Telur að nýjar upplýsingar muni ekki breyta niðurstöðunni Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2016 09:05 Vísir/Getty Hillary Clinton er borubrött varðandi enduropnun rannsóknar Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum hennar. Hún telur að frekari rannsókn muni ekki breyta fyrri niðurstöðu FBI um að ekki ætti að ákæra hana. Hún kallar eftir því að yfirmaður FBI útskýri nánar hverju nýja rannsóknin felist í. James Comey, yfirmaður FBI, segir að nýjar upplýsingar í málinu hafi litið dagsins ljós. Um er að ræða tæki og pósta frá hinum umdeilda fyrrum þingmanni Anthony Wiener. Gögnin komu í leitirnar þegar verið var rannsaka hvort að Wiener hafi sent 15 ára stúlku óviðeigandi skilaboð og pósta.AP fréttaveitan segir að Hillary Clinton og starfsfólk hennar sé æft yfir því að Comey hafi sagt frá málinu í einkar óljósu bréfi til hóps þingmanna. Nokkrir klukkutímar liðu þar til í ljós kom að um gögn frá Weiner væri að ræða. Þá hefur stofnunin ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar vegna málsins. Á blaðamannafundi í gær sagði Clinton að FBI þyrftu að útskýra málið hið snarasta. Donald Trump, mótframbjóðandi hennar til embættis forseta, stökk á málið og sagði stuðningsmönnum sínum í Iowa að það væri deginum ljósara að FBI hefði ekki opnað málið á þessum tíma ef ekki væri um „stórfellda glæpi“ að ræða. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Hillary Clinton er borubrött varðandi enduropnun rannsóknar Alríkislögreglu Bandaríkjanna á tölvupóstum hennar. Hún telur að frekari rannsókn muni ekki breyta fyrri niðurstöðu FBI um að ekki ætti að ákæra hana. Hún kallar eftir því að yfirmaður FBI útskýri nánar hverju nýja rannsóknin felist í. James Comey, yfirmaður FBI, segir að nýjar upplýsingar í málinu hafi litið dagsins ljós. Um er að ræða tæki og pósta frá hinum umdeilda fyrrum þingmanni Anthony Wiener. Gögnin komu í leitirnar þegar verið var rannsaka hvort að Wiener hafi sent 15 ára stúlku óviðeigandi skilaboð og pósta.AP fréttaveitan segir að Hillary Clinton og starfsfólk hennar sé æft yfir því að Comey hafi sagt frá málinu í einkar óljósu bréfi til hóps þingmanna. Nokkrir klukkutímar liðu þar til í ljós kom að um gögn frá Weiner væri að ræða. Þá hefur stofnunin ekki svarað fyrirspurnum fréttaveitunnar vegna málsins. Á blaðamannafundi í gær sagði Clinton að FBI þyrftu að útskýra málið hið snarasta. Donald Trump, mótframbjóðandi hennar til embættis forseta, stökk á málið og sagði stuðningsmönnum sínum í Iowa að það væri deginum ljósara að FBI hefði ekki opnað málið á þessum tíma ef ekki væri um „stórfellda glæpi“ að ræða. Fyrr á árinu rannsakaði FBI meðhöndlun Clinton á ríkisleyndarmálum þar sem hún notaði ekki öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang þegar hún starfaði sem utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013. Ekki var mælt með að Clinton yrði ákærð vegna málsins. Þrátt fyrir það sagði FBI að Clinton hefði sýnt af sér alvarlega vanrækslu í starfi með tölvupóstnotkun sinni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira