Tekist á um framtíð þjóðar Sveinn Arnarsson skrifar 27. september 2016 07:00 Úr þingsal. Vísir Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær í síðasta skipti fyrir kosningarnar þann 29. október næstkomandi og tókust menn á um forgangsröðun sitjandi stjórnvalda. Bæði formaður Samfylkingarinnar og formaður þingflokks VG héldu til haga í þessum umræðum í gær ástæðu þess að gengið væri til kosninga nú í haust. „Í apríl voru forystumenn ríkisstjórnarflokkanna staðnir að því að hafa átt peninga í skattaskjólum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. „Þess vegna er eldhúsdagurinn núna í september, vegna þess að þjóðinni ofbauð þegar spillingin vall fram yfir samfélagið allt. Þess vegna á að fara að kjósa.“ Málefni aldraðra, heilbrigðismál, flóttamannaverkefnið og menntamál voru ofarlega á baugi ræðumanna í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir stöðu íslensks samfélags nú í lok þessa kjörtímabils. Sagði hann þessa ríkisstjórn hafa náð markverðum árangri í ríkisfjármálum sem og í því að lækka skuldir heimilanna. Milljarðaálögur á bæði fyrirtæki og einstaklinga hafi verið lækkaðar til hagsbóta fyrir alla en á sama tíma hafi verðbólga verið lítil, hagvaxtarskeiðið langt og samfelldur stöðugleiki aldrei verið lengri. Einnig benti Bjarni á mikinn samhljóm allra flokka í því að nú væri lag að auka við fjármagn í heilbrigðiskerfið og í almannatryggingar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði traustið hafa rofnað með tilkomu Panamaskjalanna svokölluðu, sem afhjúpuðu eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í skattaskjóli. Hvorki formaður né varaformaður Framsóknarflokksins tóku til máls í gærkveldi í eldhúsdagsumræðunum. Nú, fimm vikum fyrir kosningar, sætir það tíðindum að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð, sem gegnt hafa stöðu forsætisráðherra á þessu kjörtímabili, hafi ekki talað til landsmanna um það sem gert hefur verið á kjörtímabilinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði mikilvægt að allir áttuðu sig á því að hér á landi varð ekki allt frábært þegar sitjandi ríkisstjórn kom til valda. Ríkisstjórnin hafi tekið við góðu búi vinstriflokkanna eftir hrunárin. Einnig sagði hún núverandi ríkisstjórn hafa átt Evrópumet í fjölda ráðherra í Panamaskjölunum. Spurði hún af því tilefni hvort þetta væri rétta fólkið til að takast á við skattaskjólin. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra utan þings, hélt framsöguræðu fyrir Framsóknarflokkinn, en hvorki formaður né varaformaður flokksins tóku til máls nú. Lilja sagði það mjög mikilvægt að við stýri þjóðarskútunnar væri reyndur skipstjóri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Sjá meira
Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær í síðasta skipti fyrir kosningarnar þann 29. október næstkomandi og tókust menn á um forgangsröðun sitjandi stjórnvalda. Bæði formaður Samfylkingarinnar og formaður þingflokks VG héldu til haga í þessum umræðum í gær ástæðu þess að gengið væri til kosninga nú í haust. „Í apríl voru forystumenn ríkisstjórnarflokkanna staðnir að því að hafa átt peninga í skattaskjólum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. „Þess vegna er eldhúsdagurinn núna í september, vegna þess að þjóðinni ofbauð þegar spillingin vall fram yfir samfélagið allt. Þess vegna á að fara að kjósa.“ Málefni aldraðra, heilbrigðismál, flóttamannaverkefnið og menntamál voru ofarlega á baugi ræðumanna í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir stöðu íslensks samfélags nú í lok þessa kjörtímabils. Sagði hann þessa ríkisstjórn hafa náð markverðum árangri í ríkisfjármálum sem og í því að lækka skuldir heimilanna. Milljarðaálögur á bæði fyrirtæki og einstaklinga hafi verið lækkaðar til hagsbóta fyrir alla en á sama tíma hafi verðbólga verið lítil, hagvaxtarskeiðið langt og samfelldur stöðugleiki aldrei verið lengri. Einnig benti Bjarni á mikinn samhljóm allra flokka í því að nú væri lag að auka við fjármagn í heilbrigðiskerfið og í almannatryggingar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði traustið hafa rofnað með tilkomu Panamaskjalanna svokölluðu, sem afhjúpuðu eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í skattaskjóli. Hvorki formaður né varaformaður Framsóknarflokksins tóku til máls í gærkveldi í eldhúsdagsumræðunum. Nú, fimm vikum fyrir kosningar, sætir það tíðindum að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð, sem gegnt hafa stöðu forsætisráðherra á þessu kjörtímabili, hafi ekki talað til landsmanna um það sem gert hefur verið á kjörtímabilinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði mikilvægt að allir áttuðu sig á því að hér á landi varð ekki allt frábært þegar sitjandi ríkisstjórn kom til valda. Ríkisstjórnin hafi tekið við góðu búi vinstriflokkanna eftir hrunárin. Einnig sagði hún núverandi ríkisstjórn hafa átt Evrópumet í fjölda ráðherra í Panamaskjölunum. Spurði hún af því tilefni hvort þetta væri rétta fólkið til að takast á við skattaskjólin. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra utan þings, hélt framsöguræðu fyrir Framsóknarflokkinn, en hvorki formaður né varaformaður flokksins tóku til máls nú. Lilja sagði það mjög mikilvægt að við stýri þjóðarskútunnar væri reyndur skipstjóri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Innlent Fleiri fréttir Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Sjá meira