Gamla snyrtitaskan, vinstrimennskan og framtíðin sem við viljum (langflest) Davíð Stefánsson skrifar 24. október 2016 13:30 Alltaf þegar ég kem úr sturtu verð ég svolítið hissa. Ég teygi mig í handklæðið, þurrka mér og teygi mig svo í snyrtitöskuna mína. Þar blasir þetta við:Nú er ég enginn aðdáandi bankakerfisins. Í raun tel ég að eðli peninga og vald fjármálastofnana séu grunnrótin að flestum þeim vanda sem steðjar að heiminum í dag. En ég ætla ekki að skrifa um það; ég ætla að skrifa um þessa snyrtitösku – í bili. Það sem ég furða mig á þegar ég kem úr sturtu er af hverju þessi snyrtitaska frá Búnaðarbankanum er enn í mínum fórum. Hún er ekki frábærlega falleg. Hún er ekki einu sinni mjög praktísk í laginu og rennilásinn getur verið svolítið pirrandi. En það er eitthvað þarna – einhver nostalgía – sem tengir okkur saman. Í kvöld rann upp fyrir mér ljós. Þessi snyrtitaska minnir mig á gamla tíma (samt er ég ekki mjög gamall). Hún minnir mig á þann tíma þegar bankar nutu nánast fullkomins trausts af hálfu flestra Íslendinga.Einu sinni var traust Já, þannig var það nefnilega einu sinni – bankarnir voru stofnanir sem pössuðu upp á peningana okkar. Að fara í bankann var eins og að fara til heimilislæknis sem þú treystir vel eða til stöndugs frænda sem þú vissir að var hlýtt til þín. Þetta hljómar rómantískt, það var það að vissu leyti. Samt er óþarfi að gera málið of rósrautt – margt var undarlegt við „gamla“ fyrirkomulagið, t.d. var afar erfitt að fá lán og stundum var það alveg háð geðþótta hvers bankastjóra fyrir sig. Í öllu falli þá man ég vel eftir Búnaðarbankanum – þar fékk ég minn fyrsta launareikning sirka árið 1987 þegar ég var fyrst kerrustrákur, svo pokafyllir og svo lagerstrákur hjá Hagkaup í Kringlunni. Ég man líka eftir því þegar Búnaðarbankinn breyttist í Kaupþing. Svo liðu ótrúlega fá ár, bankinn var ekki lengur grænleitur og mjúkur heldur dökkblár og harður – og eftir enn færri ár hafði bankinn búið til sitt eigið „newspeak“ eða „new-feel“ eða „new-eitthvað“ – það var svokallað „kaupthinking“. Svo hrundi allt. Og já – við megum ennþá segja „hér varð hrun“. Því þótt ótrúlega langt sé liðið frá þessum atburðum erum við ennþá að krafla okkur út úr mesta ruglinu. Átta árum síðar. Það tekur tíma að vinna úr áfalli – það þekkja allir sem það hafa reynt. Ást mín á snyrtitöskunni á sér því þessa skýringu: Hún uppfyllir nokkurn veginn þær kröfur sem ég geri til snyrtitaska og hún minnir mig á tíma þar sem traustið var ennþá fyrir hendi. Þetta traust sem langar að öðlast aftur. Mig langar að geta treyst bönkum. Mig langar að geta treyst Alþingi.Wintris – dropinn sem fyllti mælinn Við erum að fara inn í snemmbærar kosningar eftir nokkra daga vegna þess að traustið var tekið af okkur. Ekki trúa þeim sem reynir að gera lítið úr þessari staðreynd – við erum að fara inn í kosningar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar ærðist, réttilega, í mars þegar Wintris-málið varð fyrsta frétt um allan heim. Næsta laugardag fer fram uppgjör við þennan blóðuga tíma sem liðinn er frá hruninu. Okkur gefst einstakt tækifæri til að setja aftur til hliðar þá stjórnmálaflokka sem eru beintengdir inn í fjármálaöflin sem öllu stýra á bakvið tjöldin.Gamall ótti gleymist seint Ég er stoltur vinstri grænn. Við erum svo lánsöm að eiga okkur frábæran, heiðarlegan, þenkjandi og mannlegan formann, Katrínu Jakobsdóttur. Og ég hef lesið margar skoðanakannanir sem sýna að meginþorri þjóðarinnar treystir henni – nú síðast var talan rétt tæplega 60%. Samt mælist flokkur minn og Katrínar – Vinstri græn – aldrei með meira en 20% í könnunum (ég verð auðvitað glaður yfir þessu fylgi, en samt alltaf jafn hissa á að það sé ekki meira … ). Ástæðan er auðvitað sú að margir eru skíthræddir við að kjósa til vinstri. Þeir halda að hér verði allt skattlagt í döðlur (Steingrímur Joð er ennþá kallaður Skattmann í vissum kreðsum), hátekjufólkið óttast að tekjuskattur rjúki upp úr öllu valdi og millitekjufólkið óttast um sín verðmætu lífsgæði. En það er ekkert að óttast. Meira að segja flest hátekjufólk veit að sanngjörn skattlagning er eðlileg. Innst inni vitum við öll að það er samfélagið sem lifandi heild sem skapar auðinn – ekki fáeinir auðmenn og –konur. Ég tók þess vegna saman svör við nokkrum atriðum sem ég held að komi í veg fyrir að sumt félagshyggjufólk víða um land kjósi vinstri græn. Listinn er alls ekki tæmandi; við erum ekki fullkomin hreyfing en við gerum okkar besta: • Vinstri græn hafa ekkert með einhvern bölvaðan kommúnisma að gera – við viljum einfaldlega að auður samfélagsins skiptist niður á sanngjarnan hátt og að enginn Íslendingur líði skort. Við erum ekki kommúnistaflokkur. Við viljum bara sanngjarnt og heiðarlegt samfélag þar sem jöfnuður er sjálfsagt viðmið. • Vinstri græn eru löngu hætt að vera bara Steingrímur Joð – og nei, hann stýrir ekki öllu úr baksætinu (þeir sem halda þessu fram hafa greinilega ekki kynnst því hörkutóli sem er Kata Jak). • Vinstri græn gerðu fullt af mistökum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur – en það er ástæða en ekki afsökun þegar við segjum að sú ríkisstjórn hafi stýrt þjóðinni í gegnum fordæmalausa þolraun, bæði í efnahagslegum og siðferðilegum skilningi. Það er ekkert að óttast Það er ekkert að óttast þarna vinstra megin. Eins og tíðarandinn er þurfum við nauðsynlega að fá öflugt mótvægi við bankakerfið, frekjukapítalismann og verktakaræðið. Við þurfum að endurvekja traust og breyta vinnubrögðunum á Alþingi. Við þurfum VG fyrir heilbrigt samfélag – við þurfum Kötu Jak með skýra sýn og mannlega nálgun á samvinnustjórnmál margra flokka. * * * Einn daginn mun ég henda út þessari gömlu snyrtitösku. Á endanum verða breytingar óhjákvæmilegar. Á sama hátt vona ég innilega að landsmenn allir hafi spurninguna um traust og endurnýjun með sér í kjörklefann næsta laugardag. Því að fyrst og fremst er það traustið innan stjórnmálanna sem þarf að endurreisa.„Hverjum treystir þú?“ Þetta er ekki aðalspurningin. Þetta er eina spurningin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Hörgdal Stefánsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alltaf þegar ég kem úr sturtu verð ég svolítið hissa. Ég teygi mig í handklæðið, þurrka mér og teygi mig svo í snyrtitöskuna mína. Þar blasir þetta við:Nú er ég enginn aðdáandi bankakerfisins. Í raun tel ég að eðli peninga og vald fjármálastofnana séu grunnrótin að flestum þeim vanda sem steðjar að heiminum í dag. En ég ætla ekki að skrifa um það; ég ætla að skrifa um þessa snyrtitösku – í bili. Það sem ég furða mig á þegar ég kem úr sturtu er af hverju þessi snyrtitaska frá Búnaðarbankanum er enn í mínum fórum. Hún er ekki frábærlega falleg. Hún er ekki einu sinni mjög praktísk í laginu og rennilásinn getur verið svolítið pirrandi. En það er eitthvað þarna – einhver nostalgía – sem tengir okkur saman. Í kvöld rann upp fyrir mér ljós. Þessi snyrtitaska minnir mig á gamla tíma (samt er ég ekki mjög gamall). Hún minnir mig á þann tíma þegar bankar nutu nánast fullkomins trausts af hálfu flestra Íslendinga.Einu sinni var traust Já, þannig var það nefnilega einu sinni – bankarnir voru stofnanir sem pössuðu upp á peningana okkar. Að fara í bankann var eins og að fara til heimilislæknis sem þú treystir vel eða til stöndugs frænda sem þú vissir að var hlýtt til þín. Þetta hljómar rómantískt, það var það að vissu leyti. Samt er óþarfi að gera málið of rósrautt – margt var undarlegt við „gamla“ fyrirkomulagið, t.d. var afar erfitt að fá lán og stundum var það alveg háð geðþótta hvers bankastjóra fyrir sig. Í öllu falli þá man ég vel eftir Búnaðarbankanum – þar fékk ég minn fyrsta launareikning sirka árið 1987 þegar ég var fyrst kerrustrákur, svo pokafyllir og svo lagerstrákur hjá Hagkaup í Kringlunni. Ég man líka eftir því þegar Búnaðarbankinn breyttist í Kaupþing. Svo liðu ótrúlega fá ár, bankinn var ekki lengur grænleitur og mjúkur heldur dökkblár og harður – og eftir enn færri ár hafði bankinn búið til sitt eigið „newspeak“ eða „new-feel“ eða „new-eitthvað“ – það var svokallað „kaupthinking“. Svo hrundi allt. Og já – við megum ennþá segja „hér varð hrun“. Því þótt ótrúlega langt sé liðið frá þessum atburðum erum við ennþá að krafla okkur út úr mesta ruglinu. Átta árum síðar. Það tekur tíma að vinna úr áfalli – það þekkja allir sem það hafa reynt. Ást mín á snyrtitöskunni á sér því þessa skýringu: Hún uppfyllir nokkurn veginn þær kröfur sem ég geri til snyrtitaska og hún minnir mig á tíma þar sem traustið var ennþá fyrir hendi. Þetta traust sem langar að öðlast aftur. Mig langar að geta treyst bönkum. Mig langar að geta treyst Alþingi.Wintris – dropinn sem fyllti mælinn Við erum að fara inn í snemmbærar kosningar eftir nokkra daga vegna þess að traustið var tekið af okkur. Ekki trúa þeim sem reynir að gera lítið úr þessari staðreynd – við erum að fara inn í kosningar vegna þess að stór hluti þjóðarinnar ærðist, réttilega, í mars þegar Wintris-málið varð fyrsta frétt um allan heim. Næsta laugardag fer fram uppgjör við þennan blóðuga tíma sem liðinn er frá hruninu. Okkur gefst einstakt tækifæri til að setja aftur til hliðar þá stjórnmálaflokka sem eru beintengdir inn í fjármálaöflin sem öllu stýra á bakvið tjöldin.Gamall ótti gleymist seint Ég er stoltur vinstri grænn. Við erum svo lánsöm að eiga okkur frábæran, heiðarlegan, þenkjandi og mannlegan formann, Katrínu Jakobsdóttur. Og ég hef lesið margar skoðanakannanir sem sýna að meginþorri þjóðarinnar treystir henni – nú síðast var talan rétt tæplega 60%. Samt mælist flokkur minn og Katrínar – Vinstri græn – aldrei með meira en 20% í könnunum (ég verð auðvitað glaður yfir þessu fylgi, en samt alltaf jafn hissa á að það sé ekki meira … ). Ástæðan er auðvitað sú að margir eru skíthræddir við að kjósa til vinstri. Þeir halda að hér verði allt skattlagt í döðlur (Steingrímur Joð er ennþá kallaður Skattmann í vissum kreðsum), hátekjufólkið óttast að tekjuskattur rjúki upp úr öllu valdi og millitekjufólkið óttast um sín verðmætu lífsgæði. En það er ekkert að óttast. Meira að segja flest hátekjufólk veit að sanngjörn skattlagning er eðlileg. Innst inni vitum við öll að það er samfélagið sem lifandi heild sem skapar auðinn – ekki fáeinir auðmenn og –konur. Ég tók þess vegna saman svör við nokkrum atriðum sem ég held að komi í veg fyrir að sumt félagshyggjufólk víða um land kjósi vinstri græn. Listinn er alls ekki tæmandi; við erum ekki fullkomin hreyfing en við gerum okkar besta: • Vinstri græn hafa ekkert með einhvern bölvaðan kommúnisma að gera – við viljum einfaldlega að auður samfélagsins skiptist niður á sanngjarnan hátt og að enginn Íslendingur líði skort. Við erum ekki kommúnistaflokkur. Við viljum bara sanngjarnt og heiðarlegt samfélag þar sem jöfnuður er sjálfsagt viðmið. • Vinstri græn eru löngu hætt að vera bara Steingrímur Joð – og nei, hann stýrir ekki öllu úr baksætinu (þeir sem halda þessu fram hafa greinilega ekki kynnst því hörkutóli sem er Kata Jak). • Vinstri græn gerðu fullt af mistökum í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur – en það er ástæða en ekki afsökun þegar við segjum að sú ríkisstjórn hafi stýrt þjóðinni í gegnum fordæmalausa þolraun, bæði í efnahagslegum og siðferðilegum skilningi. Það er ekkert að óttast Það er ekkert að óttast þarna vinstra megin. Eins og tíðarandinn er þurfum við nauðsynlega að fá öflugt mótvægi við bankakerfið, frekjukapítalismann og verktakaræðið. Við þurfum að endurvekja traust og breyta vinnubrögðunum á Alþingi. Við þurfum VG fyrir heilbrigt samfélag – við þurfum Kötu Jak með skýra sýn og mannlega nálgun á samvinnustjórnmál margra flokka. * * * Einn daginn mun ég henda út þessari gömlu snyrtitösku. Á endanum verða breytingar óhjákvæmilegar. Á sama hátt vona ég innilega að landsmenn allir hafi spurninguna um traust og endurnýjun með sér í kjörklefann næsta laugardag. Því að fyrst og fremst er það traustið innan stjórnmálanna sem þarf að endurreisa.„Hverjum treystir þú?“ Þetta er ekki aðalspurningin. Þetta er eina spurningin.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun