Sprengjum ferðamannabóluna Vésteinn Valgarðsson skrifar 28. október 2016 07:00 Í síðustu viku birti Seðlabankinn útreikninga sem sýndu að Ísland stæði frammi fyrir miklum samdrætti ef ferðamönnum fækkaði skyndilega. Engan ætti að undra það. Við höfum nú í nokkur ár setið ofan á bólu sem blæs upp og bíður eftir að springa.Þegar Spánn hrundi Ætli fólk viti almennt hvernig kreppan á Spáni kom til? Þið vitið, sem þeir hafa verið í síðan 2008 og hafa ekki ennþá rétt úr kútnum eftir. Fyrir kreppu var meiriháttar uppgangur í byggingu sumarhúsa. Þau ruku upp eins og enginn væri morgundagurinn. Hinn dæmigerði kaupandi var Þjóðverji á eftirlaunum. Verktakar skuldsettir spönsku bönkunum, sem aftur voru skuldsettir Deutsche Bank. Þegar þýska hagkerfið sló feilpúst 2008 (feilpúst, ekki hrun), hvað ætli hafi verið það fyrsta sem ráðdeildarsamir eldri Þjóðverjar hættu að kaupa sér? Rétt til getið: annað heimili í sólinni. Þegar eftirspurnin hætti að aukast og aukast, hrundi sumarhúsabólan og verktakarnir fóru á hausinn. Skuldirnar féllu á spönsku bankana og þeir fóru líka á hausinn. Til að skuldirnar féllu þá ekki á Deutsche Bank (hamingjan veit hvað hefði þá fallið næst) sáu þýska ríkisstjórnin og ESB til þess að spanska ríkið tæki skuldirnar á sig. Hagsýnir, Þjóðverjarnir. Spánn er ennþá sem tröllriðinn. Þar er ennþá annað hvert ungmenni atvinnulaust.Hver á að búa á öllum hótelunum? Víkur nú sögunni aftur til Íslands. Segjum að það komi kreppa í löndunum sem ferðamennirnir koma frá. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Hvað ætli verði það fyrsta sem fólk hættir að kaupa sér? Ætli það verði ekki flúðasiglingaævintýrið á Íslandi? Ef ferðamennirnir yrðu aftur „bara“ jafnmargir og árið 2012 yrði ný kreppa: Seðlabankinn spáir 10% samdrætti í útflutningi, 6,5% atvinnuleysi fyrsta árið og 7,9% árið eftir. Landsframleiðsla dregst saman um 3,9% fyrsta árið og önnur 1,3% árið eftir.Spánn norðursins? Hvað ber að gera? Bíða og vona það besta? Það er öruggasta leiðin til þess að allt fari á versta veg. Við munum detta úr þessum söðli. Spurningin er: Hvað ætlum við að detta langt? Það á tafarlaust að auka gjaldtöku á ferðamannaiðnaðinn. Ekki bara til þess að standa undir kostnaði hins opinbera af honum, heldur líka beinlínis til að vinna bug á vexti hans og búa okkur undir skellinn. Það er sárt, en það verður mun sárara ef ekkert er gert. Og fyrir alla muni: Ekki inn í ESB. Ef þeir sliguðu Spán, hvað gera þeir þá við okkur?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birti Seðlabankinn útreikninga sem sýndu að Ísland stæði frammi fyrir miklum samdrætti ef ferðamönnum fækkaði skyndilega. Engan ætti að undra það. Við höfum nú í nokkur ár setið ofan á bólu sem blæs upp og bíður eftir að springa.Þegar Spánn hrundi Ætli fólk viti almennt hvernig kreppan á Spáni kom til? Þið vitið, sem þeir hafa verið í síðan 2008 og hafa ekki ennþá rétt úr kútnum eftir. Fyrir kreppu var meiriháttar uppgangur í byggingu sumarhúsa. Þau ruku upp eins og enginn væri morgundagurinn. Hinn dæmigerði kaupandi var Þjóðverji á eftirlaunum. Verktakar skuldsettir spönsku bönkunum, sem aftur voru skuldsettir Deutsche Bank. Þegar þýska hagkerfið sló feilpúst 2008 (feilpúst, ekki hrun), hvað ætli hafi verið það fyrsta sem ráðdeildarsamir eldri Þjóðverjar hættu að kaupa sér? Rétt til getið: annað heimili í sólinni. Þegar eftirspurnin hætti að aukast og aukast, hrundi sumarhúsabólan og verktakarnir fóru á hausinn. Skuldirnar féllu á spönsku bankana og þeir fóru líka á hausinn. Til að skuldirnar féllu þá ekki á Deutsche Bank (hamingjan veit hvað hefði þá fallið næst) sáu þýska ríkisstjórnin og ESB til þess að spanska ríkið tæki skuldirnar á sig. Hagsýnir, Þjóðverjarnir. Spánn er ennþá sem tröllriðinn. Þar er ennþá annað hvert ungmenni atvinnulaust.Hver á að búa á öllum hótelunum? Víkur nú sögunni aftur til Íslands. Segjum að það komi kreppa í löndunum sem ferðamennirnir koma frá. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær. Hvað ætli verði það fyrsta sem fólk hættir að kaupa sér? Ætli það verði ekki flúðasiglingaævintýrið á Íslandi? Ef ferðamennirnir yrðu aftur „bara“ jafnmargir og árið 2012 yrði ný kreppa: Seðlabankinn spáir 10% samdrætti í útflutningi, 6,5% atvinnuleysi fyrsta árið og 7,9% árið eftir. Landsframleiðsla dregst saman um 3,9% fyrsta árið og önnur 1,3% árið eftir.Spánn norðursins? Hvað ber að gera? Bíða og vona það besta? Það er öruggasta leiðin til þess að allt fari á versta veg. Við munum detta úr þessum söðli. Spurningin er: Hvað ætlum við að detta langt? Það á tafarlaust að auka gjaldtöku á ferðamannaiðnaðinn. Ekki bara til þess að standa undir kostnaði hins opinbera af honum, heldur líka beinlínis til að vinna bug á vexti hans og búa okkur undir skellinn. Það er sárt, en það verður mun sárara ef ekkert er gert. Og fyrir alla muni: Ekki inn í ESB. Ef þeir sliguðu Spán, hvað gera þeir þá við okkur?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun