Sjón er sögu ríkari Kári Stefánsson skrifar 26. október 2016 07:00 Í þeim hugarheimi skáldsins, sem það færir okkur í verkum sínum, er það einvaldur. Það ræður öllu, getur látið upp vera niður og niður upp, sólarupprás að kvöldlagi og Bjarna Ben hlúa að heilbrigðiskerfinu. Það getur sem sagt gert hið ómögulega mögulegt. Það er ekki nóg með að við lesendur sættum okkur við þetta vald skáldsins, við fögnum því vegna þess að í krafti þess færir það okkur heima sem eru ekki en gætu verið og jafnvel heima sem gætu ekki verið undir nokkrum kringumstæðum en varpa samt ljósi á heiminn sem við búum í og jafnvel okkur sjálf sem einstaklinga, eða gera það ekki. Hlutverk skáldsins er nefnilega ekki bara að lýsa heiminum okkar heldur líka öðrum við hliðina á honum. Til þess að fyrirbyggja misskilning þá stend ég ekki í þeirri trú að ég viti gjörla hvert hlutverk skáldsins sé, né að það sé eitt hlutverk sem öll skáld hafi, né að hvert skáld út af fyrir sig gegni sama hlutverki fyrir öllum lesendum. Það er bara ekki þannig. Skáld eru hins vegar sú stétt sem hefur haft meiri áhrif á mig en nokkur önnur í þessum heimi og hlutverk þeirra í mínu lífi hefur verið að gleðja mig, hryggja mig, uppfræða mig og fá mig til þess að sitja hreyfingarlítinn og friðsælan um lengri tíma, án þess að vera umhverfi mínu til ama. Það er fátt annað sem kemur í veg fyrir að ég sé umhverfi mínu til ama, nema ef vera skyldi svefn og meðvitundarleysi af öðrum toga. Sjón er eitt af þeim fjölmörgu skáldum sem hafa lagt svolítið af mörkum til þess að móta líf mitt með því að færa mér góðar bókmenntir og nú er hann loksins búinn að senda frá sér síðasta hluta þríleiks sem hann byrjaði fyrir 22 árum. Ég á eftir að lesa hann en vonast til þess að ég eigi eftir að sækja í hann töluverða ánægju. Sjón hefur gefið það í skyn að síðasti hluti þríleiksins byggi að nokkru leyti á minni persónu og þeim verkefnum sem fyrirtæki það sem ég vinn fyrir hafi fengist við í tuttugu ár. Það er ljóst á ummælum hans að hann sækir þennan efnivið sinn í skoðanir sem hann ætlar mér en ég hef aldrei haft, markmið sem hann heldur að ég hafi stefnt að en hef forðast og vinnu sem aldrei var unnin í fyrirtækinu. Það væri hins vegar út í hött að kvarta undan þessu vegna þess að þarna er skáldið bara að sækja sér hráefni í það sem hann heldur um mig og fyrirtækið, sem hann notar síðan til þess að móta hvað sem honum sýnist. Hann hefði meira að segja getað reynt að búa til úr því efni sem hann sótti í mig góðan mann, þótt það hefði sjálfsagt reynst ofviða jafnvel þeim bókmenntalega kraftlyftingamanni sem hann er. Í mínum huga hvílir engin skylda á hans herðum að sýna fram á að það sem hann haldi um mig og fyrirtækið og notar í bókina sé sannleikanum samkvæmt, eingöngu að hann skili góðri bók, sem hann hefur gert svo oft. Það gegnir hins vegar öðru máli þegar hann tjáir sig um mig og fyrirtækið og það sem við höfum gert í blaðaviðtali. Alræðisvald Sjónar nær ekki út fyrir verk hans og það sem hefur gerst utan þeirra hefur gerst án tillits til þess sem hann heldur og það sem hefur ekki gerst hefur ekki gerst. Í viðtali við Friðriku Benónýsdóttur sem birtist í Stundinni segir Sjón: „Ég myndi nú ekki segja að hún sé mjög nákvæmlega byggð á Kára Stefánssyni þar sem ég hef aldrei hitt Kára Stefánsson og veit ekkert um hann annað en það sem hann hefur sagt frá sjálfum sér í sjónvarpsviðtölum og blöðum. Þessi persóna, Hrólfur Zóphanías, erfðalíffræðingur og forstjóri Codex, er byggður á ýmsum persónum, sem hafa nokkuð háar hugmyndir um eðli Íslendinga og hlutverk þeirra í tilverunni. Hið stóra verkefni sem var hrundið af stað hér upp úr 1992 eða þrjú, ég man það ekki, að kortleggja genamengi Íslendinga í þeim tilgangi að sanna að við værum mjög einslitt fólk og hreint erfðafræðilega séð er auðvitað ákveðinn hápunktur á íslenskri drambsemi og þess vegna kom í rauninni ekkert annað til greina en að vinna með efni úr þeirri átt.“ Við þetta hef ég tvennt að athuga: Ég hef aldrei tjáð háar hugmyndir um eðli eða hlutverk Íslendinga í sjónvarpsviðtali eða blaða, sem Sjón segir að séu einu heimildir hans um mig, einfaldlega vegna þess að mér finnst við vera næstum glæpsamlega venjuleg sem þjóð. Við eigum nokkra góða rithöfunda og ég er vissum að við Sjón erum sammála um að hann sé einn þeirra, einstaka góðan fótboltagutta og frábæra tónlistarmenn og aragrúa af óhæfum, spilltum stjórnmálamönnum. Öll mín vinna í vísindum síðustu tuttugu árin hefur byggst á þeirri forsendu að í samfélagi þjóðanna liggjum við nærri meðaltali á flestum sviðum. Í því felst kannski ofmat á aulunum, okkur. Verkefnið stóra, að kortleggja genamengi Íslendinga var ráðist í til þess eins að sækja skilning á því hvernig fjölbreytileiki í röðum níturbasa í erfðamengi manna getur af sér fjölbreytileika mannsins, eins og mismun á hættunni á sjúkdómum eða í starfi líffæra. Það var aldrei markmið með verkefninu að sanna að við værum „mjög einslitt fólk og hreint erfðafræðilega séð“. Það er meira að segja svo að ef við hefðum verið mjög einslitt fólk og hreint erfðafræðilega séð hefði verkefnið verið dauðadæmt frá upphafi. Það var hins vegar vitað löngu áður en ráðist var í þetta verkefni að tiltölulega lítill hópur forfeðra okkar gat af sér mjög stóran hundraðshluta af nútíma Íslendingum. Það er ekki skoðun, afstaða eða hegðun, heldur staðreynd um sögu okkar og þótt dramb geti verið staðreynd geta einungis þær staðreyndir sem lúta að hegðun eða skoðun flokkast sem dramb. Síðar í viðtalinu segir Sjón:„Þannig að þú ert alltaf kominn eins og skot í ofurmennishugmyndir og kynþáttahyggju þegar farið er að vinna með erfðaefni.“ Ég reikna ekki með að það búi mikil gagnaöflun að baki þessari staðhæfingu, vegna þess að hún er með ólíkindum. Ég þekki nokkur hundruð manns sem vinna með erfðaefni og kannast við í það minnsta þúsund aðra, og ég veit ekki til þess að nokkur þeirra sé með ofurmennishugmyndir eða aðhyllist kynþáttahyggju. Ég leyfi mér líka að fullyrða að ef Sjón skoðaði öll þau tímarit sem birt hafa niðurstöður rannsókna með erfðaefni síðastliðin 70 ár fyndi hann engar greinar sem einkennast af ofurmennishugmyndum eða kynþáttahyggju. Í þeirri mannskynssögu sem ég kann eru það fyrst og fremst austurrískur húsamálari og bandarískur forsetaframbjóðandi sem flíka ofurmennishugmyndum og kynþáttahyggju og ef ég man rétt hefur hvorugur þeirra unnið með erfðaefnið. Ég er handviss um að staðhæfingin hér að ofan gengi upp í bókum eftir Sjón, vegna þess að það gengur næstum allt upp í skáldsögunum hans fínu, en utan þeirra er þetta í besta falli heimskulegt þvaður. Nú vil ég að það sé ljóst að ég er í raun réttri ekki að agnúast út í Sjón heldur leiðrétta mistök, sem honum urðu á í viðtalinu. Það er sagt um annan íslenskan rithöfund sem nú er látinn, að meðan hann hafi verið að skrifa skáldsögur og í nokkurn tíma eftir að hann lauk við þær hafi hann helst ekki yrt á aðra en persónur úr skáldsögunum. Það ber að líða rithöfundum sem eru nýbúnir að ljúka bók alls konar óskunda, vegna þess að það er oft löng leið og erfið frá heimi bókarinnar yfir í hversdagsleika okkar hinna. Ég reikna einfaldlega með því að Sjón sé rétt lagður af stað. Bjánaskapinn í viðtalinu lít ég einfaldlega á sem rúllugjald sem ég borga fyrir að fá að lesa góða bók. Eitt er víst að með þessari bók er Sjón og við hin sögu ríkari og engin ástæða til þess að ætla að hún gengisfalli fyrir það eitt að hún hafi að hluta til byrjað á einhvers konar bölvaðri vitleysu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í þeim hugarheimi skáldsins, sem það færir okkur í verkum sínum, er það einvaldur. Það ræður öllu, getur látið upp vera niður og niður upp, sólarupprás að kvöldlagi og Bjarna Ben hlúa að heilbrigðiskerfinu. Það getur sem sagt gert hið ómögulega mögulegt. Það er ekki nóg með að við lesendur sættum okkur við þetta vald skáldsins, við fögnum því vegna þess að í krafti þess færir það okkur heima sem eru ekki en gætu verið og jafnvel heima sem gætu ekki verið undir nokkrum kringumstæðum en varpa samt ljósi á heiminn sem við búum í og jafnvel okkur sjálf sem einstaklinga, eða gera það ekki. Hlutverk skáldsins er nefnilega ekki bara að lýsa heiminum okkar heldur líka öðrum við hliðina á honum. Til þess að fyrirbyggja misskilning þá stend ég ekki í þeirri trú að ég viti gjörla hvert hlutverk skáldsins sé, né að það sé eitt hlutverk sem öll skáld hafi, né að hvert skáld út af fyrir sig gegni sama hlutverki fyrir öllum lesendum. Það er bara ekki þannig. Skáld eru hins vegar sú stétt sem hefur haft meiri áhrif á mig en nokkur önnur í þessum heimi og hlutverk þeirra í mínu lífi hefur verið að gleðja mig, hryggja mig, uppfræða mig og fá mig til þess að sitja hreyfingarlítinn og friðsælan um lengri tíma, án þess að vera umhverfi mínu til ama. Það er fátt annað sem kemur í veg fyrir að ég sé umhverfi mínu til ama, nema ef vera skyldi svefn og meðvitundarleysi af öðrum toga. Sjón er eitt af þeim fjölmörgu skáldum sem hafa lagt svolítið af mörkum til þess að móta líf mitt með því að færa mér góðar bókmenntir og nú er hann loksins búinn að senda frá sér síðasta hluta þríleiks sem hann byrjaði fyrir 22 árum. Ég á eftir að lesa hann en vonast til þess að ég eigi eftir að sækja í hann töluverða ánægju. Sjón hefur gefið það í skyn að síðasti hluti þríleiksins byggi að nokkru leyti á minni persónu og þeim verkefnum sem fyrirtæki það sem ég vinn fyrir hafi fengist við í tuttugu ár. Það er ljóst á ummælum hans að hann sækir þennan efnivið sinn í skoðanir sem hann ætlar mér en ég hef aldrei haft, markmið sem hann heldur að ég hafi stefnt að en hef forðast og vinnu sem aldrei var unnin í fyrirtækinu. Það væri hins vegar út í hött að kvarta undan þessu vegna þess að þarna er skáldið bara að sækja sér hráefni í það sem hann heldur um mig og fyrirtækið, sem hann notar síðan til þess að móta hvað sem honum sýnist. Hann hefði meira að segja getað reynt að búa til úr því efni sem hann sótti í mig góðan mann, þótt það hefði sjálfsagt reynst ofviða jafnvel þeim bókmenntalega kraftlyftingamanni sem hann er. Í mínum huga hvílir engin skylda á hans herðum að sýna fram á að það sem hann haldi um mig og fyrirtækið og notar í bókina sé sannleikanum samkvæmt, eingöngu að hann skili góðri bók, sem hann hefur gert svo oft. Það gegnir hins vegar öðru máli þegar hann tjáir sig um mig og fyrirtækið og það sem við höfum gert í blaðaviðtali. Alræðisvald Sjónar nær ekki út fyrir verk hans og það sem hefur gerst utan þeirra hefur gerst án tillits til þess sem hann heldur og það sem hefur ekki gerst hefur ekki gerst. Í viðtali við Friðriku Benónýsdóttur sem birtist í Stundinni segir Sjón: „Ég myndi nú ekki segja að hún sé mjög nákvæmlega byggð á Kára Stefánssyni þar sem ég hef aldrei hitt Kára Stefánsson og veit ekkert um hann annað en það sem hann hefur sagt frá sjálfum sér í sjónvarpsviðtölum og blöðum. Þessi persóna, Hrólfur Zóphanías, erfðalíffræðingur og forstjóri Codex, er byggður á ýmsum persónum, sem hafa nokkuð háar hugmyndir um eðli Íslendinga og hlutverk þeirra í tilverunni. Hið stóra verkefni sem var hrundið af stað hér upp úr 1992 eða þrjú, ég man það ekki, að kortleggja genamengi Íslendinga í þeim tilgangi að sanna að við værum mjög einslitt fólk og hreint erfðafræðilega séð er auðvitað ákveðinn hápunktur á íslenskri drambsemi og þess vegna kom í rauninni ekkert annað til greina en að vinna með efni úr þeirri átt.“ Við þetta hef ég tvennt að athuga: Ég hef aldrei tjáð háar hugmyndir um eðli eða hlutverk Íslendinga í sjónvarpsviðtali eða blaða, sem Sjón segir að séu einu heimildir hans um mig, einfaldlega vegna þess að mér finnst við vera næstum glæpsamlega venjuleg sem þjóð. Við eigum nokkra góða rithöfunda og ég er vissum að við Sjón erum sammála um að hann sé einn þeirra, einstaka góðan fótboltagutta og frábæra tónlistarmenn og aragrúa af óhæfum, spilltum stjórnmálamönnum. Öll mín vinna í vísindum síðustu tuttugu árin hefur byggst á þeirri forsendu að í samfélagi þjóðanna liggjum við nærri meðaltali á flestum sviðum. Í því felst kannski ofmat á aulunum, okkur. Verkefnið stóra, að kortleggja genamengi Íslendinga var ráðist í til þess eins að sækja skilning á því hvernig fjölbreytileiki í röðum níturbasa í erfðamengi manna getur af sér fjölbreytileika mannsins, eins og mismun á hættunni á sjúkdómum eða í starfi líffæra. Það var aldrei markmið með verkefninu að sanna að við værum „mjög einslitt fólk og hreint erfðafræðilega séð“. Það er meira að segja svo að ef við hefðum verið mjög einslitt fólk og hreint erfðafræðilega séð hefði verkefnið verið dauðadæmt frá upphafi. Það var hins vegar vitað löngu áður en ráðist var í þetta verkefni að tiltölulega lítill hópur forfeðra okkar gat af sér mjög stóran hundraðshluta af nútíma Íslendingum. Það er ekki skoðun, afstaða eða hegðun, heldur staðreynd um sögu okkar og þótt dramb geti verið staðreynd geta einungis þær staðreyndir sem lúta að hegðun eða skoðun flokkast sem dramb. Síðar í viðtalinu segir Sjón:„Þannig að þú ert alltaf kominn eins og skot í ofurmennishugmyndir og kynþáttahyggju þegar farið er að vinna með erfðaefni.“ Ég reikna ekki með að það búi mikil gagnaöflun að baki þessari staðhæfingu, vegna þess að hún er með ólíkindum. Ég þekki nokkur hundruð manns sem vinna með erfðaefni og kannast við í það minnsta þúsund aðra, og ég veit ekki til þess að nokkur þeirra sé með ofurmennishugmyndir eða aðhyllist kynþáttahyggju. Ég leyfi mér líka að fullyrða að ef Sjón skoðaði öll þau tímarit sem birt hafa niðurstöður rannsókna með erfðaefni síðastliðin 70 ár fyndi hann engar greinar sem einkennast af ofurmennishugmyndum eða kynþáttahyggju. Í þeirri mannskynssögu sem ég kann eru það fyrst og fremst austurrískur húsamálari og bandarískur forsetaframbjóðandi sem flíka ofurmennishugmyndum og kynþáttahyggju og ef ég man rétt hefur hvorugur þeirra unnið með erfðaefnið. Ég er handviss um að staðhæfingin hér að ofan gengi upp í bókum eftir Sjón, vegna þess að það gengur næstum allt upp í skáldsögunum hans fínu, en utan þeirra er þetta í besta falli heimskulegt þvaður. Nú vil ég að það sé ljóst að ég er í raun réttri ekki að agnúast út í Sjón heldur leiðrétta mistök, sem honum urðu á í viðtalinu. Það er sagt um annan íslenskan rithöfund sem nú er látinn, að meðan hann hafi verið að skrifa skáldsögur og í nokkurn tíma eftir að hann lauk við þær hafi hann helst ekki yrt á aðra en persónur úr skáldsögunum. Það ber að líða rithöfundum sem eru nýbúnir að ljúka bók alls konar óskunda, vegna þess að það er oft löng leið og erfið frá heimi bókarinnar yfir í hversdagsleika okkar hinna. Ég reikna einfaldlega með því að Sjón sé rétt lagður af stað. Bjánaskapinn í viðtalinu lít ég einfaldlega á sem rúllugjald sem ég borga fyrir að fá að lesa góða bók. Eitt er víst að með þessari bók er Sjón og við hin sögu ríkari og engin ástæða til þess að ætla að hún gengisfalli fyrir það eitt að hún hafi að hluta til byrjað á einhvers konar bölvaðri vitleysu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun