Út í veður og vind með verðtryggingu Erling Tómasson skrifar 19. október 2016 09:50 Nokkrum mínútum eftir að flugfreyjan hafði boðið okkur velkomin heim stóð ég með litla tæplega ellefu mánaða dóttur mína í fanginu, út á miðjum flugvelli á Miðnesheiðinni. Lendingin hafði verið temmilega harkaleg og þegar útúr vélinni var komið bauð Ísland okkur velkomin með veðri og vindum. Sú litla hafði aldrei upplifað svona veður og vind í Svíþjóð, en núna fékk hún að smakka á því umbúðalaust. Ég gekk hratt niður tröppurnar og hljóp í skjól fyrir veðri og vindum, inn í flugvallarrútuna. Miðaldra sænskur maður kom á hæla mér, bölsótandi yfir þessu veðri. Hann bar í vinstri hendi fríhafnarpoka með tveimur Gammel Dansk, væntanlega var hann strax á þessarri stundu farinn að sjá í hillingum hótelherbergið sitt í miðbæ Reykjavíkur, í skjóli fyrir veðri og vindum, uppyljaður af hinum gamla danska. Við fluttum til Svíþjóðar fyrir rúmum fjórum árum, ég man því enn vel eftir veðrinu og vindunum á Íslandi og get í hreinskilni viðurkennt að ég sakna þess ekki. Vind og veðurbarin eru ekki hugtök sem okkur í Uppsölum eru töm. Þegar nágranni minn talar í angist um vont veður og snjóstorm, get ég ekki staðist að brosa og reyni pent að útskýra að þessi skafrenningur, eða kannski bara léttur lágarenningur sé í raun ekki snjóstormur, fjarri því. Við seldum íbúðina okkar á Íslandi vorið 2012, höfðum þá átt hana í um átta ár. Íbúðin var í fjölbýlishúsi í Árbænum, með stórbrotið útsýni til Bláfjalla. Ég hugsa oft um þetta útsýni þegar ég ferðast um í Svíþjóð þar sem ég sé bara tré, hérumbil allan tímann, alltaf. Já ég sakna útsýnisins sem stækkaði íbúðina og færði mér andans næringu. Í Uppsölum bý ég núna í yndislegu húsi í yndislegu hverfi. Ég sé bara tré og önnur hús, en mér líður samt vel. Íbúðina á Íslandi seldum við, borguðum upp áhvílandi eðalkjara verðtryggt lánið sem við höfðum greitt af í 8 ár með skilvísum hætti. Sem betur fer náðum við sæmilegri sölu, gátum greitt upp lánið og milligjöfin dugði rétt svo fyrir fjórum flugmiðum til Svíþjóðar, aðra leið. Afborganir til 8 ára hurfu eins og Houdini úr hlekkjum inn í verðtryggðan höfuðstólinn. Eftir eitt og hálft ár á sænskum leigumarkaði ákváðum við skuldlausu hjónin að steypa okkur í sænskar skuldir og festum kaup á sænsku húsi með láni frá sænskum banka er nafnið Nordea bar. Nordea hinn sænski kom eins og hvítur riddarinn í myntugrænri vaff hálsmálspeysu og kálfasíðum aðþrengdum buxum fagnandi inn í líf mitt. En Nordea er sannarlega enginn hvítur riddari, heldur gróðadrifin útlánastofnun sem vill græða á mér og öðrum lánþegum, líkt og eðli slíkra stofnana er. En hjá Nordea borga ég í kringum 2% vexti og Nordea hinn sænski bíður mér ekki upp á neina verðtryggingu, því hann þekkir enga verðtryggingu, því þar er ekki þörf á neinni verðtryggingu. Lánið mitt breytist ekki vegna flókinnar fjármálaafleiðu og mannleg handvömm leiðir ekki af sér háa bakreikninga vegna vantalinnar verðbólgu. Lánið fer bara í eina átt, það lækkar í hvert skipti sem ég borga af því. Á leið minni til Reykjavíkur frá Keflavík nú um daginn urðu á vegi mínum, þó ekki í bókstaflegri merkingu, fjöldi byggingarkrana. Þeir eru eins og vitar góðærisins sem lýsa upp haustnepjuna. Góðærið sem reyndist verða að hallæri og reyndist fáum vel. Án þess að vera talsmaður bölsýni, þá hugnaðist mér ekkert of vel að sjá hið forna góðæristákn. Skáld eitt orti um hjól sem snérust og það sem færi upp kæmi niður á ný. Heilmikil speki með nokkuð góða fótfestu í raunveruleikanum. Að hugsa sér ef eftir tíu ár yrði með viðhöfn boðað til blaðamannafundar í beinni útsendingu og ábúðarfullur forsætisráðherra myndi með fulltingi fjármálaráðherra kynna með pomp og prakt áform um leiðréttingu vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána. Eins og sandkafin kyndill Frelsisstyttunar í Apapláhnetunni þá væri slíkt sjónarspil absúrd, en því miður hreinlega mögulegt. Ég elska Ísland, ég elska fjallasýnina og okkar stórbrotnu nátturu. Ég veit að rokið og rigningin eru og verða hér um ókomna tíð, því getur enginn mannlegur máttur breytt. Einn dag mun litla dóttir mín kannski fjárfesta í heimili á Íslandi, vonandi verður verðtrygginguna þá eingöngu að finna í sögubókum og vonandi standa henni til boða vaxtakjör eins og í Svíþjóð. Munu Íslendingar hafa kraft og þor til að takast á við verðtrygginguna, eða hengja hausinn og ráfa áfram í sauðsvertunni, míga upp í vindinn og vona að þetta muni nú reddast einhvern veginn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrum mínútum eftir að flugfreyjan hafði boðið okkur velkomin heim stóð ég með litla tæplega ellefu mánaða dóttur mína í fanginu, út á miðjum flugvelli á Miðnesheiðinni. Lendingin hafði verið temmilega harkaleg og þegar útúr vélinni var komið bauð Ísland okkur velkomin með veðri og vindum. Sú litla hafði aldrei upplifað svona veður og vind í Svíþjóð, en núna fékk hún að smakka á því umbúðalaust. Ég gekk hratt niður tröppurnar og hljóp í skjól fyrir veðri og vindum, inn í flugvallarrútuna. Miðaldra sænskur maður kom á hæla mér, bölsótandi yfir þessu veðri. Hann bar í vinstri hendi fríhafnarpoka með tveimur Gammel Dansk, væntanlega var hann strax á þessarri stundu farinn að sjá í hillingum hótelherbergið sitt í miðbæ Reykjavíkur, í skjóli fyrir veðri og vindum, uppyljaður af hinum gamla danska. Við fluttum til Svíþjóðar fyrir rúmum fjórum árum, ég man því enn vel eftir veðrinu og vindunum á Íslandi og get í hreinskilni viðurkennt að ég sakna þess ekki. Vind og veðurbarin eru ekki hugtök sem okkur í Uppsölum eru töm. Þegar nágranni minn talar í angist um vont veður og snjóstorm, get ég ekki staðist að brosa og reyni pent að útskýra að þessi skafrenningur, eða kannski bara léttur lágarenningur sé í raun ekki snjóstormur, fjarri því. Við seldum íbúðina okkar á Íslandi vorið 2012, höfðum þá átt hana í um átta ár. Íbúðin var í fjölbýlishúsi í Árbænum, með stórbrotið útsýni til Bláfjalla. Ég hugsa oft um þetta útsýni þegar ég ferðast um í Svíþjóð þar sem ég sé bara tré, hérumbil allan tímann, alltaf. Já ég sakna útsýnisins sem stækkaði íbúðina og færði mér andans næringu. Í Uppsölum bý ég núna í yndislegu húsi í yndislegu hverfi. Ég sé bara tré og önnur hús, en mér líður samt vel. Íbúðina á Íslandi seldum við, borguðum upp áhvílandi eðalkjara verðtryggt lánið sem við höfðum greitt af í 8 ár með skilvísum hætti. Sem betur fer náðum við sæmilegri sölu, gátum greitt upp lánið og milligjöfin dugði rétt svo fyrir fjórum flugmiðum til Svíþjóðar, aðra leið. Afborganir til 8 ára hurfu eins og Houdini úr hlekkjum inn í verðtryggðan höfuðstólinn. Eftir eitt og hálft ár á sænskum leigumarkaði ákváðum við skuldlausu hjónin að steypa okkur í sænskar skuldir og festum kaup á sænsku húsi með láni frá sænskum banka er nafnið Nordea bar. Nordea hinn sænski kom eins og hvítur riddarinn í myntugrænri vaff hálsmálspeysu og kálfasíðum aðþrengdum buxum fagnandi inn í líf mitt. En Nordea er sannarlega enginn hvítur riddari, heldur gróðadrifin útlánastofnun sem vill græða á mér og öðrum lánþegum, líkt og eðli slíkra stofnana er. En hjá Nordea borga ég í kringum 2% vexti og Nordea hinn sænski bíður mér ekki upp á neina verðtryggingu, því hann þekkir enga verðtryggingu, því þar er ekki þörf á neinni verðtryggingu. Lánið mitt breytist ekki vegna flókinnar fjármálaafleiðu og mannleg handvömm leiðir ekki af sér háa bakreikninga vegna vantalinnar verðbólgu. Lánið fer bara í eina átt, það lækkar í hvert skipti sem ég borga af því. Á leið minni til Reykjavíkur frá Keflavík nú um daginn urðu á vegi mínum, þó ekki í bókstaflegri merkingu, fjöldi byggingarkrana. Þeir eru eins og vitar góðærisins sem lýsa upp haustnepjuna. Góðærið sem reyndist verða að hallæri og reyndist fáum vel. Án þess að vera talsmaður bölsýni, þá hugnaðist mér ekkert of vel að sjá hið forna góðæristákn. Skáld eitt orti um hjól sem snérust og það sem færi upp kæmi niður á ný. Heilmikil speki með nokkuð góða fótfestu í raunveruleikanum. Að hugsa sér ef eftir tíu ár yrði með viðhöfn boðað til blaðamannafundar í beinni útsendingu og ábúðarfullur forsætisráðherra myndi með fulltingi fjármálaráðherra kynna með pomp og prakt áform um leiðréttingu vegna stökkbreyttra verðtryggðra lána. Eins og sandkafin kyndill Frelsisstyttunar í Apapláhnetunni þá væri slíkt sjónarspil absúrd, en því miður hreinlega mögulegt. Ég elska Ísland, ég elska fjallasýnina og okkar stórbrotnu nátturu. Ég veit að rokið og rigningin eru og verða hér um ókomna tíð, því getur enginn mannlegur máttur breytt. Einn dag mun litla dóttir mín kannski fjárfesta í heimili á Íslandi, vonandi verður verðtrygginguna þá eingöngu að finna í sögubókum og vonandi standa henni til boða vaxtakjör eins og í Svíþjóð. Munu Íslendingar hafa kraft og þor til að takast á við verðtrygginguna, eða hengja hausinn og ráfa áfram í sauðsvertunni, míga upp í vindinn og vona að þetta muni nú reddast einhvern veginn?
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun