Enn fleiri flugfélög banna Samsung Galaxy Note 7 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. október 2016 22:07 Galaxy Note 7 var innkallaður af Samsung fyrr í haust. MYND/GETTY Vandræði tengd nýjasta síma Samsung, Galaxy Note 7, virðast engan endi ætla að taka. Í gær bönnuðu bandarísk og kanadísk símann í flugvélum og nú hafa flugfélög í Ástralíu, Asíu og Evrópu gert slíkt hið sama. Air Berlin, Dragonair og Virgin Australia eru meðal þeirra sem hafa tekið upp blátt bann við símanum. Qantas, og dótturfyrirtæki þess Jetstar, gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að „bannið nær yfir öll símtæki sem eru meðferðis í flugvélum, í handfarangri sem og í innrituðum farangri.“ Air Berlin hefur bannað símtækin í öllu flugi. Keppinautur þeirra Lufthansa hefur bannað símann í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum, en búist er við að þau banni símann í öllu flugi á næstu dögum. Singapore Airlines sagði í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni að „Galaxy Note 7 snjallsíminn verður bannaður í öllum okkar flugvélum, í handfarangri og innrituðum farangri, frá 16. október.“ Frægt er nú orðið að símar af þessari gerð eigi það til að ofhitna og springa. Vandamálið kom upp í ágúst og þá hvöttu flugmálayfirvöld eigendur símana til þess að ferðast ekki með þá í háloftunum án þess þó að banna það. Ekki er enn vitað hvað veldur því að símarnir ofhitni, en talið er að gallinn muni kosta Samsung um 600 milljarða þegar uppi er staðið og alfarið hætt sölu og framleiðslu á símanum. Tækni Tengdar fréttir Galaxy Note 7 bannaðir í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt blátt bann við því að farþegar og aðrir ferðist með Samsung Galaxy Note 7 síma í flugi til og frá Bandaríkjanna frá og með deginum í dag. 15. október 2016 08:37 Kanadísk yfirvöld banna Samsung Galaxy Note 7 í flugferðum Samgönguyfirvöld í Kanada hafa nú bannað að Samsung Galaxy Note 7 símar séu meðferðis í flugferðum. 15. október 2016 21:13 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Vandræði tengd nýjasta síma Samsung, Galaxy Note 7, virðast engan endi ætla að taka. Í gær bönnuðu bandarísk og kanadísk símann í flugvélum og nú hafa flugfélög í Ástralíu, Asíu og Evrópu gert slíkt hið sama. Air Berlin, Dragonair og Virgin Australia eru meðal þeirra sem hafa tekið upp blátt bann við símanum. Qantas, og dótturfyrirtæki þess Jetstar, gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sagði að „bannið nær yfir öll símtæki sem eru meðferðis í flugvélum, í handfarangri sem og í innrituðum farangri.“ Air Berlin hefur bannað símtækin í öllu flugi. Keppinautur þeirra Lufthansa hefur bannað símann í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum, en búist er við að þau banni símann í öllu flugi á næstu dögum. Singapore Airlines sagði í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni að „Galaxy Note 7 snjallsíminn verður bannaður í öllum okkar flugvélum, í handfarangri og innrituðum farangri, frá 16. október.“ Frægt er nú orðið að símar af þessari gerð eigi það til að ofhitna og springa. Vandamálið kom upp í ágúst og þá hvöttu flugmálayfirvöld eigendur símana til þess að ferðast ekki með þá í háloftunum án þess þó að banna það. Ekki er enn vitað hvað veldur því að símarnir ofhitni, en talið er að gallinn muni kosta Samsung um 600 milljarða þegar uppi er staðið og alfarið hætt sölu og framleiðslu á símanum.
Tækni Tengdar fréttir Galaxy Note 7 bannaðir í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt blátt bann við því að farþegar og aðrir ferðist með Samsung Galaxy Note 7 síma í flugi til og frá Bandaríkjanna frá og með deginum í dag. 15. október 2016 08:37 Kanadísk yfirvöld banna Samsung Galaxy Note 7 í flugferðum Samgönguyfirvöld í Kanada hafa nú bannað að Samsung Galaxy Note 7 símar séu meðferðis í flugferðum. 15. október 2016 21:13 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Galaxy Note 7 bannaðir í öllu flugi til og frá Bandaríkjunum Samgönguyfirvöld í Bandaríkjunum hafa lagt blátt bann við því að farþegar og aðrir ferðist með Samsung Galaxy Note 7 síma í flugi til og frá Bandaríkjanna frá og með deginum í dag. 15. október 2016 08:37
Kanadísk yfirvöld banna Samsung Galaxy Note 7 í flugferðum Samgönguyfirvöld í Kanada hafa nú bannað að Samsung Galaxy Note 7 símar séu meðferðis í flugferðum. 15. október 2016 21:13