Kvótakerfið – sáttaleið Guðmundur Edgarsson skrifar 25. október 2016 07:00 Nú takast stjórnmálaflokkarnir enn eina ferðina á um fiskveiðistjórnunarkerfið í tengslum við komandi þingkosningarnar. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar um meiri félagshyggju eða meiri frjálshyggju. Félagshyggjufólk telur, að ríkið eigi að njóta beins arðs af fiskveiðum í ríkari mæli en tíðkast í öðrum atvinnugreinum, t.d. í formi veiðileyfagjalda eða söluhagnaðar af kvótauppboði. Frjálshyggjufólk álítur hins vegar, að sjávarútvegurinn skapi hámarksverðmæti í formi gjaldeyrisöflunar og atvinnusköpunar, búi hann við sams konar rekstrarskilyrði og önnur fyrirtæki og þurfi ekki að sæta eignaupptöku undir dulnefni eða æ hærri viðbótargjöldum fyrir kvóta sem þegar hefur verið greitt fyrir fullu verði á markaði. En til er sáttaleið. Norska leiðin. Í Noregi borga olíufyrirtækin sérstakt gjald fyrir vinnslu á olíu. Stór munur er hins vegar á olíuvinnslugjaldinu í Noregi og veiðileyfagjaldinu hér heima. Á Íslandi rennur veiðileyfagjaldið í hít ríkisins sem eyðsluglaðir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum geta ráðstafað að vild eins og öðrum sköttum. Í Noregi, hins vegar, er olíugjaldið eyrnamerkt olíusjóðnum sem stjórnmálamenn þar í landi mega að jafnaði ekki hreyfa við enda er hann hugsaður sem varasjóður þvert á kynslóðir. Ríkið má einungis ráðstafa hluta ávöxtunar sjóðsins, m.a. til að jafna hagsveiflur. Hvati stjórnmálamanna til að hækka gjaldið í sífellu og grafa þannig undan samkeppnishæfni olíuvinnslufyrirtækjanna er því lítill. Hví stofnum við þá ekki sams konar sjóð, Íslenska fiskveiðisjóðinn, sem fjármagnaður væri með hóflegum veiðileyfagjöldum? Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiðileyfagjöldunum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki. Félagshyggjufólk ætti að vera sátt við það. Frjálshyggjufólk ætti líka að geta þokkalega vel við unað því slíkur sjóður væri rekinn sem kapítalískur fjárfestingarsjóður án teljandi ríkisafskipta auk þess sem útgerðarfyrirtækin byggju við stöðugleika og frið til að reka sig á hagkvæman hátt. Ísland gæti þá áfram verið eina landið innan OECD þar sem fiskveiðar eru arðbærar jafnframt því sem fólkið í landinu fengi beina hlutdeild í rentunni. Frjálshyggja og félagshyggja gætu því náð málamiðlun sé viljinn fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú takast stjórnmálaflokkarnir enn eina ferðina á um fiskveiðistjórnunarkerfið í tengslum við komandi þingkosningarnar. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar um meiri félagshyggju eða meiri frjálshyggju. Félagshyggjufólk telur, að ríkið eigi að njóta beins arðs af fiskveiðum í ríkari mæli en tíðkast í öðrum atvinnugreinum, t.d. í formi veiðileyfagjalda eða söluhagnaðar af kvótauppboði. Frjálshyggjufólk álítur hins vegar, að sjávarútvegurinn skapi hámarksverðmæti í formi gjaldeyrisöflunar og atvinnusköpunar, búi hann við sams konar rekstrarskilyrði og önnur fyrirtæki og þurfi ekki að sæta eignaupptöku undir dulnefni eða æ hærri viðbótargjöldum fyrir kvóta sem þegar hefur verið greitt fyrir fullu verði á markaði. En til er sáttaleið. Norska leiðin. Í Noregi borga olíufyrirtækin sérstakt gjald fyrir vinnslu á olíu. Stór munur er hins vegar á olíuvinnslugjaldinu í Noregi og veiðileyfagjaldinu hér heima. Á Íslandi rennur veiðileyfagjaldið í hít ríkisins sem eyðsluglaðir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum geta ráðstafað að vild eins og öðrum sköttum. Í Noregi, hins vegar, er olíugjaldið eyrnamerkt olíusjóðnum sem stjórnmálamenn þar í landi mega að jafnaði ekki hreyfa við enda er hann hugsaður sem varasjóður þvert á kynslóðir. Ríkið má einungis ráðstafa hluta ávöxtunar sjóðsins, m.a. til að jafna hagsveiflur. Hvati stjórnmálamanna til að hækka gjaldið í sífellu og grafa þannig undan samkeppnishæfni olíuvinnslufyrirtækjanna er því lítill. Hví stofnum við þá ekki sams konar sjóð, Íslenska fiskveiðisjóðinn, sem fjármagnaður væri með hóflegum veiðileyfagjöldum? Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiðileyfagjöldunum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki. Félagshyggjufólk ætti að vera sátt við það. Frjálshyggjufólk ætti líka að geta þokkalega vel við unað því slíkur sjóður væri rekinn sem kapítalískur fjárfestingarsjóður án teljandi ríkisafskipta auk þess sem útgerðarfyrirtækin byggju við stöðugleika og frið til að reka sig á hagkvæman hátt. Ísland gæti þá áfram verið eina landið innan OECD þar sem fiskveiðar eru arðbærar jafnframt því sem fólkið í landinu fengi beina hlutdeild í rentunni. Frjálshyggja og félagshyggja gætu því náð málamiðlun sé viljinn fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar