Skuggaþegnar samfélagsins Sigurjón Sumarliði Guðmundsson skrifar 28. október 2016 00:00 Eitt af þeim málum sem hafa sprottið upp fyrir komandi kosningar eru þær umræður sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt og hvert stefnan skal tekin í þeim efnum. Þegar málefni sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt eru rædd, þá virðast aðilar sem ég kýs að titla sem skuggaþegna samfélagsins gleymast. Þegar ég ræði um skuggaþegna á ég við þá einstaklinga sem búa hér á götum landsins eða við aðrar bágar aðstæður. Hvort sem það snýr að aðilum sem misstu allt sitt út frá efnahagslegum aðstæðum, örorku, ánetjuðust vímuefnum, flóttamönnum sem gleymst hafa í kerfinu og þar fram eftir götunum. Í þessari upptalningu er einn partur af samfélaginu sem gefur þessum aðilum von og eru það góðgerðasamtök landsins, sem meðal annars útdeila matargjöfum, fötum og öðrum nauðsynjum sem gera líf þeirra sem eiga við erfiðar aðstæður að glíma bærilegra. Þetta vandamál virðist gleymast oft í umræðunni og snýr ekki einungis að ákveðnum kjördæmum hér á landi heldur heildinni eins og hún leggur sig. Þetta er samfélagslegt mein sem kemur okkur öllum við. Þetta snertir heilbrigðismál því erfiðar aðstæður geta leitt til þess að einstaklingar brotni niður. Hvort sem um ræðir andlega eða líkamlega heilsu, enda helst hvort tveggja oftast í hendur. Hlúa mætti betur að þeim stofnunum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komatil móts við þá einstaklinga eða þær fjölskyldur sem leita á náðir þeirra vegna erfiðra lífsskilyrða. Finnst mér því sjálfsagt að ríkið ætti að taka virkan þátt í að koma betur til móts við þær góðgerðastofnanir sem sjá þeim farborða sem þurfa þess. Ein þeirra lausna sem skoða mætti væri að franskri fyrirmynd og snýr sú lausn að lögsetningu um að fyrirtækjaeigendur séu skikkaðir til að gefa mat sem er að renna út til góðgerðasamtaka. Það kæmi til móts við þá sem minna mega sín og minnkar einnig matarsóun í leiðinni. Oftar en ekki endar sá matur sem er á mörkum síðasta söludags í ruslagámum landsins. Þessa hugmynd mætti aðlaga að íslenskum aðstæðum og minnka þannig það álag sem er á góðgerðasamtökum hér á landi og bæta stöðu þeirra sem þurfa að hafa eitthvað ofan í sig sé staðan orðin sú. Við þurfum að byrja einhvers staðar í aðgerðum sem snúa að bágstöddum. Því fyrr sem við komum betur til móts við fólk sem býr við erfið kjör og gefum því von til að fóta sig í samfélaginu, því fyrr getum við unnið að því að bæta velferð almennings í heild sinni. Aðalhjálpin sem þarf að veita bágstöddum er þó að toga í þá samfélagslegu spotta sem þarf til að þeir hætti að vera bágstaddir til að byrja með. Hár aldur eða heilsumissir á ekki að þýða að fólk verði fátækt. Það á að fá þá framfærslu frá hinu opinbera sem það þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi og þurfa ekki að leita á náðir hjálparstofnana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af þeim málum sem hafa sprottið upp fyrir komandi kosningar eru þær umræður sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt og hvert stefnan skal tekin í þeim efnum. Þegar málefni sem snúa að heilbrigðis- og velferðarmálum almennt eru rædd, þá virðast aðilar sem ég kýs að titla sem skuggaþegna samfélagsins gleymast. Þegar ég ræði um skuggaþegna á ég við þá einstaklinga sem búa hér á götum landsins eða við aðrar bágar aðstæður. Hvort sem það snýr að aðilum sem misstu allt sitt út frá efnahagslegum aðstæðum, örorku, ánetjuðust vímuefnum, flóttamönnum sem gleymst hafa í kerfinu og þar fram eftir götunum. Í þessari upptalningu er einn partur af samfélaginu sem gefur þessum aðilum von og eru það góðgerðasamtök landsins, sem meðal annars útdeila matargjöfum, fötum og öðrum nauðsynjum sem gera líf þeirra sem eiga við erfiðar aðstæður að glíma bærilegra. Þetta vandamál virðist gleymast oft í umræðunni og snýr ekki einungis að ákveðnum kjördæmum hér á landi heldur heildinni eins og hún leggur sig. Þetta er samfélagslegt mein sem kemur okkur öllum við. Þetta snertir heilbrigðismál því erfiðar aðstæður geta leitt til þess að einstaklingar brotni niður. Hvort sem um ræðir andlega eða líkamlega heilsu, enda helst hvort tveggja oftast í hendur. Hlúa mætti betur að þeim stofnunum sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komatil móts við þá einstaklinga eða þær fjölskyldur sem leita á náðir þeirra vegna erfiðra lífsskilyrða. Finnst mér því sjálfsagt að ríkið ætti að taka virkan þátt í að koma betur til móts við þær góðgerðastofnanir sem sjá þeim farborða sem þurfa þess. Ein þeirra lausna sem skoða mætti væri að franskri fyrirmynd og snýr sú lausn að lögsetningu um að fyrirtækjaeigendur séu skikkaðir til að gefa mat sem er að renna út til góðgerðasamtaka. Það kæmi til móts við þá sem minna mega sín og minnkar einnig matarsóun í leiðinni. Oftar en ekki endar sá matur sem er á mörkum síðasta söludags í ruslagámum landsins. Þessa hugmynd mætti aðlaga að íslenskum aðstæðum og minnka þannig það álag sem er á góðgerðasamtökum hér á landi og bæta stöðu þeirra sem þurfa að hafa eitthvað ofan í sig sé staðan orðin sú. Við þurfum að byrja einhvers staðar í aðgerðum sem snúa að bágstöddum. Því fyrr sem við komum betur til móts við fólk sem býr við erfið kjör og gefum því von til að fóta sig í samfélaginu, því fyrr getum við unnið að því að bæta velferð almennings í heild sinni. Aðalhjálpin sem þarf að veita bágstöddum er þó að toga í þá samfélagslegu spotta sem þarf til að þeir hætti að vera bágstaddir til að byrja með. Hár aldur eða heilsumissir á ekki að þýða að fólk verði fátækt. Það á að fá þá framfærslu frá hinu opinbera sem það þarf til þess að lifa mannsæmandi lífi og þurfa ekki að leita á náðir hjálparstofnana.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun