Reiknum nú rétt fyrir heimilin Elsa Lára Arnardóttir og Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 5. október 2016 15:45 Hagstofan hefur vanreiknað vísitölu neysluverð í hálft ár. Ástæða þess er að í útreikningum Hagstofunnar var reiknuð húsaleiga vanmetin. Í áður birtum útreikningum Hagstofunnar var verðbólga mæld 0,9 % þar sem stuðst var við vísitölu neysluverðs. En ef reiknað hefði verið út frá samræmdri vísitölu, líkt og gert er í OECD ríkjunum, þá hefði verðbólga verið – 0,9 %. Það er vegna þess að í samræmdri vísitölu neysluverðs er húsnæðisliðurinn ekki inni. Þar er hann skilgreindur sem fjárfesting en ekki neysla, líkt og hann er skilgreindur hér á landi. Samkvæmt áður birtum tölum Hagstofunnar þá hefðu verðtryggðar skuldir heimilanna lækkað um 18 milljarða á síðustu 12 mánuðum, ef við hefðum reiknað út frá samræmdri vísitölu neysluverðs. Í stað þess hækkuðu þær um 18 milljarða því við reiknum út frá vísitölu neysluverðs. Hagstofan birti hins vegar nýja útreikninga fyrir skömmu síðan, því eins og áður segir voru mistök gerð í útreikningum vísitölunnar. Þar kemur fram að verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 1,8 % því reiknað er út frá vísitölu neysluverðs. Verðbólgan væri 0,4 % ef stuðst væri við samræmda vísitölu neysluverðs. Gríðarlegur munur er á þessum útreikningum Hagstofunnar og munu þessi áhrif m.a. birtast á verðtryggðum fjárskuldbindingum heimila í landinu. Vegna þessara mistaka er upplagt að okkar mati að endurskoða þau viðmið sem vísitalan er reiknuð út frá. Okkur langar í þessu samhengi að minnast á þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn lögðu fram í vor. Þar er fjármála – og efnahagsráðherra falið að skipa starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi vísitölu ( verðbólgu og verðtryggingar) þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti. Við Framsóknarmenn höfum kallað eftir því að þetta mál komist á dagskrá þingsins fyrir þinglok. Við trúum ekki öðru en að aðrir stjórnmálaflokkar séu okkur sammála. Það tekur enga stund að koma þessu máli í ferli. Hér er um afar hógværa tillögu um að ræða en hún er getur skipt miklu máli fyrir heimili landsins.Elsa Lára Arnardóttir - þingmaður Framsóknarflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í NV kjördæmi.Gunnar Bragi Sveinsson - sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra og skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hagstofan hefur vanreiknað vísitölu neysluverð í hálft ár. Ástæða þess er að í útreikningum Hagstofunnar var reiknuð húsaleiga vanmetin. Í áður birtum útreikningum Hagstofunnar var verðbólga mæld 0,9 % þar sem stuðst var við vísitölu neysluverðs. En ef reiknað hefði verið út frá samræmdri vísitölu, líkt og gert er í OECD ríkjunum, þá hefði verðbólga verið – 0,9 %. Það er vegna þess að í samræmdri vísitölu neysluverðs er húsnæðisliðurinn ekki inni. Þar er hann skilgreindur sem fjárfesting en ekki neysla, líkt og hann er skilgreindur hér á landi. Samkvæmt áður birtum tölum Hagstofunnar þá hefðu verðtryggðar skuldir heimilanna lækkað um 18 milljarða á síðustu 12 mánuðum, ef við hefðum reiknað út frá samræmdri vísitölu neysluverðs. Í stað þess hækkuðu þær um 18 milljarða því við reiknum út frá vísitölu neysluverðs. Hagstofan birti hins vegar nýja útreikninga fyrir skömmu síðan, því eins og áður segir voru mistök gerð í útreikningum vísitölunnar. Þar kemur fram að verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 1,8 % því reiknað er út frá vísitölu neysluverðs. Verðbólgan væri 0,4 % ef stuðst væri við samræmda vísitölu neysluverðs. Gríðarlegur munur er á þessum útreikningum Hagstofunnar og munu þessi áhrif m.a. birtast á verðtryggðum fjárskuldbindingum heimila í landinu. Vegna þessara mistaka er upplagt að okkar mati að endurskoða þau viðmið sem vísitalan er reiknuð út frá. Okkur langar í þessu samhengi að minnast á þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn lögðu fram í vor. Þar er fjármála – og efnahagsráðherra falið að skipa starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi vísitölu ( verðbólgu og verðtryggingar) þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti. Við Framsóknarmenn höfum kallað eftir því að þetta mál komist á dagskrá þingsins fyrir þinglok. Við trúum ekki öðru en að aðrir stjórnmálaflokkar séu okkur sammála. Það tekur enga stund að koma þessu máli í ferli. Hér er um afar hógværa tillögu um að ræða en hún er getur skipt miklu máli fyrir heimili landsins.Elsa Lára Arnardóttir - þingmaður Framsóknarflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í NV kjördæmi.Gunnar Bragi Sveinsson - sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra og skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV kjördæmi
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar