Tekist á um framtíð þjóðar Sveinn Arnarsson skrifar 27. september 2016 07:00 Úr þingsal. Vísir Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær í síðasta skipti fyrir kosningarnar þann 29. október næstkomandi og tókust menn á um forgangsröðun sitjandi stjórnvalda. Bæði formaður Samfylkingarinnar og formaður þingflokks VG héldu til haga í þessum umræðum í gær ástæðu þess að gengið væri til kosninga nú í haust. „Í apríl voru forystumenn ríkisstjórnarflokkanna staðnir að því að hafa átt peninga í skattaskjólum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. „Þess vegna er eldhúsdagurinn núna í september, vegna þess að þjóðinni ofbauð þegar spillingin vall fram yfir samfélagið allt. Þess vegna á að fara að kjósa.“ Málefni aldraðra, heilbrigðismál, flóttamannaverkefnið og menntamál voru ofarlega á baugi ræðumanna í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir stöðu íslensks samfélags nú í lok þessa kjörtímabils. Sagði hann þessa ríkisstjórn hafa náð markverðum árangri í ríkisfjármálum sem og í því að lækka skuldir heimilanna. Milljarðaálögur á bæði fyrirtæki og einstaklinga hafi verið lækkaðar til hagsbóta fyrir alla en á sama tíma hafi verðbólga verið lítil, hagvaxtarskeiðið langt og samfelldur stöðugleiki aldrei verið lengri. Einnig benti Bjarni á mikinn samhljóm allra flokka í því að nú væri lag að auka við fjármagn í heilbrigðiskerfið og í almannatryggingar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði traustið hafa rofnað með tilkomu Panamaskjalanna svokölluðu, sem afhjúpuðu eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í skattaskjóli. Hvorki formaður né varaformaður Framsóknarflokksins tóku til máls í gærkveldi í eldhúsdagsumræðunum. Nú, fimm vikum fyrir kosningar, sætir það tíðindum að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð, sem gegnt hafa stöðu forsætisráðherra á þessu kjörtímabili, hafi ekki talað til landsmanna um það sem gert hefur verið á kjörtímabilinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði mikilvægt að allir áttuðu sig á því að hér á landi varð ekki allt frábært þegar sitjandi ríkisstjórn kom til valda. Ríkisstjórnin hafi tekið við góðu búi vinstriflokkanna eftir hrunárin. Einnig sagði hún núverandi ríkisstjórn hafa átt Evrópumet í fjölda ráðherra í Panamaskjölunum. Spurði hún af því tilefni hvort þetta væri rétta fólkið til að takast á við skattaskjólin. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra utan þings, hélt framsöguræðu fyrir Framsóknarflokkinn, en hvorki formaður né varaformaður flokksins tóku til máls nú. Lilja sagði það mjög mikilvægt að við stýri þjóðarskútunnar væri reyndur skipstjóri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær í síðasta skipti fyrir kosningarnar þann 29. október næstkomandi og tókust menn á um forgangsröðun sitjandi stjórnvalda. Bæði formaður Samfylkingarinnar og formaður þingflokks VG héldu til haga í þessum umræðum í gær ástæðu þess að gengið væri til kosninga nú í haust. „Í apríl voru forystumenn ríkisstjórnarflokkanna staðnir að því að hafa átt peninga í skattaskjólum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. „Þess vegna er eldhúsdagurinn núna í september, vegna þess að þjóðinni ofbauð þegar spillingin vall fram yfir samfélagið allt. Þess vegna á að fara að kjósa.“ Málefni aldraðra, heilbrigðismál, flóttamannaverkefnið og menntamál voru ofarlega á baugi ræðumanna í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir stöðu íslensks samfélags nú í lok þessa kjörtímabils. Sagði hann þessa ríkisstjórn hafa náð markverðum árangri í ríkisfjármálum sem og í því að lækka skuldir heimilanna. Milljarðaálögur á bæði fyrirtæki og einstaklinga hafi verið lækkaðar til hagsbóta fyrir alla en á sama tíma hafi verðbólga verið lítil, hagvaxtarskeiðið langt og samfelldur stöðugleiki aldrei verið lengri. Einnig benti Bjarni á mikinn samhljóm allra flokka í því að nú væri lag að auka við fjármagn í heilbrigðiskerfið og í almannatryggingar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði traustið hafa rofnað með tilkomu Panamaskjalanna svokölluðu, sem afhjúpuðu eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í skattaskjóli. Hvorki formaður né varaformaður Framsóknarflokksins tóku til máls í gærkveldi í eldhúsdagsumræðunum. Nú, fimm vikum fyrir kosningar, sætir það tíðindum að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð, sem gegnt hafa stöðu forsætisráðherra á þessu kjörtímabili, hafi ekki talað til landsmanna um það sem gert hefur verið á kjörtímabilinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði mikilvægt að allir áttuðu sig á því að hér á landi varð ekki allt frábært þegar sitjandi ríkisstjórn kom til valda. Ríkisstjórnin hafi tekið við góðu búi vinstriflokkanna eftir hrunárin. Einnig sagði hún núverandi ríkisstjórn hafa átt Evrópumet í fjölda ráðherra í Panamaskjölunum. Spurði hún af því tilefni hvort þetta væri rétta fólkið til að takast á við skattaskjólin. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra utan þings, hélt framsöguræðu fyrir Framsóknarflokkinn, en hvorki formaður né varaformaður flokksins tóku til máls nú. Lilja sagði það mjög mikilvægt að við stýri þjóðarskútunnar væri reyndur skipstjóri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira