Trump segir að Clinton muni hefja þriðju heimsstyrjöldina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2016 22:40 „Þetta endar með þriðju heimsstyrjöldinni vegna Sýrlands ef við hlustum á Hillary Clinton,“ sagði Trump Vísir/Getty Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segir að utanríkisstefna Hillary Clinton vegna Sýrlands muni verja til þess að þriðja heimsstyrjöldin muni brjótast út. Gagnrýndi hann harkalega tillögur Clinton um að koma á flugbannsvæði yfir Sýrlandi sem sumir telja að muni leiða til átaka við rússneskar herþotur sem stundað hafa miklar loftárásir í Sýrlandi undanfarna mánuði.„Þetta endar með þriðju heimsstyrjöldinni vegna Sýrlands ef við hlustum á Hillary Clinton,“ sagði Trump við blaðamenn á golfvelli sínum í Miami.Varaði hann við því að ef tillögur Clinton um flugbannsvæði verði að veruleika myndi átökin í Sýrlandi umbreytast þannig að Bandaríkin þyrftu að takast á við Sýrland, Rússland og Íran. Herforingjar í Bandaríkjunum hafa varað við því að ætli Bandaríkin að ná yfirráðum yfir lofthelgi Sýrlands muni það þýða átök við Rússa og Írana. Trump kvartaði einnig yfir því að Repúblikanaflokkurinn væri ekki sameinaður á bak við sig en framámenn í flokknum hafa margir hverjir neitað að styðja Trump. „Ef flokkurinn væri sameinaður á bak við mig gætum við ekki tapað,“ sagði Trump. Mjög hefur hallað undan fæti hjá Trump á undanförnum vikum. Svo mikið að talið er víst að Hillary Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna. Kosið verður 8. nóvember. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Segir Trump að „hætta að væla“ Barack Obama segir tilraunir Donald Trump til að draga úr trúverðugleika kosninganna vera óábyrgar. 18. október 2016 16:52 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segir að utanríkisstefna Hillary Clinton vegna Sýrlands muni verja til þess að þriðja heimsstyrjöldin muni brjótast út. Gagnrýndi hann harkalega tillögur Clinton um að koma á flugbannsvæði yfir Sýrlandi sem sumir telja að muni leiða til átaka við rússneskar herþotur sem stundað hafa miklar loftárásir í Sýrlandi undanfarna mánuði.„Þetta endar með þriðju heimsstyrjöldinni vegna Sýrlands ef við hlustum á Hillary Clinton,“ sagði Trump við blaðamenn á golfvelli sínum í Miami.Varaði hann við því að ef tillögur Clinton um flugbannsvæði verði að veruleika myndi átökin í Sýrlandi umbreytast þannig að Bandaríkin þyrftu að takast á við Sýrland, Rússland og Íran. Herforingjar í Bandaríkjunum hafa varað við því að ætli Bandaríkin að ná yfirráðum yfir lofthelgi Sýrlands muni það þýða átök við Rússa og Írana. Trump kvartaði einnig yfir því að Repúblikanaflokkurinn væri ekki sameinaður á bak við sig en framámenn í flokknum hafa margir hverjir neitað að styðja Trump. „Ef flokkurinn væri sameinaður á bak við mig gætum við ekki tapað,“ sagði Trump. Mjög hefur hallað undan fæti hjá Trump á undanförnum vikum. Svo mikið að talið er víst að Hillary Clinton verði næsti forseti Bandaríkjanna. Kosið verður 8. nóvember.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Segir Trump að „hætta að væla“ Barack Obama segir tilraunir Donald Trump til að draga úr trúverðugleika kosninganna vera óábyrgar. 18. október 2016 16:52 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00
New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45
Segir Trump að „hætta að væla“ Barack Obama segir tilraunir Donald Trump til að draga úr trúverðugleika kosninganna vera óábyrgar. 18. október 2016 16:52