„Ég trúi þessu varla sjálf. En við unnum ógeðslega mikið fyrir þessu og áttum þetta 100% skilið,“ sagði Ásta Kristinsdóttir, ein af gullstelpunum sem urðu Evrópumeistarar í áhaldafimleikum í dag.
„Þótt við hefðum ekki neglt öll stökkin okkar vorum við búnar að vinna fyrir þessu,“ bætti Ásta við.
Íslenska liðið sýndi glæsileg tilþrif í dansinum sem skilaði því 21,783 í einkunn.
„Við vorum búnar að æfa dansinn stíft og vinna mikið í honum. Við vorum líka búnar að vera á mjög stífum stökkæfingum,“ sagði Ásta og bætti því við að íslenska liðið hefði alltaf sett stefnuna á gullið.
„Við vorum alltaf með hugann 100% við gullið. Við mættum á hverja æfingu með það hugarfar að við ætluðum að vinna mótið.“

