Ellilífeyrir og fæðingarorlof mun hækka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2016 07:00 Breytingarnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi í gær. vísir/anton brink Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt að leggja til breytingar á hámarksgreiðslum til foreldra í fæðingarorlofi og hækkun á lífeyrisgreiðslum til eldri borgara. Hækkunin til eldri borgara er þrepaskipt en hana verður að finna í breytingartillögu á fyrirliggjandi almannatryggingafrumvarpi. Um komandi áramót verða bæturnar 280 þúsund krónur en munu hækka í 300 þúsund krónur árið 2018. Þá verður 25 þúsund króna frítekjumark sett á allar tekjur eldri borgara. Að auki verður hækkun lífeyristökualdurs hraðað. Stefnt er að því að eftir tólf ár, í stað 24 ára, verði hann sjötíu ár í stað 67 ára. Árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs vegna breytinganna er áætlaður um 4,5 milljarðar króna. Kostnaðurinn bætist við þá rúmlega fimm milljarða króna sem voru áætluð kostnaðaráhrif fyrrgreinds frumvarps um almannatryggingar. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi munu hækka í 500 þúsund krónur úr 370 þúsund krónum en upphæðin var síðast hækkuð 1. janúar 2014. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin taki gildi um miðjan mánuðinn og hækki greiðslur til foreldra frá og með 15. október.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur hækki í 600 þúsund krónur Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt drög á frumvarpi til breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. 12. ágúst 2016 18:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var samþykkt að leggja til breytingar á hámarksgreiðslum til foreldra í fæðingarorlofi og hækkun á lífeyrisgreiðslum til eldri borgara. Hækkunin til eldri borgara er þrepaskipt en hana verður að finna í breytingartillögu á fyrirliggjandi almannatryggingafrumvarpi. Um komandi áramót verða bæturnar 280 þúsund krónur en munu hækka í 300 þúsund krónur árið 2018. Þá verður 25 þúsund króna frítekjumark sett á allar tekjur eldri borgara. Að auki verður hækkun lífeyristökualdurs hraðað. Stefnt er að því að eftir tólf ár, í stað 24 ára, verði hann sjötíu ár í stað 67 ára. Árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs vegna breytinganna er áætlaður um 4,5 milljarðar króna. Kostnaðurinn bætist við þá rúmlega fimm milljarða króna sem voru áætluð kostnaðaráhrif fyrrgreinds frumvarps um almannatryggingar. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi munu hækka í 500 þúsund krónur úr 370 þúsund krónum en upphæðin var síðast hækkuð 1. janúar 2014. Gert er ráð fyrir að lagabreytingin taki gildi um miðjan mánuðinn og hækki greiðslur til foreldra frá og með 15. október.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur hækki í 600 þúsund krónur Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt drög á frumvarpi til breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. 12. ágúst 2016 18:27 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur hækki í 600 þúsund krónur Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt drög á frumvarpi til breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. 12. ágúst 2016 18:27