Svar til Halldórs Gunnarssonar um lífeyrismál Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 25. október 2016 07:00 19. október birti ég grein í Fréttablaðinu um lífeyrismál þar sem hulunni var svipt af þeirri hugmynd Flokks fólksins að peningar sem samsvöruðu skatti af lífeyrisiðgjöldum frá árinu 1988 lægju í lífeyrissjóðunum og hægt væri að ganga að þeim þar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja o.fl. Halldór Gunnarsson, varaformaður Flokks fólksins, maldar í móinn í sama blaði daginn eftir og segir um lífeyrissjóðsiðgjöldin m.a.: „Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna.“ Hann getur þess ekki hvaða aðili er svo rausnarlegur að inna þessa greiðslu af hendi né vísar hann á nein gögn um þessi stórmerki sem enginn annar virðist kannast við.Að færa peninga milli vasa Jafnvel þó að lífeyrissjóðirnir hefðu fengið þessar greiðslur væru þær væntanlega bara hluti af þessum ca. 3.500 milljörðum sem þeir eru sagðir eiga og duga ekki til að standa undir lífeyrisgreiðslum. Ef sjóðirnir eiga áfram að vera hluti af lífeyriskerfinu dugar lítt að skerða greiðslugetu þeirra sem er ónóg fyrir með því að taka úr þeim peninga til að greiða það sama með annars staðar frá. Það er eins og að færa peninga úr einum vasa í annan. Alþýðufylkingin tekur heils hugar undir kröfu um a.m.k. 300.000 króna ráðstöfunartekjur og hefur auk þess áform um frekari umbætur sem gera lífsbaráttuna ódýrari, t.d. með afléttingu vaxtaklyfja. En við tökum ekki undir hókus pókus tal sem byggt er á fullyrðingum úr lausu lofti.Félagsvæðing gegn markaðsvæðingu Ef Flokki fólksins er alvara með sínum kröfum um 300.000 króna ráðstöfunartekjur, ætti hann að taka undir baráttu Alþýðufylkingarinnar fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins. Það er eina leiðin til að stokka upp tekjuskiptinguna í samfélaginu þannig að allir geti lifað góðu lífi. Vandinn við lífeyrissjóðina er ekki sá að þeir séu of stórir og mikill rekstrarkostnaður þeirra er jafnvel lítill hluti af vandanum. Hins vegar byggist markmið þeirra um að tryggja lífeyri á þeirri trú að hægt sé að græða endalaust á fjármagni án þess að neinn tapi á móti. Þegar lífeyrissjóðirnir græða á því að fyrirtæki í eigu þeirra græða, þá er það ýmist með því að halda launum niðri eða vöruverðinu háu. Einnig geta þeir grætt á skuldabréfum með háum vöxtum. Í báðum tilfellum tapar almenningur sem einnig eru sjóðfélagar lífeyrissjóðanna. Þegar lífeyrissjóðirnir tapa á verðbréfahruni tapa sjóðfélagarnir líka. Þetta er það sem fæst fyrir 12% skatt til lífeyrissjóðanna, sem nú á að hækka í 15,5%. Með félagslega reknu fjármálakerfi og þar með lífeyriskerfi sparast mikið fé sem nota má til að bæta kjör aldraðra og öryrkja og okkar hinna sem loksins getum hætt að tapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
19. október birti ég grein í Fréttablaðinu um lífeyrismál þar sem hulunni var svipt af þeirri hugmynd Flokks fólksins að peningar sem samsvöruðu skatti af lífeyrisiðgjöldum frá árinu 1988 lægju í lífeyrissjóðunum og hægt væri að ganga að þeim þar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja o.fl. Halldór Gunnarsson, varaformaður Flokks fólksins, maldar í móinn í sama blaði daginn eftir og segir um lífeyrissjóðsiðgjöldin m.a.: „Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna.“ Hann getur þess ekki hvaða aðili er svo rausnarlegur að inna þessa greiðslu af hendi né vísar hann á nein gögn um þessi stórmerki sem enginn annar virðist kannast við.Að færa peninga milli vasa Jafnvel þó að lífeyrissjóðirnir hefðu fengið þessar greiðslur væru þær væntanlega bara hluti af þessum ca. 3.500 milljörðum sem þeir eru sagðir eiga og duga ekki til að standa undir lífeyrisgreiðslum. Ef sjóðirnir eiga áfram að vera hluti af lífeyriskerfinu dugar lítt að skerða greiðslugetu þeirra sem er ónóg fyrir með því að taka úr þeim peninga til að greiða það sama með annars staðar frá. Það er eins og að færa peninga úr einum vasa í annan. Alþýðufylkingin tekur heils hugar undir kröfu um a.m.k. 300.000 króna ráðstöfunartekjur og hefur auk þess áform um frekari umbætur sem gera lífsbaráttuna ódýrari, t.d. með afléttingu vaxtaklyfja. En við tökum ekki undir hókus pókus tal sem byggt er á fullyrðingum úr lausu lofti.Félagsvæðing gegn markaðsvæðingu Ef Flokki fólksins er alvara með sínum kröfum um 300.000 króna ráðstöfunartekjur, ætti hann að taka undir baráttu Alþýðufylkingarinnar fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins. Það er eina leiðin til að stokka upp tekjuskiptinguna í samfélaginu þannig að allir geti lifað góðu lífi. Vandinn við lífeyrissjóðina er ekki sá að þeir séu of stórir og mikill rekstrarkostnaður þeirra er jafnvel lítill hluti af vandanum. Hins vegar byggist markmið þeirra um að tryggja lífeyri á þeirri trú að hægt sé að græða endalaust á fjármagni án þess að neinn tapi á móti. Þegar lífeyrissjóðirnir græða á því að fyrirtæki í eigu þeirra græða, þá er það ýmist með því að halda launum niðri eða vöruverðinu háu. Einnig geta þeir grætt á skuldabréfum með háum vöxtum. Í báðum tilfellum tapar almenningur sem einnig eru sjóðfélagar lífeyrissjóðanna. Þegar lífeyrissjóðirnir tapa á verðbréfahruni tapa sjóðfélagarnir líka. Þetta er það sem fæst fyrir 12% skatt til lífeyrissjóðanna, sem nú á að hækka í 15,5%. Með félagslega reknu fjármálakerfi og þar með lífeyriskerfi sparast mikið fé sem nota má til að bæta kjör aldraðra og öryrkja og okkar hinna sem loksins getum hætt að tapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar