Skapandi greinar - hugrekki eða heimska? Birna Hafstein skrifar 18. október 2016 15:45 Nú, í aðdraganda kosninga, er ég oft spurð af kollegum mínum í skapandi greinum hvað Viðreisn ætli að gera fyrir listir og menningu? Ég tek þessari spurningu fagnandi því við hjá Viðreisn ætlum ekki að láta okkar eftir liggja þegar kemur að menningu og listum eða, í stærra samhengi, að skapandi greinum. Nýlega sagði ég við nokkra félaga mína í leikhúsinu að við hjá Viðreisn ætluðum að sýna það hugrekki í verki að standa með skapandi greinum. Eftir á fannst mér skrítið að nota orðið hugrekki í þessu samhengi. Er það ekki öllu fremur bara heimska að standa ekki með skapandi greinum? Skapandi greinar eru hluti af atvinnulífinu! Áhrif þeirra eru ótvíræð í samfélaginu. Sköpun er samofin öllu mannlegu lífi. Fyrir utan þau hugvíkkandi áhrif sem menning og listir hafa á okkur, þá eru hagræn áhrif skapandi greina orðin slík að það kann að koma einhverjum á óvart. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru um 20 þúsund störf innan skapandi greina. 20 þúsund! Það er svipaður fjöldi og starfar í landbúnaði og sjávarútvegi samanlagt og ekki langt frá þeim fjölda sem starfar við ferðaþjónustu sem er orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Menning og listir eru líka ein helsta ástæða fyrir komu erlendra ferðamanna hingað til lands á eftir náttúrunni. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu voru um 370 milljarðar á síðasta ári og þar skiptir menningartengd starfsemi sköpum. Það stefnir í að árið 2017 verði tekjurnar hærri en af sjávarútvegi og stóriðju til samans. Við búum í samfélagi þar sem ríkið styður við atvinnulífið. Milljarðar af ríkisfé fara t.d. í rannsóknir á sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði eins og öllum ætti að vera ljóst eftir umfjöllun um nýsamþykktan búvörusamning. Skapandi greinar eru ekki undanskildar í þessum stuðningi ríkisins og er þetta fjárfesting ríkisins í blómstrandi atvinnulífi. Á undanförnum árum hefur málefnum skapandi greina verið dreift á of mörg ráðuneyti og heildstæð stefna ekki til staðar. Mín skoðun er sú að málefni skapandi greina ættu að vera sameinuð undir einn hatt og vera í sífelldri endurskoðun. Það þarf að sjá til þess að til staðar sé skýr langtímastefna í þessum málum og innviðir styrktir. Skapandi greinar eru einn helsti vaxtabroddur nýsköpunar og ein helsta vaxtargrein atvinnuveganna til framtíðar. Ég vil standa vörð um skapandi greinar, styrkja þær og efla bæði á hagrænum forsendum en ekki síður fyrir okkur öll, fólkið sem byggjum þetta land. Þetta er pólitísk afstaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú, í aðdraganda kosninga, er ég oft spurð af kollegum mínum í skapandi greinum hvað Viðreisn ætli að gera fyrir listir og menningu? Ég tek þessari spurningu fagnandi því við hjá Viðreisn ætlum ekki að láta okkar eftir liggja þegar kemur að menningu og listum eða, í stærra samhengi, að skapandi greinum. Nýlega sagði ég við nokkra félaga mína í leikhúsinu að við hjá Viðreisn ætluðum að sýna það hugrekki í verki að standa með skapandi greinum. Eftir á fannst mér skrítið að nota orðið hugrekki í þessu samhengi. Er það ekki öllu fremur bara heimska að standa ekki með skapandi greinum? Skapandi greinar eru hluti af atvinnulífinu! Áhrif þeirra eru ótvíræð í samfélaginu. Sköpun er samofin öllu mannlegu lífi. Fyrir utan þau hugvíkkandi áhrif sem menning og listir hafa á okkur, þá eru hagræn áhrif skapandi greina orðin slík að það kann að koma einhverjum á óvart. Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar eru um 20 þúsund störf innan skapandi greina. 20 þúsund! Það er svipaður fjöldi og starfar í landbúnaði og sjávarútvegi samanlagt og ekki langt frá þeim fjölda sem starfar við ferðaþjónustu sem er orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Menning og listir eru líka ein helsta ástæða fyrir komu erlendra ferðamanna hingað til lands á eftir náttúrunni. Gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu voru um 370 milljarðar á síðasta ári og þar skiptir menningartengd starfsemi sköpum. Það stefnir í að árið 2017 verði tekjurnar hærri en af sjávarútvegi og stóriðju til samans. Við búum í samfélagi þar sem ríkið styður við atvinnulífið. Milljarðar af ríkisfé fara t.d. í rannsóknir á sjávarútvegi, ferðaþjónustu og landbúnaði eins og öllum ætti að vera ljóst eftir umfjöllun um nýsamþykktan búvörusamning. Skapandi greinar eru ekki undanskildar í þessum stuðningi ríkisins og er þetta fjárfesting ríkisins í blómstrandi atvinnulífi. Á undanförnum árum hefur málefnum skapandi greina verið dreift á of mörg ráðuneyti og heildstæð stefna ekki til staðar. Mín skoðun er sú að málefni skapandi greina ættu að vera sameinuð undir einn hatt og vera í sífelldri endurskoðun. Það þarf að sjá til þess að til staðar sé skýr langtímastefna í þessum málum og innviðir styrktir. Skapandi greinar eru einn helsti vaxtabroddur nýsköpunar og ein helsta vaxtargrein atvinnuveganna til framtíðar. Ég vil standa vörð um skapandi greinar, styrkja þær og efla bæði á hagrænum forsendum en ekki síður fyrir okkur öll, fólkið sem byggjum þetta land. Þetta er pólitísk afstaða.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun