Össur sakar stjórnarmeirihlutann um að vaða yfir stjórnarskrána á skítugum skónum Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2016 14:36 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis frestaði í morgun atkvæðagreiðslu um EES tilskipun sem felur í sér að úrskurðarvald varðandi fjármálastofnanir færist til yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, þar sem málið var til umfjöllunar, vakti athygli á því í fyrirspurnatíma, að Björg Thorarensen, annar helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum stjórnarskrárinnar, hefði lýst því yfir að þingsályktunartillagan rúmaðist ekki innan heimilda stjórnarskrárinnar. Þetta væri ný staða í málinu. „Ætlar þá hæstvirtur ráðherra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðlast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að framkvæmdavaldið gangi á skítugum skóm yfir stjórnarskrána. Hefur ekki hæstvirtur ráðherra svarið eið að stjórnarskránni?“ Eygló Harðardóttir sem gegnir embætti utanríkisráðherra í fjarveru Lilju Alfreðsdóttur tók fyrst ekki undir með Össuri og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem voru sammála honum. Hún sagði málið rúmast innan heimilda stjórnarskrár. Þingmenn héldu engu að síður áfram að þrýsta á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Þeirra á meðal Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sem tekið hafði þátt í að afgreiða málið frá utanríkisnefnd. Hann sagðist hafa gert það á forsendum sem byggðu á eldra mati Bjargar á málinu en nú væri hún á öndverðu meiði í málinu. „Það sé full ástæða til að taka málið aftur inn til nefndar og skoða þetta aðeins betur út frá áliti Bjargar. Gerum við það ekki sé ég mér ekki fært um að styðja málið.“ Eygló lagði þá til að forseti þingsins fundaði með þingflokksformönnum. „Ég held að það væri bara mjög gott ef að okkar góðu fulltrúar, þingflokksformenn, kæmu saman hér og við myndum gera stutt hlé á fundinum,“ sagði Eygló. Og það var gert og eftir það boðað til fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan eitt til að skoða málið nánar. Upp úr klukkan tvö tilkynnti forseti Alþingis að atkvæðagreiðslan færi eftilvill fram klukkan fimm í dag. Alþingi Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis frestaði í morgun atkvæðagreiðslu um EES tilskipun sem felur í sér að úrskurðarvald varðandi fjármálastofnanir færist til yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, þar sem málið var til umfjöllunar, vakti athygli á því í fyrirspurnatíma, að Björg Thorarensen, annar helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum stjórnarskrárinnar, hefði lýst því yfir að þingsályktunartillagan rúmaðist ekki innan heimilda stjórnarskrárinnar. Þetta væri ný staða í málinu. „Ætlar þá hæstvirtur ráðherra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðlast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að framkvæmdavaldið gangi á skítugum skóm yfir stjórnarskrána. Hefur ekki hæstvirtur ráðherra svarið eið að stjórnarskránni?“ Eygló Harðardóttir sem gegnir embætti utanríkisráðherra í fjarveru Lilju Alfreðsdóttur tók fyrst ekki undir með Össuri og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem voru sammála honum. Hún sagði málið rúmast innan heimilda stjórnarskrár. Þingmenn héldu engu að síður áfram að þrýsta á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Þeirra á meðal Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sem tekið hafði þátt í að afgreiða málið frá utanríkisnefnd. Hann sagðist hafa gert það á forsendum sem byggðu á eldra mati Bjargar á málinu en nú væri hún á öndverðu meiði í málinu. „Það sé full ástæða til að taka málið aftur inn til nefndar og skoða þetta aðeins betur út frá áliti Bjargar. Gerum við það ekki sé ég mér ekki fært um að styðja málið.“ Eygló lagði þá til að forseti þingsins fundaði með þingflokksformönnum. „Ég held að það væri bara mjög gott ef að okkar góðu fulltrúar, þingflokksformenn, kæmu saman hér og við myndum gera stutt hlé á fundinum,“ sagði Eygló. Og það var gert og eftir það boðað til fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan eitt til að skoða málið nánar. Upp úr klukkan tvö tilkynnti forseti Alþingis að atkvæðagreiðslan færi eftilvill fram klukkan fimm í dag.
Alþingi Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir „Viljum ekki að krakkarnir séu hrædd að fara um hverfið sitt“ Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Sjá meira