Þessi andsk ... flugvöllur Jón Hjaltason skrifar 19. október 2016 07:00 Það á að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Á því leikur enginn vafi. Sömu menn og skera niður við trog þessa mikilvægustu samgöngumiðstöð þjóðarinnar vilja engu að síður að við kjósum þá á þing, meðal annars til að efla lífæð þjóðarinnar, sjálft samgöngukerfið. Aðspurðir út í þessi öfugmæli svara þeir: Engar áhyggjur, við byggjum nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Ég spyr: Trúir því einhver að ríkissjóður verði svo troðinn fjármunum, og það fyrir árið 2022, að spanderað verði tugmilljörðum í byggingu flugvallar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli? Auðvitað ekki heldur verður innanlandsflugið fært til Keflavíkur. Líkleg afleiðing þess er að allt innanlandsflug verður óarðbært. Í kjölfarið mun Flugfélag Íslands hætta starfsemi á Íslandi og flytja sig alfarið yfir til Grænlands. Munum við sætta okkur við þessa þróun mála? Nei, að sjálfsögðu ekki. Og hvað yrði þá til ráða? Svarið er aðeins eitt: Ríkisstyrkt innanlandsflug um ókomna framtíð. Ég get svo sem skilið þá eigingjörnu og skammsýnu ósk Samfylkingar í Reykjavík að vilja leggja niður flugvöllinn til að byggja á honum hús en síður að Samfylkingin á Akureyri taki undir slíkan málflutning. Ég er heldur ekki ýkja trúaður á þau rök að flugvöllurinn skemmi allt alvöru borgarskipulag Reykjavíkur, að hann stefni þéttingu byggðar í voða og sogi kraft úr uppbyggingu miðborgar. Ég er hins vegar sannfærður um að borgarstjórn og hið háa Alþingi gera landsbyggðinni ekki annan óleik verri en að leggja niður flugvöllinn. Hann er sannkölluð lífæð og ég skil ekki hvernig pólitíkusar geta blygðunarlaust haldið því fram að þeir vilji efla byggð í landinu – og ekki bara á suðvesturhorninu – á sama tíma og þeir vinna að því leynt og ljóst að eyðileggja flugvöllinn í Vatnsmýri. Ég segi því: Gerum þetta að kosningamáli. Kjósum fulltrúa okkar á þing sem skilja mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Og eru tilbúnir að berjast gegn því að samgöngukerfi þjóðarinnar verði stórlega laskað svo byggja megi fleiri lúxus-hótel og íbúðir fyrir auðugt fólk - eða halda menn að íbúðarhúsnæði í Vatnsmýrinni verði í ódýrari kantinum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það á að leggja niður Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni. Á því leikur enginn vafi. Sömu menn og skera niður við trog þessa mikilvægustu samgöngumiðstöð þjóðarinnar vilja engu að síður að við kjósum þá á þing, meðal annars til að efla lífæð þjóðarinnar, sjálft samgöngukerfið. Aðspurðir út í þessi öfugmæli svara þeir: Engar áhyggjur, við byggjum nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Ég spyr: Trúir því einhver að ríkissjóður verði svo troðinn fjármunum, og það fyrir árið 2022, að spanderað verði tugmilljörðum í byggingu flugvallar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli? Auðvitað ekki heldur verður innanlandsflugið fært til Keflavíkur. Líkleg afleiðing þess er að allt innanlandsflug verður óarðbært. Í kjölfarið mun Flugfélag Íslands hætta starfsemi á Íslandi og flytja sig alfarið yfir til Grænlands. Munum við sætta okkur við þessa þróun mála? Nei, að sjálfsögðu ekki. Og hvað yrði þá til ráða? Svarið er aðeins eitt: Ríkisstyrkt innanlandsflug um ókomna framtíð. Ég get svo sem skilið þá eigingjörnu og skammsýnu ósk Samfylkingar í Reykjavík að vilja leggja niður flugvöllinn til að byggja á honum hús en síður að Samfylkingin á Akureyri taki undir slíkan málflutning. Ég er heldur ekki ýkja trúaður á þau rök að flugvöllurinn skemmi allt alvöru borgarskipulag Reykjavíkur, að hann stefni þéttingu byggðar í voða og sogi kraft úr uppbyggingu miðborgar. Ég er hins vegar sannfærður um að borgarstjórn og hið háa Alþingi gera landsbyggðinni ekki annan óleik verri en að leggja niður flugvöllinn. Hann er sannkölluð lífæð og ég skil ekki hvernig pólitíkusar geta blygðunarlaust haldið því fram að þeir vilji efla byggð í landinu – og ekki bara á suðvesturhorninu – á sama tíma og þeir vinna að því leynt og ljóst að eyðileggja flugvöllinn í Vatnsmýri. Ég segi því: Gerum þetta að kosningamáli. Kjósum fulltrúa okkar á þing sem skilja mikilvægi Reykjavíkurflugvallar. Og eru tilbúnir að berjast gegn því að samgöngukerfi þjóðarinnar verði stórlega laskað svo byggja megi fleiri lúxus-hótel og íbúðir fyrir auðugt fólk - eða halda menn að íbúðarhúsnæði í Vatnsmýrinni verði í ódýrari kantinum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun