Watergate og fleiri sambærileg lekamál snúist jafnan fyrst og fremst um að koma á framfæri gögnum til að verja almannahagsmuni. Hjá Wikileaks sé enginn greinarmunur gerður á gögnum sem varði innanríkisstjórnmál annars vegar eða persónupplýsingar hinsvegar og markmiðið, ef eitthvað, sé óljóst. „Þarna eru óháð samtök einstaklinga sem standa fyrir þessu og það er ekki alltaf ljóst hvort það er í þágu annars ríkis, í þágu pólitískrar baráttu annars flokks eða hvort þetta er í þágu almannahagsmuna," sagði Silja Bára í samtali við fréttastofu eftir erindið.Rússneskir hakkarar að baki lekanum? Þannig hafa vaknað spurningar um það hvort persónuleg óvild Julian Assange sjálfs sé það sem ráði för í raun. Assange situr enn í útlegð í London, en í vikunni lokuðu ekvadorsk stjórnvöld á nettengingu hans í vikunni með þeim rökum að þau vilji ekki stuðla að utanaðkomandi afskiptum að innanríkismálum Bandaríkjanna. Kaldhæðnin er kannski sú að Wikileaks samtökin, sem starfa í nafni róttæks gagnsæis, eru sjálf ekki fyllilega gagnsæ um eigin starfsemi. Úr herbúðum Clinton er því haldið fram fullum fetum að Wikileaks hafi þegið tölvupóstana úr höndum rússnesku leyniþjónustunnar. Sé það rétt gæti lekinn haft verulega áhrif á samskipti þessara stórvelda á komandi kjörtímabili.Óttinn við framtíðarleka gæti haft langtímaáhrif Rætt er um að ógnin af netárásum verði veigameiri en áður í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna á næsta kjörtímabili. Jafnvel þótt Wikileaks lekarnir hafi ekki úrslitaáhrif í kosningunum eftir tvær vikur gæti óttinn við frekari leka af sama tagi því haft áhrif á stjórnmálin til framtíðar og um leið á starf sagnfræðinga framtíðar, eins og Silja Bára bendir á. „Það getur auðvitað vel verið að til lengri tíma verði meiri áhrif af þessum lekamálum og þá kannski einna helst í því hvernig gögn verða vistuð. Að fólk fari að veigra sér við því að setja upplýsingar í skriflegt form." Verði það raunin gæti um leið reynst erfiðara síðar meir að greina svart á hvítu fyrir hvaða málaflokka eða hugmyndir frambjóðendur til hafi staðið. „Þetta er bara nýr veruleiki sem við erum að læra á ennþá." Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Julian Assange boðaði fyrir nokkru síðan að í vændum væri gagnaleki úr röðum Demókrataflokksins sem gæti gert úti um framboð Hillary Clinton. Síðustu daga hefur Wikileaks svo tekið að birta persónuupplýsingar úr hökkuðum tölvupóstum kosningastjóra Demókrata, en þótt þeir komi vissulega höggi á framboðið virðist Clinton standa það ar sér áreynslulítið.Ekki nógu krassandi til að fella hana Silja Bára ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Donald Trump sé í raun sjálfur búinn að nánast tortíma eigin framboði, en ef það haldi áfram að koma gögn frá Wikileaks þá gæti Clinton samt sem áður verið í varnarbaráttu fram að kjördegi. „Enn sem komið er hafa ekki verið nógu krassandi í þessum póstum en maður veit aldrei hvað er eftir og er andstæðingurinn að fara að geta nýtt sér það. Það er kannski þar sem mér sýnist veikleikinn helst vera hjá Trump að hann og hans starfsfólk, þau ná ekki að vinna úr þessum upplýsingum."Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði um lekamál sem hafa haft áhrif á gang bandarískra stjórnmála, frá Watergate til Wikileaks, á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.365/Guðrún Helga StefánsdóttirÞess eru auðvitað fordæmi að gagnalekar breyti stefnu bandarískra stjórnmála. Frægasta dæmið er uppljóstrun Deepthroat í Watergate málinu, sem batt enda á forsetatíð Richard Nixon. Silja Bára bar saman þessi mál á fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í tilefni sýningarinnar The Family eftir Richard Avedon sem samanstendur af portrett myndum af helsta áhrifafólki úr bandarísku þjóðlífi. Myndirnar voru teknar stuttu eftir Watergate hneykslið Í þágu hvers er lekinn? Í erindi sínu, frá Watergate til Wikileaks, sagði Silja Bára þó ákveðinn eðlismun á þessum lekamálum. Watergate og fleiri sambærileg lekamál snúist jafnan fyrst og fremst um að koma á framfæri gögnum til að verja almannahagsmuni. Hjá Wikileaks sé enginn greinarmunur gerður á gögnum sem varði innanríkisstjórnmál annars vegar eða persónupplýsingar hinsvegar og markmiðið, ef eitthvað, sé óljóst. „Þarna eru óháð samtök einstaklinga sem standa fyrir þessu og það er ekki alltaf ljóst hvort það er í þágu annars ríkis, í þágu pólitískrar baráttu annars flokks eða hvort þetta er í þágu almannahagsmuna," sagði Silja Bára í samtali við fréttastofu eftir erindið.Rússneskir hakkarar að baki lekanum? Þannig hafa vaknað spurningar um það hvort persónuleg óvild Julian Assange sjálfs sé það sem ráði för í raun. Assange situr enn í útlegð í London, en í vikunni lokuðu ekvadorsk stjórnvöld á nettengingu hans í vikunni með þeim rökum að þau vilji ekki stuðla að utanaðkomandi afskiptum að innanríkismálum Bandaríkjanna. Kaldhæðnin er kannski sú að Wikileaks samtökin, sem starfa í nafni róttæks gagnsæis, eru sjálf ekki fyllilega gagnsæ um eigin starfsemi. Úr herbúðum Clinton er því haldið fram fullum fetum að Wikileaks hafi þegið tölvupóstana úr höndum rússnesku leyniþjónustunnar. Sé það rétt gæti lekinn haft verulega áhrif á samskipti þessara stórvelda á komandi kjörtímabili.Óttinn við framtíðarleka gæti haft langtímaáhrif Rætt er um að ógnin af netárásum verði veigameiri en áður í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna á næsta kjörtímabili. Jafnvel þótt Wikileaks lekarnir hafi ekki úrslitaáhrif í kosningunum eftir tvær vikur gæti óttinn við frekari leka af sama tagi því haft áhrif á stjórnmálin til framtíðar og um leið á starf sagnfræðinga framtíðar, eins og Silja Bára bendir á. „Það getur auðvitað vel verið að til lengri tíma verði meiri áhrif af þessum lekamálum og þá kannski einna helst í því hvernig gögn verða vistuð. Að fólk fari að veigra sér við því að setja upplýsingar í skriflegt form." Verði það raunin gæti um leið reynst erfiðara síðar meir að greina svart á hvítu fyrir hvaða málaflokka eða hugmyndir frambjóðendur til hafi staðið. „Þetta er bara nýr veruleiki sem við erum að læra á ennþá."
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira