Bjargaði fjölskyldufyrirtækinu með óvissuferð til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 13:30 Sam og Þórarinn fóru vítt og breitt um Ísland til að sýna Sam hvernig skyrið er framleitt. Vísir Hinn 23 ára gamli breski mjólkurbóndi Sam Moorhouse fór ótróðnar slóðir þegar mjólkurbændur í Bretlandi stóðu frammi fyrir erfiðum tímum vegna lágs afurðarverðs. Hann skellti sér til Íslands í þeim eina tilgangi að læra að búa til skyr svo viðhalda mætti mjólkurframleiðslu fjölskyldu sinnar. „Ég viðurkenni að þetta var kannski svolítið langsótt hjá mér,“ segir Sam í samtali við Vísi en hann kom fyrst til landsins árið 2014 með eitt markmið: að læra að framleiða skyr. Ferðin var afar árangursrík en á síðustu tveimur árum hefur Sam unnið til verðlauna fyrir skyrið og selt það með afar góðum árangri víða um Bretland. Hann kom þó til Íslands án þess að hafa mikla hugmynd um það hvernig hann myndi fara að því að læra skyrgerðina. „Ég var að lesa um Ísland og íslensku kúna og í greininni var minnst á skyr. Ég vildi vita meira en gekk illa að finna upplýsingar um skyr í Bretlandi. Ég ákvað því að eina leiðin til þess að gera þetta væri að koma til Íslands og finna einhvern sem gæti sagt mér meira,“ segir Sam.Afrakstur vinnunnar með Þórarni.VísirKom á flugvöllinn og smakkaði sig áfram þangað til að hann fann Þórarinn Sá maður var Þórarinn E. Sveinsson, mjólkurverkfræðingur og sérfræðingur í öllu sem viðkemur mjólk, en Sam komst í samband við hann eftir ýmsum krókaleiðum. „Ég keypti mér skyr á flugvellinum, fór í búðir hér og þar í Reykjavík og spurði mig áfram,“ segir Sam. Það var ekki fyrr en hann bankaði upp á hjá Bændasamtökunum sem hjólin fóru að snúast. Þar var honum bent á að tala við Þórarin. „Hann hringir í mig og ég mæli mér mót við hann á laugardagsmorgni. Ég reiknaði með að hitta einhvern glerþunnan Breta en svo var nú ekki,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Þeir félagar ræddu saman um allt sem viðkemur skyri áður en Sam snéri aftur heim til Bretlands til þess að þróa hugmyndina um skyrframleiðsluna áfram með hjálp Þórarins. Sam sneri svo aftur til Íslands síðar um sumarið og ferðaðist með Þórarni vítt og breitt um landið. „Við fórum á nokkra sveitabæi á Vestfjörðum þar sem verið er að framleiða mjólkurvörur. Allir tóku mér mjög vel en enginn betur en Þórarinn,“ segir Sam sem ferðaðist einnig um Suðurlandið og tók nokkrar vaktir í verksmiðju Örnu í Bolungarvík. Allt til þess að læra að búa til skyr. „Hann var nokkuð snöggur að ná þessu,“ segir Þórarinn. „Sam er náttúrulega með grunninn enda bóndastrákur sem er vanur og búfræðingur að mennt. Við héldum samt að þessir þrír dagar í Bolungarvík myndu gera hann afhuga þessu en svo var heldur betur ekki.“Sala á skyri í Bretlandi rokið upp eftir velgengni íslenska landsliðsins á EM Sam sneri svo heim og kannaði hvort að markaður væri fyrir því að framleiða skyr í Bretlandi en þangað til að Sam hóf framleiðsluna hafði enginn framleitt skyr þar í landi. Með hjálp háskólans þar sem Sam lærði búfræði og Þórarins sem fór í þrígang út til Bretlands til þess að þróa vöruna varð Hesper Farm Skyr til og hefur það slegið í gegn. Er það helst selt í nágrenni bóndabæjar Sams sem er í Yorkshire-héraði Bretlands en smám saman hefur skyrið byrjað að seljast á landsvísu. „Viðtökurnar hafa verið frábærar. Hér á svæðinu er fólk mjög áhugasamt um skyrið og allir styðja vel við bakið á okkur hvort sem það eru mjólkurbændur, verslunareigendur eða viðskiptavinir. Salan á landsvísu hefur líka gengið vel til þess að byrja með.“Mögulegt er að Sam hafi verið réttur maður á réttum tíma en sala á skyri í Bretlandi hefur aukist til muna undanfarna mánuði. Í viðtali við Guardian sagði Agnar Friðriksson hjá MS að klárlega mætti rekja það til framgöngu Íslands á EM í Frakklandi í sumar. Sam segir að aðalástæðan fyrir því að hann hafi farið Íslands til þess að læra að búa til skyr hafi einfaldlega verið sú að honum hafi fundist skyr svo áhugavert en Sam, sem er alinn upp í mikilli landbúnaðarfjölskyldu keypti sína fyrstu kú þegar hann var 12 ára. „Mér finnst þetta bara svo áhugavert. Að fara til annars lands og uppgötva hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar,“ segir Sam sem telur að ferðalagið til Íslands hafi verið nauðsynlegt til þess að læra að gera skyrið almennilega. Frekar en að prófa sig sjálfur áfram heima. „Mér finnst ég hafa gert þetta á réttan hátt með því að fara til Íslands og læra hvernig á að búa til skyr af þeim sem hafa framleitt það í áraraðir. Í staðinn fyrir að prófa mig bara áfram sjálfur heima,“ segir Sam en skyrið sem hann framleiðir er gert á „gamla mátann.“ Skyrið er sett í poka og látið drjúpa af því yfir nótt en það er sama aðferð og var notuð á Íslandi allt frá því að skyr var fyrst gert hér á Íslandi. A photo posted by Hesper Farm Skyr (@hesperfarmskyr) on Oct 22, 2015 at 1:19am PDT Undanfarin ár erfið fyrir breska mjólkurbændur Það vegur þó einnig þungt að síðustu ár hafa verið erfið fyrir mjólkurbændur í Bretlandi. Mjólkurverð er lágt og í upphafi árs var reiknað með að fimmta hvert mjólkurbú yrði gjaldþrota vegna versnandi afkomu. Það var því neyðin sem kenndi Sam að búa til skyr. „Mjólkuriðnaðurinn í Bretlandi er mjög sveiflukenndur og þessa stundina fær maður lágt verð fyrir mjólkina. Mér fannst því mikilvægt að finna einhverja leið til þess að styðja við mjólkurframleiðsluna með því að gera eitthvað annað og í mínu tilfelli var það skyrið.“ Líkt og áður sagði gengur framleiðslan og salan mjög vel en alls framleiðir Sam skyr með sex mismunandi bragðtegundum. Hægt og rólega hefur Sam verið að selja skyrið í stærri verslanir í Bretlandi en fyrst um sinn segir Sam að markmiðið sé einfalt. „Aðalmarkmiðið í augnablikinu er bara að ná að framleiða nóg til þess að anna eftirspurninni en í framtíðinni viljum við kannski prófa okkur áfram með skemmtilegar bragðsamsetningar.“ Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hinn 23 ára gamli breski mjólkurbóndi Sam Moorhouse fór ótróðnar slóðir þegar mjólkurbændur í Bretlandi stóðu frammi fyrir erfiðum tímum vegna lágs afurðarverðs. Hann skellti sér til Íslands í þeim eina tilgangi að læra að búa til skyr svo viðhalda mætti mjólkurframleiðslu fjölskyldu sinnar. „Ég viðurkenni að þetta var kannski svolítið langsótt hjá mér,“ segir Sam í samtali við Vísi en hann kom fyrst til landsins árið 2014 með eitt markmið: að læra að framleiða skyr. Ferðin var afar árangursrík en á síðustu tveimur árum hefur Sam unnið til verðlauna fyrir skyrið og selt það með afar góðum árangri víða um Bretland. Hann kom þó til Íslands án þess að hafa mikla hugmynd um það hvernig hann myndi fara að því að læra skyrgerðina. „Ég var að lesa um Ísland og íslensku kúna og í greininni var minnst á skyr. Ég vildi vita meira en gekk illa að finna upplýsingar um skyr í Bretlandi. Ég ákvað því að eina leiðin til þess að gera þetta væri að koma til Íslands og finna einhvern sem gæti sagt mér meira,“ segir Sam.Afrakstur vinnunnar með Þórarni.VísirKom á flugvöllinn og smakkaði sig áfram þangað til að hann fann Þórarinn Sá maður var Þórarinn E. Sveinsson, mjólkurverkfræðingur og sérfræðingur í öllu sem viðkemur mjólk, en Sam komst í samband við hann eftir ýmsum krókaleiðum. „Ég keypti mér skyr á flugvellinum, fór í búðir hér og þar í Reykjavík og spurði mig áfram,“ segir Sam. Það var ekki fyrr en hann bankaði upp á hjá Bændasamtökunum sem hjólin fóru að snúast. Þar var honum bent á að tala við Þórarin. „Hann hringir í mig og ég mæli mér mót við hann á laugardagsmorgni. Ég reiknaði með að hitta einhvern glerþunnan Breta en svo var nú ekki,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Þeir félagar ræddu saman um allt sem viðkemur skyri áður en Sam snéri aftur heim til Bretlands til þess að þróa hugmyndina um skyrframleiðsluna áfram með hjálp Þórarins. Sam sneri svo aftur til Íslands síðar um sumarið og ferðaðist með Þórarni vítt og breitt um landið. „Við fórum á nokkra sveitabæi á Vestfjörðum þar sem verið er að framleiða mjólkurvörur. Allir tóku mér mjög vel en enginn betur en Þórarinn,“ segir Sam sem ferðaðist einnig um Suðurlandið og tók nokkrar vaktir í verksmiðju Örnu í Bolungarvík. Allt til þess að læra að búa til skyr. „Hann var nokkuð snöggur að ná þessu,“ segir Þórarinn. „Sam er náttúrulega með grunninn enda bóndastrákur sem er vanur og búfræðingur að mennt. Við héldum samt að þessir þrír dagar í Bolungarvík myndu gera hann afhuga þessu en svo var heldur betur ekki.“Sala á skyri í Bretlandi rokið upp eftir velgengni íslenska landsliðsins á EM Sam sneri svo heim og kannaði hvort að markaður væri fyrir því að framleiða skyr í Bretlandi en þangað til að Sam hóf framleiðsluna hafði enginn framleitt skyr þar í landi. Með hjálp háskólans þar sem Sam lærði búfræði og Þórarins sem fór í þrígang út til Bretlands til þess að þróa vöruna varð Hesper Farm Skyr til og hefur það slegið í gegn. Er það helst selt í nágrenni bóndabæjar Sams sem er í Yorkshire-héraði Bretlands en smám saman hefur skyrið byrjað að seljast á landsvísu. „Viðtökurnar hafa verið frábærar. Hér á svæðinu er fólk mjög áhugasamt um skyrið og allir styðja vel við bakið á okkur hvort sem það eru mjólkurbændur, verslunareigendur eða viðskiptavinir. Salan á landsvísu hefur líka gengið vel til þess að byrja með.“Mögulegt er að Sam hafi verið réttur maður á réttum tíma en sala á skyri í Bretlandi hefur aukist til muna undanfarna mánuði. Í viðtali við Guardian sagði Agnar Friðriksson hjá MS að klárlega mætti rekja það til framgöngu Íslands á EM í Frakklandi í sumar. Sam segir að aðalástæðan fyrir því að hann hafi farið Íslands til þess að læra að búa til skyr hafi einfaldlega verið sú að honum hafi fundist skyr svo áhugavert en Sam, sem er alinn upp í mikilli landbúnaðarfjölskyldu keypti sína fyrstu kú þegar hann var 12 ára. „Mér finnst þetta bara svo áhugavert. Að fara til annars lands og uppgötva hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar,“ segir Sam sem telur að ferðalagið til Íslands hafi verið nauðsynlegt til þess að læra að gera skyrið almennilega. Frekar en að prófa sig sjálfur áfram heima. „Mér finnst ég hafa gert þetta á réttan hátt með því að fara til Íslands og læra hvernig á að búa til skyr af þeim sem hafa framleitt það í áraraðir. Í staðinn fyrir að prófa mig bara áfram sjálfur heima,“ segir Sam en skyrið sem hann framleiðir er gert á „gamla mátann.“ Skyrið er sett í poka og látið drjúpa af því yfir nótt en það er sama aðferð og var notuð á Íslandi allt frá því að skyr var fyrst gert hér á Íslandi. A photo posted by Hesper Farm Skyr (@hesperfarmskyr) on Oct 22, 2015 at 1:19am PDT Undanfarin ár erfið fyrir breska mjólkurbændur Það vegur þó einnig þungt að síðustu ár hafa verið erfið fyrir mjólkurbændur í Bretlandi. Mjólkurverð er lágt og í upphafi árs var reiknað með að fimmta hvert mjólkurbú yrði gjaldþrota vegna versnandi afkomu. Það var því neyðin sem kenndi Sam að búa til skyr. „Mjólkuriðnaðurinn í Bretlandi er mjög sveiflukenndur og þessa stundina fær maður lágt verð fyrir mjólkina. Mér fannst því mikilvægt að finna einhverja leið til þess að styðja við mjólkurframleiðsluna með því að gera eitthvað annað og í mínu tilfelli var það skyrið.“ Líkt og áður sagði gengur framleiðslan og salan mjög vel en alls framleiðir Sam skyr með sex mismunandi bragðtegundum. Hægt og rólega hefur Sam verið að selja skyrið í stærri verslanir í Bretlandi en fyrst um sinn segir Sam að markmiðið sé einfalt. „Aðalmarkmiðið í augnablikinu er bara að ná að framleiða nóg til þess að anna eftirspurninni en í framtíðinni viljum við kannski prófa okkur áfram með skemmtilegar bragðsamsetningar.“
Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira