Köllun til hjúkrunar Valgerður Fjölnisdóttir skrifar 18. október 2016 15:45 Af hverju ætti einhver að vilja mennta sig til þessa að sinna starfi þar sem vitað er fyrirfram að vinnuaðstaðan mun sennilega vera slæm, launakjör ekki í samræmi við menntun og andlegt álag er yfir eðlilegum mörkum? Er það ekki svolítið eins og að hlaupa beint í gin ljónssins? Sennilega. Hvað er það sem fær nærri 200 manns á hverju ári til þess að velja að læra hjúkrunarfræði ? Sú staðreynd að hér á landi vantar 800-900 hjúkrunarfræðinga vegur þar líklega ekki þyngst. Ég er nánast viss um að þaðEnginn hjúkrunarfræðinemi bíður þess í ofvæni að fá að starfa í húsnæði Landspítalans með þann tækjakost sem þar er. Staðreyndin er sú að stór hluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifast á næstu árum munu ekki starfa á spítalanum. Sem dæmi þá hafa 20% þeirra sem útskrifuðust árið 2014 starfað sem flugliðar eftir útskrift. Sú vitund að ganga ávallt að öruggri atvinnu víðast hvar um heim gefur hjúkrunarfræðingum viss forréttindi. Sú vitund að vera eftirsótt, býður upp á að þurfa ekki að láta bjóða sér hvað sem er. Við getum farið annað. Ástæðurnar eru óteljandi og mjög persónubundnar. Ætli aðalástæða þess að velja hjúkrun sé ekki alltaf sú sama? Við viljum við hlúa að betri heimi, gera gagn. En á sama tíma og gæði íslensks hjúkrunarfræðináms er meðal þess besta sem boðið er upp á í heiminum, er það sorglegt að ég og bekkjarfélaga mína kvíðum því á vissan hátt að starfa innan heilbrigðiskerfisins í sama landi Það er eitthvað bogið við þessa stöðu. Það er eitthvað bogið við það að sitja í kennslustundum um hvernig gott heilbrigðiskerfi á að vera og ræða svo um það við samnemendur í kaffihléum að hafa ekki efni á því að fara til læknis eða að leysa út lyf. Það er eitthvað bogið við að þurfa að þjálfa sig í því hvernig eigi að róa skjólstæðinga sem hafa áhyggjur af því hvernig eigi að greiða fyrir lífsnauðsynlega aðstoð. Það er eitthvað bogið við það að fólk þurfi í verstu tilfellum að dvelja svo dögum skiptir á bráðadeild vegna húsnæðisvanda, þegar rannsóknir sýna að dvöl á bráðamóttöku á ekki að vera lengri en 4-6 tímar ef það á ekki að hafa áhrif á afkomu sjúklingsins. Það er svo margt við heilbrigðiskerfið okkar sem lætur dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Því þurfum við að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Af hverju ætti einhver að vilja mennta sig til þessa að sinna starfi þar sem vitað er fyrirfram að vinnuaðstaðan mun sennilega vera slæm, launakjör ekki í samræmi við menntun og andlegt álag er yfir eðlilegum mörkum? Er það ekki svolítið eins og að hlaupa beint í gin ljónssins? Sennilega. Hvað er það sem fær nærri 200 manns á hverju ári til þess að velja að læra hjúkrunarfræði ? Sú staðreynd að hér á landi vantar 800-900 hjúkrunarfræðinga vegur þar líklega ekki þyngst. Ég er nánast viss um að þaðEnginn hjúkrunarfræðinemi bíður þess í ofvæni að fá að starfa í húsnæði Landspítalans með þann tækjakost sem þar er. Staðreyndin er sú að stór hluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifast á næstu árum munu ekki starfa á spítalanum. Sem dæmi þá hafa 20% þeirra sem útskrifuðust árið 2014 starfað sem flugliðar eftir útskrift. Sú vitund að ganga ávallt að öruggri atvinnu víðast hvar um heim gefur hjúkrunarfræðingum viss forréttindi. Sú vitund að vera eftirsótt, býður upp á að þurfa ekki að láta bjóða sér hvað sem er. Við getum farið annað. Ástæðurnar eru óteljandi og mjög persónubundnar. Ætli aðalástæða þess að velja hjúkrun sé ekki alltaf sú sama? Við viljum við hlúa að betri heimi, gera gagn. En á sama tíma og gæði íslensks hjúkrunarfræðináms er meðal þess besta sem boðið er upp á í heiminum, er það sorglegt að ég og bekkjarfélaga mína kvíðum því á vissan hátt að starfa innan heilbrigðiskerfisins í sama landi Það er eitthvað bogið við þessa stöðu. Það er eitthvað bogið við það að sitja í kennslustundum um hvernig gott heilbrigðiskerfi á að vera og ræða svo um það við samnemendur í kaffihléum að hafa ekki efni á því að fara til læknis eða að leysa út lyf. Það er eitthvað bogið við að þurfa að þjálfa sig í því hvernig eigi að róa skjólstæðinga sem hafa áhyggjur af því hvernig eigi að greiða fyrir lífsnauðsynlega aðstoð. Það er eitthvað bogið við það að fólk þurfi í verstu tilfellum að dvelja svo dögum skiptir á bráðadeild vegna húsnæðisvanda, þegar rannsóknir sýna að dvöl á bráðamóttöku á ekki að vera lengri en 4-6 tímar ef það á ekki að hafa áhrif á afkomu sjúklingsins. Það er svo margt við heilbrigðiskerfið okkar sem lætur dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Því þurfum við að breyta.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar