Össur sakar stjórnarmeirihlutann um að vaða yfir stjórnarskrána á skítugum skónum Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2016 14:36 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis frestaði í morgun atkvæðagreiðslu um EES tilskipun sem felur í sér að úrskurðarvald varðandi fjármálastofnanir færist til yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, þar sem málið var til umfjöllunar, vakti athygli á því í fyrirspurnatíma, að Björg Thorarensen, annar helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum stjórnarskrárinnar, hefði lýst því yfir að þingsályktunartillagan rúmaðist ekki innan heimilda stjórnarskrárinnar. Þetta væri ný staða í málinu. „Ætlar þá hæstvirtur ráðherra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðlast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að framkvæmdavaldið gangi á skítugum skóm yfir stjórnarskrána. Hefur ekki hæstvirtur ráðherra svarið eið að stjórnarskránni?“ Eygló Harðardóttir sem gegnir embætti utanríkisráðherra í fjarveru Lilju Alfreðsdóttur tók fyrst ekki undir með Össuri og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem voru sammála honum. Hún sagði málið rúmast innan heimilda stjórnarskrár. Þingmenn héldu engu að síður áfram að þrýsta á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Þeirra á meðal Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sem tekið hafði þátt í að afgreiða málið frá utanríkisnefnd. Hann sagðist hafa gert það á forsendum sem byggðu á eldra mati Bjargar á málinu en nú væri hún á öndverðu meiði í málinu. „Það sé full ástæða til að taka málið aftur inn til nefndar og skoða þetta aðeins betur út frá áliti Bjargar. Gerum við það ekki sé ég mér ekki fært um að styðja málið.“ Eygló lagði þá til að forseti þingsins fundaði með þingflokksformönnum. „Ég held að það væri bara mjög gott ef að okkar góðu fulltrúar, þingflokksformenn, kæmu saman hér og við myndum gera stutt hlé á fundinum,“ sagði Eygló. Og það var gert og eftir það boðað til fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan eitt til að skoða málið nánar. Upp úr klukkan tvö tilkynnti forseti Alþingis að atkvæðagreiðslan færi eftilvill fram klukkan fimm í dag. Alþingi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis frestaði í morgun atkvæðagreiðslu um EES tilskipun sem felur í sér að úrskurðarvald varðandi fjármálastofnanir færist til yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, þar sem málið var til umfjöllunar, vakti athygli á því í fyrirspurnatíma, að Björg Thorarensen, annar helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum stjórnarskrárinnar, hefði lýst því yfir að þingsályktunartillagan rúmaðist ekki innan heimilda stjórnarskrárinnar. Þetta væri ný staða í málinu. „Ætlar þá hæstvirtur ráðherra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðlast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að framkvæmdavaldið gangi á skítugum skóm yfir stjórnarskrána. Hefur ekki hæstvirtur ráðherra svarið eið að stjórnarskránni?“ Eygló Harðardóttir sem gegnir embætti utanríkisráðherra í fjarveru Lilju Alfreðsdóttur tók fyrst ekki undir með Össuri og öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem voru sammála honum. Hún sagði málið rúmast innan heimilda stjórnarskrár. Þingmenn héldu engu að síður áfram að þrýsta á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Þeirra á meðal Óttarr Proppe formaður Bjartrar framtíðar sem tekið hafði þátt í að afgreiða málið frá utanríkisnefnd. Hann sagðist hafa gert það á forsendum sem byggðu á eldra mati Bjargar á málinu en nú væri hún á öndverðu meiði í málinu. „Það sé full ástæða til að taka málið aftur inn til nefndar og skoða þetta aðeins betur út frá áliti Bjargar. Gerum við það ekki sé ég mér ekki fært um að styðja málið.“ Eygló lagði þá til að forseti þingsins fundaði með þingflokksformönnum. „Ég held að það væri bara mjög gott ef að okkar góðu fulltrúar, þingflokksformenn, kæmu saman hér og við myndum gera stutt hlé á fundinum,“ sagði Eygló. Og það var gert og eftir það boðað til fundar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd klukkan eitt til að skoða málið nánar. Upp úr klukkan tvö tilkynnti forseti Alþingis að atkvæðagreiðslan færi eftilvill fram klukkan fimm í dag.
Alþingi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira