Zlatan: Varð sannfærður þegar "Sá sérstaki“ hringdi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 18:30 Zlatan gat ekki sagt nei við Mourinho. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við Manchester United í sumar frá PSG. En hann hefði getað endað á Old Trafford ári fyrr. Zlatan og Mourinho eru miklir mátar síðan „Sá sérstaki“, eins og Mourinho er stundum kallaður, var knattspyrnustjóri Zlatans hjá Inter. Í viðtali við Mirror segir Zlatan að Manchester United hafi sýnt honum áhuga í fyrrasumar þegar Louis Van Gall stjórnaði liðinu. „Það var rætt um það að ég færi til United í fyrra, það er rétt. En ég trúði ekki á verkefnið, það var ekki réttur tímapunktur þá,“ sagði Zlatan en sagði að önnur staða hefði komið upp þegar Mourinho var orðinn knattspyrnustjóri Manchester United. „Þeir fengu „Þann sérstaka“ og þegar hann hringir og byrjar að tala við þig þá verður þú sannfærður. Hann þurfti ekki að tala lengi til þess að sannfæra mig. Það var nóg fyrir hann að hringja og segja að hann biði eftir mér í Manchester og ég var á lagður af stað,“ bætti Zlatan við. Þeir félagar Zlatan og Mourinho þekkja hvorn annan vel eftir þau tvö ár sem þeir voru saman hjá Inter. Inter varð meistari bæði árin. „Ég veit hvað hann vill, hvaða kröfur hann setur. Hann er sigurvegari og ég lít á sjálfan mig sem sigurvegara líka. Ég myndi gera hvað sem er til þess að vinna og hann hugsar eins. Því meiri tíma sem við eyðum saman, því meiri tíma sem við æfum saman því betri verðum við,“ sagði Zlatan kokhraustur að vanda. Zlatan hefur byrjað ágætlega hjá United á leiktíðinni og skorað fjögur deildarmörk í sjö leikjum. „Ég trúi því að vinna skili sér, þú leggur hart að þér og færð borgað. Ef maður leggur ekkert á sig þá fær maður ekkert til baka. Ég held að 50% af þessari íþrótt sé í hausnum á þér, hugarfarið. Ef maður undirbýr sig andlega þá verður allt auðveldara.“ Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við Manchester United í sumar frá PSG. En hann hefði getað endað á Old Trafford ári fyrr. Zlatan og Mourinho eru miklir mátar síðan „Sá sérstaki“, eins og Mourinho er stundum kallaður, var knattspyrnustjóri Zlatans hjá Inter. Í viðtali við Mirror segir Zlatan að Manchester United hafi sýnt honum áhuga í fyrrasumar þegar Louis Van Gall stjórnaði liðinu. „Það var rætt um það að ég færi til United í fyrra, það er rétt. En ég trúði ekki á verkefnið, það var ekki réttur tímapunktur þá,“ sagði Zlatan en sagði að önnur staða hefði komið upp þegar Mourinho var orðinn knattspyrnustjóri Manchester United. „Þeir fengu „Þann sérstaka“ og þegar hann hringir og byrjar að tala við þig þá verður þú sannfærður. Hann þurfti ekki að tala lengi til þess að sannfæra mig. Það var nóg fyrir hann að hringja og segja að hann biði eftir mér í Manchester og ég var á lagður af stað,“ bætti Zlatan við. Þeir félagar Zlatan og Mourinho þekkja hvorn annan vel eftir þau tvö ár sem þeir voru saman hjá Inter. Inter varð meistari bæði árin. „Ég veit hvað hann vill, hvaða kröfur hann setur. Hann er sigurvegari og ég lít á sjálfan mig sem sigurvegara líka. Ég myndi gera hvað sem er til þess að vinna og hann hugsar eins. Því meiri tíma sem við eyðum saman, því meiri tíma sem við æfum saman því betri verðum við,“ sagði Zlatan kokhraustur að vanda. Zlatan hefur byrjað ágætlega hjá United á leiktíðinni og skorað fjögur deildarmörk í sjö leikjum. „Ég trúi því að vinna skili sér, þú leggur hart að þér og færð borgað. Ef maður leggur ekkert á sig þá fær maður ekkert til baka. Ég held að 50% af þessari íþrótt sé í hausnum á þér, hugarfarið. Ef maður undirbýr sig andlega þá verður allt auðveldara.“
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjá meira