Kvótakerfið – sáttaleið Guðmundur Edgarsson skrifar 25. október 2016 07:00 Nú takast stjórnmálaflokkarnir enn eina ferðina á um fiskveiðistjórnunarkerfið í tengslum við komandi þingkosningarnar. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar um meiri félagshyggju eða meiri frjálshyggju. Félagshyggjufólk telur, að ríkið eigi að njóta beins arðs af fiskveiðum í ríkari mæli en tíðkast í öðrum atvinnugreinum, t.d. í formi veiðileyfagjalda eða söluhagnaðar af kvótauppboði. Frjálshyggjufólk álítur hins vegar, að sjávarútvegurinn skapi hámarksverðmæti í formi gjaldeyrisöflunar og atvinnusköpunar, búi hann við sams konar rekstrarskilyrði og önnur fyrirtæki og þurfi ekki að sæta eignaupptöku undir dulnefni eða æ hærri viðbótargjöldum fyrir kvóta sem þegar hefur verið greitt fyrir fullu verði á markaði. En til er sáttaleið. Norska leiðin. Í Noregi borga olíufyrirtækin sérstakt gjald fyrir vinnslu á olíu. Stór munur er hins vegar á olíuvinnslugjaldinu í Noregi og veiðileyfagjaldinu hér heima. Á Íslandi rennur veiðileyfagjaldið í hít ríkisins sem eyðsluglaðir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum geta ráðstafað að vild eins og öðrum sköttum. Í Noregi, hins vegar, er olíugjaldið eyrnamerkt olíusjóðnum sem stjórnmálamenn þar í landi mega að jafnaði ekki hreyfa við enda er hann hugsaður sem varasjóður þvert á kynslóðir. Ríkið má einungis ráðstafa hluta ávöxtunar sjóðsins, m.a. til að jafna hagsveiflur. Hvati stjórnmálamanna til að hækka gjaldið í sífellu og grafa þannig undan samkeppnishæfni olíuvinnslufyrirtækjanna er því lítill. Hví stofnum við þá ekki sams konar sjóð, Íslenska fiskveiðisjóðinn, sem fjármagnaður væri með hóflegum veiðileyfagjöldum? Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiðileyfagjöldunum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki. Félagshyggjufólk ætti að vera sátt við það. Frjálshyggjufólk ætti líka að geta þokkalega vel við unað því slíkur sjóður væri rekinn sem kapítalískur fjárfestingarsjóður án teljandi ríkisafskipta auk þess sem útgerðarfyrirtækin byggju við stöðugleika og frið til að reka sig á hagkvæman hátt. Ísland gæti þá áfram verið eina landið innan OECD þar sem fiskveiðar eru arðbærar jafnframt því sem fólkið í landinu fengi beina hlutdeild í rentunni. Frjálshyggja og félagshyggja gætu því náð málamiðlun sé viljinn fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú takast stjórnmálaflokkarnir enn eina ferðina á um fiskveiðistjórnunarkerfið í tengslum við komandi þingkosningarnar. Í grundvallaratriðum snúast deilurnar um meiri félagshyggju eða meiri frjálshyggju. Félagshyggjufólk telur, að ríkið eigi að njóta beins arðs af fiskveiðum í ríkari mæli en tíðkast í öðrum atvinnugreinum, t.d. í formi veiðileyfagjalda eða söluhagnaðar af kvótauppboði. Frjálshyggjufólk álítur hins vegar, að sjávarútvegurinn skapi hámarksverðmæti í formi gjaldeyrisöflunar og atvinnusköpunar, búi hann við sams konar rekstrarskilyrði og önnur fyrirtæki og þurfi ekki að sæta eignaupptöku undir dulnefni eða æ hærri viðbótargjöldum fyrir kvóta sem þegar hefur verið greitt fyrir fullu verði á markaði. En til er sáttaleið. Norska leiðin. Í Noregi borga olíufyrirtækin sérstakt gjald fyrir vinnslu á olíu. Stór munur er hins vegar á olíuvinnslugjaldinu í Noregi og veiðileyfagjaldinu hér heima. Á Íslandi rennur veiðileyfagjaldið í hít ríkisins sem eyðsluglaðir stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum geta ráðstafað að vild eins og öðrum sköttum. Í Noregi, hins vegar, er olíugjaldið eyrnamerkt olíusjóðnum sem stjórnmálamenn þar í landi mega að jafnaði ekki hreyfa við enda er hann hugsaður sem varasjóður þvert á kynslóðir. Ríkið má einungis ráðstafa hluta ávöxtunar sjóðsins, m.a. til að jafna hagsveiflur. Hvati stjórnmálamanna til að hækka gjaldið í sífellu og grafa þannig undan samkeppnishæfni olíuvinnslufyrirtækjanna er því lítill. Hví stofnum við þá ekki sams konar sjóð, Íslenska fiskveiðisjóðinn, sem fjármagnaður væri með hóflegum veiðileyfagjöldum? Ekki þyrfti að kollvarpa núverandi kerfi heldur beina veiðileyfagjöldunum í heilbrigðari farveg. Almenningur fengi þá hlutdeild í traustum sjóði sem gegndi samfélagslegu hlutverki. Félagshyggjufólk ætti að vera sátt við það. Frjálshyggjufólk ætti líka að geta þokkalega vel við unað því slíkur sjóður væri rekinn sem kapítalískur fjárfestingarsjóður án teljandi ríkisafskipta auk þess sem útgerðarfyrirtækin byggju við stöðugleika og frið til að reka sig á hagkvæman hátt. Ísland gæti þá áfram verið eina landið innan OECD þar sem fiskveiðar eru arðbærar jafnframt því sem fólkið í landinu fengi beina hlutdeild í rentunni. Frjálshyggja og félagshyggja gætu því náð málamiðlun sé viljinn fyrir hendi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun