Samkeppni rokkar Dóra Sif Tynes skrifar 28. október 2016 07:00 Allt frá því að EES-samningurinn færði okkur samkeppnisreglur hafa stjórnmálin átt í nokkurs konar ást-hatur sambandi við það mikilvæga regluverk. Á tyllidögum eru flestir flokkar hlynntir samkeppni enda ekki vænlegt til vinsælda að amast við reglum sem snúast um að hámarka velsæld neytenda. Hugmyndin um fullkomna samkeppni snýst jú um hámörkun gæða, lægra vöruverð fyrir neytendur án þess að fórnað sé hvötum til nýsköpunar og framþróunar. Vegna breyskleika mannanna verður þó takmarkinu um fullkomna samkeppni ekki náð nema um starfsemi fyrirtækja á markaði gildi sterkt, gagnsætt og óvilhalt regluverk. Sömu reglur gildi fyrir alla og stundum þarf að tempra áhrif þeirra stóru með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Almennar og gagnsæar reglur duga þó ekki til ef stjórnvöld víkja þeim til hliðar með sértækum aðgerðum. Hér á landi eigum við langa sögu um sértækar aðgerðir stjórnvalda á markaði sem farist hafa misvel. Til dæmis má nefna orkusamninga sem ekki mæta arðsemiskröfum og skattaívilnanir með óljósum árangri að því er varðar fjölgun starfa eða nýsköpun. Þess vegna er sá hluti samkeppnisreglna EES-samningsins sem snýr að ríkisaðstoð við fyrirtæki gríðarlega mikilvægur. Í raun má segja að ríkisaðstoðarreglur snúist um tvennt; að tryggja að samkeppni sé ekki ógnað og að opinberum fjármunum sé varið með skynsamlegum hætti. Stjórnvöld eiga því ekki að líta á ríkisaðstoðarreglurnar sem ógn heldur frekar sem skynsamlegan vegvísi í ákvörðunartöku. Sitja ekki við sama borð Nýlega hefur svokölluð þunn eiginfjármögnun verið í umræðunni. Vegna glufa í skattalöggjöfinni hafa erlend fyrirtæki getað komist hjá skattgreiðslum af arði. Sum þeirra hafa jafnvel notið opinbers stuðnings í formi ívilnana og sértækra samninga. Þetta ástand er ekki bara alvarlegt fyrir þær sakir að við missum mikilvægar tekjur sem ella væri varið til samneyslunnar heldur einnig vegna þess að samkeppni á markaði er ógnað. Menn sitja ekki við sama borð. Það má því færa fyrir því rök að athafnaleysi stjórnmálanna að þessu leyti sé að minnsta kosti ígildi ríkisaðstoðar. Framkvæmdastjórn ESB hefur á sviði ríkisaðstoðar einmitt verið að beina sjónum sínum í ríkari mæli að skattalöggjöf aðildarríkja ESB eins og ákvörðun um ívilnanir Írlands gagnvart Apple fyrirtækinu sýna. Einkunnarorð Viðreisnar í þessum kosningum eru almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við viljum gera nauðsynlegar kerfisbreytingar til þess að gera samfélagið okkar betra, breytingar sem stjórnmálin hafa hingað til ekki getað ráðist í. Kannski ættum við að byrja á skattinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Dóra Sif Tynes Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að EES-samningurinn færði okkur samkeppnisreglur hafa stjórnmálin átt í nokkurs konar ást-hatur sambandi við það mikilvæga regluverk. Á tyllidögum eru flestir flokkar hlynntir samkeppni enda ekki vænlegt til vinsælda að amast við reglum sem snúast um að hámarka velsæld neytenda. Hugmyndin um fullkomna samkeppni snýst jú um hámörkun gæða, lægra vöruverð fyrir neytendur án þess að fórnað sé hvötum til nýsköpunar og framþróunar. Vegna breyskleika mannanna verður þó takmarkinu um fullkomna samkeppni ekki náð nema um starfsemi fyrirtækja á markaði gildi sterkt, gagnsætt og óvilhalt regluverk. Sömu reglur gildi fyrir alla og stundum þarf að tempra áhrif þeirra stóru með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Almennar og gagnsæar reglur duga þó ekki til ef stjórnvöld víkja þeim til hliðar með sértækum aðgerðum. Hér á landi eigum við langa sögu um sértækar aðgerðir stjórnvalda á markaði sem farist hafa misvel. Til dæmis má nefna orkusamninga sem ekki mæta arðsemiskröfum og skattaívilnanir með óljósum árangri að því er varðar fjölgun starfa eða nýsköpun. Þess vegna er sá hluti samkeppnisreglna EES-samningsins sem snýr að ríkisaðstoð við fyrirtæki gríðarlega mikilvægur. Í raun má segja að ríkisaðstoðarreglur snúist um tvennt; að tryggja að samkeppni sé ekki ógnað og að opinberum fjármunum sé varið með skynsamlegum hætti. Stjórnvöld eiga því ekki að líta á ríkisaðstoðarreglurnar sem ógn heldur frekar sem skynsamlegan vegvísi í ákvörðunartöku. Sitja ekki við sama borð Nýlega hefur svokölluð þunn eiginfjármögnun verið í umræðunni. Vegna glufa í skattalöggjöfinni hafa erlend fyrirtæki getað komist hjá skattgreiðslum af arði. Sum þeirra hafa jafnvel notið opinbers stuðnings í formi ívilnana og sértækra samninga. Þetta ástand er ekki bara alvarlegt fyrir þær sakir að við missum mikilvægar tekjur sem ella væri varið til samneyslunnar heldur einnig vegna þess að samkeppni á markaði er ógnað. Menn sitja ekki við sama borð. Það má því færa fyrir því rök að athafnaleysi stjórnmálanna að þessu leyti sé að minnsta kosti ígildi ríkisaðstoðar. Framkvæmdastjórn ESB hefur á sviði ríkisaðstoðar einmitt verið að beina sjónum sínum í ríkari mæli að skattalöggjöf aðildarríkja ESB eins og ákvörðun um ívilnanir Írlands gagnvart Apple fyrirtækinu sýna. Einkunnarorð Viðreisnar í þessum kosningum eru almannahagsmunir umfram sérhagsmuni. Við viljum gera nauðsynlegar kerfisbreytingar til þess að gera samfélagið okkar betra, breytingar sem stjórnmálin hafa hingað til ekki getað ráðist í. Kannski ættum við að byrja á skattinum.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun