Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni Eva Pandora og Andri Þór Sturluson skrifar 25. október 2016 07:00 Markmið hverrar þjóðar hlýtur að vera það að landsmenn séu það bjartsýnir á framtíð sína, að þeir hlakki til að stuðla að áframhaldandi fjölgun hennar. Við þurfum fólk, hamingjusamt fólk sem treystir því að ákvörðunin um að eignast barn verði gæfurík. Til þess að ná þessu markmiði hafa þjóðir heimsins farið mjög mismunandi leiðir. Allt frá því að gera næstum ekki neitt eins og víða í Bandaríkjunum og til þess að senda öllum nýbökuðum foreldrum byrjunarpakka með helstu nauðsynjum til að styðja við bakið á þeim eins og í Finnlandi. Sumar hafa engan virðisaukaskatt á bleyjum og barnamat og margar hafa komist að þeirri niðurstöðu að fæðingarorlof sé mikilvægur réttur og stuðningur sem skilar sér til baka á fleiri vegu en einn. Í raun og veru stuðningur við hagsæld þjóðarinnar sjálfrar. Nú er svo komið fyrir okkur Íslendingum, sem þó stöndum mörgum framar í þessum efnum, að fæðingartíðni er að lækka og feður eru ekki að taka fæðingarorlof til jafns við mæður. Þar tapa allir. Feður verða af hugsanlega mestu gæðastundum sem lífið getur gefið okkur, ungbörn njóta ekki nálægðar föður síns og mæður skerða möguleika sína á vinnumarkaði. Og í þokkabót skerðast möguleikar allra kvenna á vinnumarkaðnum. Þetta viljum við laga. Fyrir marga er það svo mikið fjárhagslegt högg að eignast barn að því er frestað eða sleppt. Höggið slær svo samfélagið, sem bregst ekki við vandanum, til baka með lækkaðri fæðingartíðni, færri einstaklingum til að halda uppi samfélaginu og erfiðleikum, sem við þekkjum nú vel sem fámenn þjóð. Þetta þarf að laga. Lykilorðið er mannsæmandi Píratar stefna að því að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið þar sem allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum. Lykilorð eru allir og mannsæmandi. Píratar stefna einnig að því að lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði og vegna fæðingarstyrks verði aldrei lægri heldur en grunnneysluviðmið sem velferðarráðuneytið gefur út. Nú árið 2016 er þetta grunnviðmið 224.155 kr. fyrir par í sambúð á höfuðborgarsvæðinu með ungbarn fyrir utan húsnæðiskostnað. Þegar hann bætist við er ljóst að upphæðin dugar alls ekki fyrir framfærslu og er því ekki mannsæmandi. Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs er ákvæði um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Nýja stjórnarskráin er eitt megináhersluatriði Pírata. Foreldrum eiga að fá úthlutaða jafn marga mánuði til fæðingarorlofs ásamt því að geta skipt hluta tímans sín á milli eftir geðþótta. Ísland hefur langstystan fæðingarorlofstíma allra Norðurlandanna með 9 mánuði á meðan hin löndin hafa 12-16 mánuði. Þar sem erfitt er að fá pláss í daggæslu fyrir ungbörn undir 12 mánaða aldri hafa margir íslenskir foreldrar þurft að dreifa fæðingarorlofsgreiðslum sínum til lengri tíma til þess að geta brúað bilið milli fæðingarorlofstíma og daggæslu. Það leiðir til frekari tekjuskerðingar fjölskyldunnar. Með lengingu fæðingarorlofstímans í 12 mánuði þar sem móðir fengi 3 mánuði, faðir 3 mánuði og 6 mánuðir væru sameiginlegir væri auðveldara fyrir foreldra að brúa þetta bil ásamt því að aukinn tími sem fjölskyldan fær saman stuðlar að vellíðan og velferð barns og foreldra. Að því markmiði stefnum við. Fæðingartíðni Íslendinga er nú sú lægsta síðan að mælingar hófust. Það þarf fólk til að halda úti þjóð. Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni. Förum í þetta núna. Fyrir hönd Pírata í fæðingarorlofi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Eva Pandora Baldursdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Markmið hverrar þjóðar hlýtur að vera það að landsmenn séu það bjartsýnir á framtíð sína, að þeir hlakki til að stuðla að áframhaldandi fjölgun hennar. Við þurfum fólk, hamingjusamt fólk sem treystir því að ákvörðunin um að eignast barn verði gæfurík. Til þess að ná þessu markmiði hafa þjóðir heimsins farið mjög mismunandi leiðir. Allt frá því að gera næstum ekki neitt eins og víða í Bandaríkjunum og til þess að senda öllum nýbökuðum foreldrum byrjunarpakka með helstu nauðsynjum til að styðja við bakið á þeim eins og í Finnlandi. Sumar hafa engan virðisaukaskatt á bleyjum og barnamat og margar hafa komist að þeirri niðurstöðu að fæðingarorlof sé mikilvægur réttur og stuðningur sem skilar sér til baka á fleiri vegu en einn. Í raun og veru stuðningur við hagsæld þjóðarinnar sjálfrar. Nú er svo komið fyrir okkur Íslendingum, sem þó stöndum mörgum framar í þessum efnum, að fæðingartíðni er að lækka og feður eru ekki að taka fæðingarorlof til jafns við mæður. Þar tapa allir. Feður verða af hugsanlega mestu gæðastundum sem lífið getur gefið okkur, ungbörn njóta ekki nálægðar föður síns og mæður skerða möguleika sína á vinnumarkaði. Og í þokkabót skerðast möguleikar allra kvenna á vinnumarkaðnum. Þetta viljum við laga. Fyrir marga er það svo mikið fjárhagslegt högg að eignast barn að því er frestað eða sleppt. Höggið slær svo samfélagið, sem bregst ekki við vandanum, til baka með lækkaðri fæðingartíðni, færri einstaklingum til að halda uppi samfélaginu og erfiðleikum, sem við þekkjum nú vel sem fámenn þjóð. Þetta þarf að laga. Lykilorðið er mannsæmandi Píratar stefna að því að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið þar sem allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum. Lykilorð eru allir og mannsæmandi. Píratar stefna einnig að því að lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði og vegna fæðingarstyrks verði aldrei lægri heldur en grunnneysluviðmið sem velferðarráðuneytið gefur út. Nú árið 2016 er þetta grunnviðmið 224.155 kr. fyrir par í sambúð á höfuðborgarsvæðinu með ungbarn fyrir utan húsnæðiskostnað. Þegar hann bætist við er ljóst að upphæðin dugar alls ekki fyrir framfærslu og er því ekki mannsæmandi. Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs er ákvæði um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Nýja stjórnarskráin er eitt megináhersluatriði Pírata. Foreldrum eiga að fá úthlutaða jafn marga mánuði til fæðingarorlofs ásamt því að geta skipt hluta tímans sín á milli eftir geðþótta. Ísland hefur langstystan fæðingarorlofstíma allra Norðurlandanna með 9 mánuði á meðan hin löndin hafa 12-16 mánuði. Þar sem erfitt er að fá pláss í daggæslu fyrir ungbörn undir 12 mánaða aldri hafa margir íslenskir foreldrar þurft að dreifa fæðingarorlofsgreiðslum sínum til lengri tíma til þess að geta brúað bilið milli fæðingarorlofstíma og daggæslu. Það leiðir til frekari tekjuskerðingar fjölskyldunnar. Með lengingu fæðingarorlofstímans í 12 mánuði þar sem móðir fengi 3 mánuði, faðir 3 mánuði og 6 mánuðir væru sameiginlegir væri auðveldara fyrir foreldra að brúa þetta bil ásamt því að aukinn tími sem fjölskyldan fær saman stuðlar að vellíðan og velferð barns og foreldra. Að því markmiði stefnum við. Fæðingartíðni Íslendinga er nú sú lægsta síðan að mælingar hófust. Það þarf fólk til að halda úti þjóð. Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni. Förum í þetta núna. Fyrir hönd Pírata í fæðingarorlofi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun