Kjóstu bara eins og pabbi Marinó Örn Ólafsson skrifar 7. október 2016 16:26 Því hefur lengi verið haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum. Ungt fólk mætir verr á kjörstað en aðrir aldurshópar og virðist oft láta sér málefni líðandi stundar lítið varða. Þessar aðstæður skapa vítahring. Ungt fólk tekur ekki þátt í stjórn landsins eins og aðrir þjóðfélagshópar og hefur þar af leiðandi ekki fulltrúa á þingi eða innan hagsmunasamtaka. Við unga fólkið tökum ekki þátt í lýðræðinu. Þetta sést vel þegar horft er á stöðuna í dag. Húsnæðismarkaðurinn er handónýtur og ungt fólk sér ekki fram á það að eignast nokkurn tímann húsnæði, og ekki er vænlegra að leigja. Það stendur til að skerða jöfnunarhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna og íslenskir framhaldsskólar berjast í bökkum við að greiða fyrir rafmagn og hita. Við þetta bætast skert framlög til háskólanna á síðustu árum og margt fleira, sem núverandi ríkisstjórn ætlar að sjálfsögðu að bæta úr — strax eftir kosningar. Nýlegar fréttir um minnkandi kaupmátt ungmenna á síðustu áratugum eru enn eitt áhyggjuefnið. Kaupmáttur sextán til nítján ára einstaklinga hefur dregist saman á síðustu áratugum og kaupmáttur næsta aldurshóps fyrir ofan hlutfallslega lítið aukist miðað við hina eldri, sem hafa upplifað mikla kaupmáttaraukningu. Ungt fólk situr á hakanum og það á sér óvini á ólíklegustu stöðum. Sjálf verkalýðshreyfingin samþykkti í sínum nýjustu kjarasamningum að skerða kjör ungmenna. Átján og nítján ára einstaklingar eru, samkvæmt kjarasamningum, á 95% launum annarra fullorðinna einstaklinga. Þeim er því einfaldlega mismunað innan ramma laganna vegna aldurs. Það er ljóst að þörf er á breytingum. Ungt fólk þarf að eiga sína fulltrúa á þingi, og til þess að eiga sína fulltrúa þarf að kjósa þá. Við megum ekki gleyma því að lýðræðið er líka fyrir unga fólkið. Því biðla ég til ungs fólks; ekki bara kjósa eins og foreldrar þínir, kynnum okkur málin, látum í okkur heyra og kjósum okkur fulltrúa sem berjast fyrir okkar hagsmunum. Hagsmunir unga fólksins eru hagsmunir framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum. Ungt fólk mætir verr á kjörstað en aðrir aldurshópar og virðist oft láta sér málefni líðandi stundar lítið varða. Þessar aðstæður skapa vítahring. Ungt fólk tekur ekki þátt í stjórn landsins eins og aðrir þjóðfélagshópar og hefur þar af leiðandi ekki fulltrúa á þingi eða innan hagsmunasamtaka. Við unga fólkið tökum ekki þátt í lýðræðinu. Þetta sést vel þegar horft er á stöðuna í dag. Húsnæðismarkaðurinn er handónýtur og ungt fólk sér ekki fram á það að eignast nokkurn tímann húsnæði, og ekki er vænlegra að leigja. Það stendur til að skerða jöfnunarhlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna og íslenskir framhaldsskólar berjast í bökkum við að greiða fyrir rafmagn og hita. Við þetta bætast skert framlög til háskólanna á síðustu árum og margt fleira, sem núverandi ríkisstjórn ætlar að sjálfsögðu að bæta úr — strax eftir kosningar. Nýlegar fréttir um minnkandi kaupmátt ungmenna á síðustu áratugum eru enn eitt áhyggjuefnið. Kaupmáttur sextán til nítján ára einstaklinga hefur dregist saman á síðustu áratugum og kaupmáttur næsta aldurshóps fyrir ofan hlutfallslega lítið aukist miðað við hina eldri, sem hafa upplifað mikla kaupmáttaraukningu. Ungt fólk situr á hakanum og það á sér óvini á ólíklegustu stöðum. Sjálf verkalýðshreyfingin samþykkti í sínum nýjustu kjarasamningum að skerða kjör ungmenna. Átján og nítján ára einstaklingar eru, samkvæmt kjarasamningum, á 95% launum annarra fullorðinna einstaklinga. Þeim er því einfaldlega mismunað innan ramma laganna vegna aldurs. Það er ljóst að þörf er á breytingum. Ungt fólk þarf að eiga sína fulltrúa á þingi, og til þess að eiga sína fulltrúa þarf að kjósa þá. Við megum ekki gleyma því að lýðræðið er líka fyrir unga fólkið. Því biðla ég til ungs fólks; ekki bara kjósa eins og foreldrar þínir, kynnum okkur málin, látum í okkur heyra og kjósum okkur fulltrúa sem berjast fyrir okkar hagsmunum. Hagsmunir unga fólksins eru hagsmunir framtíðarinnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun