Stjórnmál náttúrunnar Sigursteinn Másson skrifar 28. október 2016 14:06 Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Þetta er viðfangsefni hins franska Bruno Latour sem árið 2004 sendi frá sér bókina Stjórnmál náttúrunnar eða Politics of Nature. Þar greinir hann lýðræðisvillu samtímans og takmarkanir nútímastjórnmála. Bruno sem er heimspekingur, mannfræðingur og félagsfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að laga stjórnmálin sé að þjóðþingin fái að borðinu fulltrúa allra þeirra hagsmuna sem um er fjallað en ekki örfárra eins og nú er. Tökum dæmi. Þegar boruð eru göng í gegnum fjall fer framkvæmdin í umhverfismat sem er vissulega skref í þá átt sem Bruno er að tala um en gengur of skammt því Bruno mundi vilja að fjallið sjálft fengi talsmann í gegnum allt ákvörðunarferlið sem verji hagsmuni þess. Einnig fuglarnir sem búa í fjallinu um lengri eða skemmri tíma, refurinn að ógleymdu kjarrinu og læknum og auðvitað íbúarnir sitt hvorum megin við fyrirhuguð göng. Gagnrýnendur Bruno, sem eru fjölmargir, hlæja og segja að það bæti vart starf þjóðþinga að hafa þar fulltrúa hænsnfugla og sófans í umræðum um lagafrumvörp. Þeir mega hlæja en það verður ekki hjá því litið að í núverandi fyrirkomulagi er ekki tekið tillit til heildarhagsmuna af því að of fáir eru við ákvarðanatökuborðið. Flumbrugangur og ófaglegar ákvarðanir einkenna um of störf Alþingis rétt eins og ýmissa annarra þjóðþinga og litast af skammtímahagsmunum tiltekinna hópa mannfólks út frá 4 ára kjörtímabili í stað heildarhagsmuna. Bruno veltir því líka upp af hverju vinstri- og umhverfisverndarflokkar hafi, þar sem þeir hafa komist til valda, oft hneigst að svipuðum kerfisbundnum ákvörðunum og hægri kerfisflokkarnir á undan þeim. Því er til að svara að það er auðvitað hægt að sjá mun á stjórnarháttum vinstri og hægri stjórna í gegnum tíðina á Íslandi en hættan samt sem áður sú að stjórnarflokkar hverju sinni máti sig að kerfinu sem fyrir er í stað þess að ráðast í breytingar á því. En það er líka erfiðara að breyta en sigla lygnan sjó. Á síðasta kjörtímabili sáum við til að mynda hvernig kvótaaðallinn beitti valdi sínu gegn auðlindagjöldum í sjávarútvegi þegar þeir fyrirskipuðu flotanum að sigla í höfn og hvernig Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fóru bókstaflega hamförum gegn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það varðar almannahagsmuni, hagsmuni dýra og umhverfis að við náum að breyta stjórnarháttum á Íslandi. Við verðum að byrja að taka fleiri sjónarmið inn í ferli ákvarðana og kalla til fulltrúa fleiri hagsmuna en við höfum hingað til gert. Víkka sjóndeildarhringinn í anda Lögréttu hinnar fornu og freista þess að setja niður deilur. Ákvarðanir verða þá ekki aðeins faglegri, þær munu loks byrja að byggja á náttúrulegum forsendum. Náttúran er nefnilega allt. Sólkerfið, selurinn og síminn. Allt er náttúrulegt í grunninn og aðeins með heildrænni nálgun getum við skapað raunverulegt velferðarsamfélag dýra, manna og umhverfis með réttmæta hagsmuni alls sem er að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigursteinn Másson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Af hverju einkennir rörsýn stjórnmálakerfi heimsins? Öll einblína þau á skammtímahagsmuni einnar dýrategundar. Upphrópanir snúast um það sem stjórnmálamenn telja að fólk vilji heyra í stað þess sem ítarleg og fagleg skoðun leiðir í ljós þegar tillit hefur verið tekið til ólíkra sjónarmiða og hagsmuna. Þetta er viðfangsefni hins franska Bruno Latour sem árið 2004 sendi frá sér bókina Stjórnmál náttúrunnar eða Politics of Nature. Þar greinir hann lýðræðisvillu samtímans og takmarkanir nútímastjórnmála. Bruno sem er heimspekingur, mannfræðingur og félagsfræðingur kemst að þeirri niðurstöðu að besta leiðin til að laga stjórnmálin sé að þjóðþingin fái að borðinu fulltrúa allra þeirra hagsmuna sem um er fjallað en ekki örfárra eins og nú er. Tökum dæmi. Þegar boruð eru göng í gegnum fjall fer framkvæmdin í umhverfismat sem er vissulega skref í þá átt sem Bruno er að tala um en gengur of skammt því Bruno mundi vilja að fjallið sjálft fengi talsmann í gegnum allt ákvörðunarferlið sem verji hagsmuni þess. Einnig fuglarnir sem búa í fjallinu um lengri eða skemmri tíma, refurinn að ógleymdu kjarrinu og læknum og auðvitað íbúarnir sitt hvorum megin við fyrirhuguð göng. Gagnrýnendur Bruno, sem eru fjölmargir, hlæja og segja að það bæti vart starf þjóðþinga að hafa þar fulltrúa hænsnfugla og sófans í umræðum um lagafrumvörp. Þeir mega hlæja en það verður ekki hjá því litið að í núverandi fyrirkomulagi er ekki tekið tillit til heildarhagsmuna af því að of fáir eru við ákvarðanatökuborðið. Flumbrugangur og ófaglegar ákvarðanir einkenna um of störf Alþingis rétt eins og ýmissa annarra þjóðþinga og litast af skammtímahagsmunum tiltekinna hópa mannfólks út frá 4 ára kjörtímabili í stað heildarhagsmuna. Bruno veltir því líka upp af hverju vinstri- og umhverfisverndarflokkar hafi, þar sem þeir hafa komist til valda, oft hneigst að svipuðum kerfisbundnum ákvörðunum og hægri kerfisflokkarnir á undan þeim. Því er til að svara að það er auðvitað hægt að sjá mun á stjórnarháttum vinstri og hægri stjórna í gegnum tíðina á Íslandi en hættan samt sem áður sú að stjórnarflokkar hverju sinni máti sig að kerfinu sem fyrir er í stað þess að ráðast í breytingar á því. En það er líka erfiðara að breyta en sigla lygnan sjó. Á síðasta kjörtímabili sáum við til að mynda hvernig kvótaaðallinn beitti valdi sínu gegn auðlindagjöldum í sjávarútvegi þegar þeir fyrirskipuðu flotanum að sigla í höfn og hvernig Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fóru bókstaflega hamförum gegn frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Það varðar almannahagsmuni, hagsmuni dýra og umhverfis að við náum að breyta stjórnarháttum á Íslandi. Við verðum að byrja að taka fleiri sjónarmið inn í ferli ákvarðana og kalla til fulltrúa fleiri hagsmuna en við höfum hingað til gert. Víkka sjóndeildarhringinn í anda Lögréttu hinnar fornu og freista þess að setja niður deilur. Ákvarðanir verða þá ekki aðeins faglegri, þær munu loks byrja að byggja á náttúrulegum forsendum. Náttúran er nefnilega allt. Sólkerfið, selurinn og síminn. Allt er náttúrulegt í grunninn og aðeins með heildrænni nálgun getum við skapað raunverulegt velferðarsamfélag dýra, manna og umhverfis með réttmæta hagsmuni alls sem er að leiðarljósi.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun