„Ég trúi þessu varla sjálf. En við unnum ógeðslega mikið fyrir þessu og áttum þetta 100% skilið,“ sagði Ásta Kristinsdóttir, ein af gullstelpunum sem urðu Evrópumeistarar í áhaldafimleikum í dag.
„Þótt við hefðum ekki neglt öll stökkin okkar vorum við búnar að vinna fyrir þessu,“ bætti Ásta við.
Íslenska liðið sýndi glæsileg tilþrif í dansinum sem skilaði því 21,783 í einkunn.
„Við vorum búnar að æfa dansinn stíft og vinna mikið í honum. Við vorum líka búnar að vera á mjög stífum stökkæfingum,“ sagði Ásta og bætti því við að íslenska liðið hefði alltaf sett stefnuna á gullið.
„Við vorum alltaf með hugann 100% við gullið. Við mættum á hverja æfingu með það hugarfar að við ætluðum að vinna mótið.“
"Áttum þetta 100% skilið“

Tengdar fréttir

Fyrirliði bronsliðsins: Var ekki búin að reikna þetta út
Tanja Ólafsdóttir er fyrirliði blandaðs liðs Íslands í unglingaflokki sem nældi sér í brons á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu í dag.

Gott að byrja í þessu liði
Eftir farsælan feril í áhaldafimleikum ákvað Norma Dögg Róbertsdóttir að söðla um og færði sig yfir í hópfimleika þar sem hún finnur sig vel. Hún hjálpaði blandaða liðinu að tryggja sig inn í úrslitin á EM í gær.

„Við erum Evrópumeistarar í dansi“
Blandað lið Íslands í unglingaflokki vann til bronsverðlauna á EM í hópfimleikum í Maribor í Slóveníu.

Stelpurnar tóku gullið
Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki.

Frábær dans krakkanna tryggði þeim bronsið | Fyrstu verðlaunin í húsi
Blandað lið Íslands í unglingaflokki vann til bronsverðlauna á EM í hópfimleikum sem fer fram í slóvensku borginni Maribor.