Stelpurnar tóku gullið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2016 18:45 Íslensku Evrópumeistararnir. Vísir/Steinunn Anna Svansdóttir Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki. Þetta er í annað sinn sem stúlknalið Íslands vinnur til gullverðlauna á EM en það gerðist fyrst fyrir fjórum árum í Árósum. Íslensku stelpurnar gáfu strax tóninn í dansinum. Fyrir hann fengu þær 21,783 í einkunn, jafn mikið og blandaða liðið fékk fyrr í dag. Eftir þessa góðu byrjun var íslenska liðið alltaf líklegast til að taka gullið. Stelpurnar fengu næst hæstu einkunina fyrir dýnustökk (16,550) og hæstu fyrir trampólínið (16,950). Heildareinkunn íslenska liðsins var 55,283 en Ísland hafði nokkra yfirburði. Danir komu næstir með 53,450 í einkunn, 1,833 á eftir Íslendingum. Svíar enduðu í 3. sæti með 52,100 í einkunn. Íslensku liðin sem kepptu í dag unnu því bæði til verðlauna en fyrr í dag tók blandaða liðið í unglingaflokki bronsið.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 16:40 Evrópumeistarar! Stelpurnar vinna með 55,283 í heildareinkunn! Ísland gaf tóninn í dansinum og var alltaf líklegast til að vinna. Danir tóku 2. sætið og Svíar það þriðja. 16:35 Ísland fékk 16,950 í einkunn fyrir trampólínið og er því komið með níu fingur á gullið. Íslenska liðið endar með 55,283 í heildareinkunn og aðeins Danir og Svíar geta náð Íslandi. Það gerist samt ekki. Til þess er munurinn of mikill. 16:05 Ísland fékk 16,550 fyrir dýnustökkin og er því enn með forystu. Danir og Svíar eiga enn eftir að fá einkunn númer tvö en þeir eru ekkert að fara upp fyrir okkar stelpur. 16:00 Stelpurnar voru að klára dýnustökkin. Gat ekki betur séð en þau gengu ljómandi vel. Lendingar flestar góðar og svona. 15:50 Íslensku stelpurnar endurtóku leik blandaða liðsins frá því áðan og fengu 21,783 í einkunn! Glæsilega gert. Næst eru það æfingar á dýnu. 15:20 Stelpurnar okkar eru númer fjögur í röðinni og byrja á dansinum. Norska liðið er fyrst á svið. 14:28 BRONS!!! Íslensku krakkarnir fengu 21,783 í einkunn fyrir dansinn og fóru þar með upp úr neðsta sætinu í það þriðja! Glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu og fyrsti verðlaunapeningurinn kominn í hús. Einkuninn fyrir dansinn var sú hæsta sem var gefin í úrslitunum hjá blönduðu liðunum í unglingaflokki. 14:27 Danir fengu 18,050 í einkunn fyrir dýnustökk og skutust þar með upp fyrir Norðmenn. Danska liðið tekur gullið með 56,300 í heildareinkunn. 14:20 Íslensku krakkarnir voru að klára gólfæfingarnar. Ísland er sem stendur í sjötta og neðsta sæti og það er afar ólíklegt að liðið nái á pall. 13:50 Trampólínstökkin gengu ekki jafn vel og skiluðu Íslandi bara 15,500 í einkunn. Í fyrradag fékk íslenska liðið 17,000 í einkunn fyrir trampólínið. Íslensku krakkarnir eru því með 32,600 í heildareinkunn og eru í 5. sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar. Norðmenn leiða, Danir eru í 2. sæti og Ítalir í því þriðja. 13:25 Íslenska liðið fékk 17,100 í einkunn fyrir dýnustökkin. Það telst nú vera nokkuð gott og talsverð bæting frá undankeppninni. 13:05 Ísland er númer fimm í röðinni af liðunum sex og byrjar á dýnu. Fimleikar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
Ísland eignaðist nú rétt í þessu Evrópumeistara í hópfimleikum er stúlknaliðið vann öruggan sigur í sínum flokki. Þetta er í annað sinn sem stúlknalið Íslands vinnur til gullverðlauna á EM en það gerðist fyrst fyrir fjórum árum í Árósum. Íslensku stelpurnar gáfu strax tóninn í dansinum. Fyrir hann fengu þær 21,783 í einkunn, jafn mikið og blandaða liðið fékk fyrr í dag. Eftir þessa góðu byrjun var íslenska liðið alltaf líklegast til að taka gullið. Stelpurnar fengu næst hæstu einkunina fyrir dýnustökk (16,550) og hæstu fyrir trampólínið (16,950). Heildareinkunn íslenska liðsins var 55,283 en Ísland hafði nokkra yfirburði. Danir komu næstir með 53,450 í einkunn, 1,833 á eftir Íslendingum. Svíar enduðu í 3. sæti með 52,100 í einkunn. Íslensku liðin sem kepptu í dag unnu því bæði til verðlauna en fyrr í dag tók blandaða liðið í unglingaflokki bronsið.Bein lýsing: EM í hópfimleikum 16:40 Evrópumeistarar! Stelpurnar vinna með 55,283 í heildareinkunn! Ísland gaf tóninn í dansinum og var alltaf líklegast til að vinna. Danir tóku 2. sætið og Svíar það þriðja. 16:35 Ísland fékk 16,950 í einkunn fyrir trampólínið og er því komið með níu fingur á gullið. Íslenska liðið endar með 55,283 í heildareinkunn og aðeins Danir og Svíar geta náð Íslandi. Það gerist samt ekki. Til þess er munurinn of mikill. 16:05 Ísland fékk 16,550 fyrir dýnustökkin og er því enn með forystu. Danir og Svíar eiga enn eftir að fá einkunn númer tvö en þeir eru ekkert að fara upp fyrir okkar stelpur. 16:00 Stelpurnar voru að klára dýnustökkin. Gat ekki betur séð en þau gengu ljómandi vel. Lendingar flestar góðar og svona. 15:50 Íslensku stelpurnar endurtóku leik blandaða liðsins frá því áðan og fengu 21,783 í einkunn! Glæsilega gert. Næst eru það æfingar á dýnu. 15:20 Stelpurnar okkar eru númer fjögur í röðinni og byrja á dansinum. Norska liðið er fyrst á svið. 14:28 BRONS!!! Íslensku krakkarnir fengu 21,783 í einkunn fyrir dansinn og fóru þar með upp úr neðsta sætinu í það þriðja! Glæsilegur árangur hjá íslenska liðinu og fyrsti verðlaunapeningurinn kominn í hús. Einkuninn fyrir dansinn var sú hæsta sem var gefin í úrslitunum hjá blönduðu liðunum í unglingaflokki. 14:27 Danir fengu 18,050 í einkunn fyrir dýnustökk og skutust þar með upp fyrir Norðmenn. Danska liðið tekur gullið með 56,300 í heildareinkunn. 14:20 Íslensku krakkarnir voru að klára gólfæfingarnar. Ísland er sem stendur í sjötta og neðsta sæti og það er afar ólíklegt að liðið nái á pall. 13:50 Trampólínstökkin gengu ekki jafn vel og skiluðu Íslandi bara 15,500 í einkunn. Í fyrradag fékk íslenska liðið 17,000 í einkunn fyrir trampólínið. Íslensku krakkarnir eru því með 32,600 í heildareinkunn og eru í 5. sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar. Norðmenn leiða, Danir eru í 2. sæti og Ítalir í því þriðja. 13:25 Íslenska liðið fékk 17,100 í einkunn fyrir dýnustökkin. Það telst nú vera nokkuð gott og talsverð bæting frá undankeppninni. 13:05 Ísland er númer fimm í röðinni af liðunum sex og byrjar á dýnu.
Fimleikar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira