Foreldrum mismunað Brynhildur Pétursdóttir skrifar 18. október 2016 07:00 Það er jákvætt að loks sé verið að hækka þakið á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði svo einhverju nemur, en sú aðferð að hækka greiðslur á einu bretti um 130 þúsund og miða þá breytingu við ákveðinn dag er vægast sagt furðuleg. Það hlýtur alltaf að vera meginmarkmið stjórnvalda að tryggja eins og kostur er jafnræði meðal þegna landsins. Það er ein forsenda þess að þokkaleg sátt ríki í samfélaginu. Þess vegna er þessi ráðstöfun svo óskiljanleg. Hvaða sanngirni er í því að foreldri barns sem fæðist 15. október fái mörg hundruð þúsund hærri greiðslur úr sameiginlegum sjóðum en ef barnið hefði fæðst degi fyrr? Ég hef einhvers staðar séð því svarað að svona hafi þetta alltaf verið gert en það er auðvitað ekkert svar. Aðferðin verður síst betri þótt henni hafi áður verið beitt. Ég gef mér að ríkisstjórnin hafi á upphafsmetrum sínum gert áætlun um það hvenær og hversu mikið ætti að hækka greiðslur úr fæðingarorlofssjóði á kjörtímabilinu þótt ekkert sé fjallað um það í stjórnarsáttmálanum. Svona ákvörðun er auðvitað ekki tekin á hlaupum og ég ímynda mér að það sé auðvitað bara helber tilviljun að þessi mikla hækkun komi til tveimur vikum fyrir kosningar. Þess vegna væri gott að þeir sem bera ábyrgð á málinu myndu útskýra hvers vegna greiðslur hafi ekki verið hækkaðar jafnt og þétt yfir kjörtímabilið? Það væri að mínu mati eðlilegri leið og sanngjarnari. Fólk á aldrei að fá á tilfinninguna að ákvarðanir stjórnvalda mismuni fólki á tilviljanakenndan hátt. Það er þó tilfellið hér því miður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er jákvætt að loks sé verið að hækka þakið á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði svo einhverju nemur, en sú aðferð að hækka greiðslur á einu bretti um 130 þúsund og miða þá breytingu við ákveðinn dag er vægast sagt furðuleg. Það hlýtur alltaf að vera meginmarkmið stjórnvalda að tryggja eins og kostur er jafnræði meðal þegna landsins. Það er ein forsenda þess að þokkaleg sátt ríki í samfélaginu. Þess vegna er þessi ráðstöfun svo óskiljanleg. Hvaða sanngirni er í því að foreldri barns sem fæðist 15. október fái mörg hundruð þúsund hærri greiðslur úr sameiginlegum sjóðum en ef barnið hefði fæðst degi fyrr? Ég hef einhvers staðar séð því svarað að svona hafi þetta alltaf verið gert en það er auðvitað ekkert svar. Aðferðin verður síst betri þótt henni hafi áður verið beitt. Ég gef mér að ríkisstjórnin hafi á upphafsmetrum sínum gert áætlun um það hvenær og hversu mikið ætti að hækka greiðslur úr fæðingarorlofssjóði á kjörtímabilinu þótt ekkert sé fjallað um það í stjórnarsáttmálanum. Svona ákvörðun er auðvitað ekki tekin á hlaupum og ég ímynda mér að það sé auðvitað bara helber tilviljun að þessi mikla hækkun komi til tveimur vikum fyrir kosningar. Þess vegna væri gott að þeir sem bera ábyrgð á málinu myndu útskýra hvers vegna greiðslur hafi ekki verið hækkaðar jafnt og þétt yfir kjörtímabilið? Það væri að mínu mati eðlilegri leið og sanngjarnari. Fólk á aldrei að fá á tilfinninguna að ákvarðanir stjórnvalda mismuni fólki á tilviljanakenndan hátt. Það er þó tilfellið hér því miður.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar