Styrking heilsugæslunnar? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 5. október 2016 00:00 Um næstu áramót verða tvær nýjar heilsugæslustöðvar teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Allajafnan er það fagnaðarefni að heilsugæslustöðvum fjölgi en framkvæmdin er einstaklega klúðursleg og því er spurning hvort tilefni sé til að fagna. Ástæðan er sú að ekkert nýtt fé fylgir þessari fjölgun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, heldur á að taka hluta af því fé sem rennur í dag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjármagna rekstur þessara nýju stöðva. Það kostar um 300 milljónir að reka eina heilsugæslustöð á ári á höfuðborgarsvæðinu og því mun það kosta um 600 milljónir að reka þessar tvær stöðvar. Þessar 600 milljónir er um 10% af útgjöldum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og því mun stofnunin hafa um 10% minna fé til að reka þær 15 heilsugæslustöðvar sem stofnunin rekur á næsta ári. Ljóst er að tilkoma þessara nýju heilsugæslustöðva veikir rekstur þeirra fimmtán sem fyrir eru nema að viðbótarfjármagn komi til. Því má spyrja hver sé tilgangur með þessari aðgerð. Tilkoma þessara stöðva gengur gegn þeirri viðleitni að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Í umræðunni undanfarið hefur komið fram að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (sem þjónar um 200 þúsund íbúum og þá eru erlendir ferðamenn ekki taldir með) vantar um 600 milljónir í rekstur til vera með sambærilegt rekstrarfé og stofnunin hafði árið 2008. Síðan þá hefur íbúum í umdæmi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fjölgað um 17 þúsund. Enn undarlegri er sú staðreynd að velferðarráðuneytið gerir ekkert í því að sameina alla heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt þar sem ráðuneytið viðheldur sérstökum samningi við Læknavakt um vaktþjónustu lækna eftir lokun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta veldur óhagræði hjá notendum (fleiri þjónustuaðilar) og gerir rekstur heilsugæslu dýrari en þarf að vera (hærri leigu- og stjórnunarkostnaður). Óhægræðið kostar tugi milljóna sem hægt væri að nota í betri þjónustu við notendur. Óhægræði notenda felst m.a. í að staðsetning Læknavaktar er ekki miðlæg á höfuðborgarsvæðinu og er erfitt að komast þangað með almenningssamgöngum. Ég hvet alla ábyrga aðila til að gera heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu miðlæga, sameina þjónustur og veita meira fé til rekstrar þannig að heilsugæslan geti starfað sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Um næstu áramót verða tvær nýjar heilsugæslustöðvar teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Allajafnan er það fagnaðarefni að heilsugæslustöðvum fjölgi en framkvæmdin er einstaklega klúðursleg og því er spurning hvort tilefni sé til að fagna. Ástæðan er sú að ekkert nýtt fé fylgir þessari fjölgun heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, heldur á að taka hluta af því fé sem rennur í dag til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til að fjármagna rekstur þessara nýju stöðva. Það kostar um 300 milljónir að reka eina heilsugæslustöð á ári á höfuðborgarsvæðinu og því mun það kosta um 600 milljónir að reka þessar tvær stöðvar. Þessar 600 milljónir er um 10% af útgjöldum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og því mun stofnunin hafa um 10% minna fé til að reka þær 15 heilsugæslustöðvar sem stofnunin rekur á næsta ári. Ljóst er að tilkoma þessara nýju heilsugæslustöðva veikir rekstur þeirra fimmtán sem fyrir eru nema að viðbótarfjármagn komi til. Því má spyrja hver sé tilgangur með þessari aðgerð. Tilkoma þessara stöðva gengur gegn þeirri viðleitni að styrkja heilsugæsluna á SV-horni landsins á þann hátt að hún geti orðið fyrsti viðkomustaður einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Í umræðunni undanfarið hefur komið fram að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (sem þjónar um 200 þúsund íbúum og þá eru erlendir ferðamenn ekki taldir með) vantar um 600 milljónir í rekstur til vera með sambærilegt rekstrarfé og stofnunin hafði árið 2008. Síðan þá hefur íbúum í umdæmi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fjölgað um 17 þúsund. Enn undarlegri er sú staðreynd að velferðarráðuneytið gerir ekkert í því að sameina alla heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu undir einn hatt þar sem ráðuneytið viðheldur sérstökum samningi við Læknavakt um vaktþjónustu lækna eftir lokun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þetta veldur óhagræði hjá notendum (fleiri þjónustuaðilar) og gerir rekstur heilsugæslu dýrari en þarf að vera (hærri leigu- og stjórnunarkostnaður). Óhægræðið kostar tugi milljóna sem hægt væri að nota í betri þjónustu við notendur. Óhægræði notenda felst m.a. í að staðsetning Læknavaktar er ekki miðlæg á höfuðborgarsvæðinu og er erfitt að komast þangað með almenningssamgöngum. Ég hvet alla ábyrga aðila til að gera heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu miðlæga, sameina þjónustur og veita meira fé til rekstrar þannig að heilsugæslan geti starfað sem fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun