Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 07:38 Donald Trump og Hillary Clinton í kappræðunum í nótt. vísir/getty Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. Clinton er forsetaframbjóðandi Demókrata og Trump sækist eftir embættinu fyrir hönd Repúblikana en forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 8. nóvember næstkomandi. Talið er líklegt að metfjöldi hafi horft á kappræðurnar eða allt að 100 milljónir áhorfenda. Skömmu eftir að kappræðunum lauk gerði CNN könnun á meðal áhorfenda sinna hvor frambjóðandinn hafði betur og það var engin spurning; 62 próesnt aðspurðra sögðu Clinton hafa unnið kappræðurnar á meðan 27 prósent sögðu Trump hafa borið sigur úr býtum. Í umfjöllun CNN um könnunina kemur fram að 41 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni voru Demókratar og 26 prósent Repúblikanar sem er 10 prósentum meira af Demókrötum en venjulega í könnunum og tvö prósent minna af Repúblikönum. Engu að síður er niðurstaðan nokkuð afgerandi Hillary í vil. Eftir fyrstu kappræðurnar á milli þeirra Barack Obama og Mitt Romney árið 2012 var niðurstaðan svipuð úr fyrstu könnun en þá mátu áhorfendur það sem svo að Romney hefði haft betur. Þau Clinton og Trump tókust á um ýmislegt í gær, meðal annars atvinnuhorfur, utanríkisstefnu og kynjamisrétti svo fátt eitt sé nefnt en kappræðurnar stóðu í níutíu mínútur. Baráttan harðnaði þegar farið var út í persónuleg málefni til að mynda þegar Trump sakaði Hillary um að vera ekki með rétta geðslagið í það að verða forseti Bandaríkjanna. Clinton skaut einnig á Trump með því að benda á að honum hafi láðst að gera skattagögn sín opinber. Kappræðurnar í heild sinni má sjá hér að neðan en þær hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. Clinton er forsetaframbjóðandi Demókrata og Trump sækist eftir embættinu fyrir hönd Repúblikana en forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram þann 8. nóvember næstkomandi. Talið er líklegt að metfjöldi hafi horft á kappræðurnar eða allt að 100 milljónir áhorfenda. Skömmu eftir að kappræðunum lauk gerði CNN könnun á meðal áhorfenda sinna hvor frambjóðandinn hafði betur og það var engin spurning; 62 próesnt aðspurðra sögðu Clinton hafa unnið kappræðurnar á meðan 27 prósent sögðu Trump hafa borið sigur úr býtum. Í umfjöllun CNN um könnunina kemur fram að 41 prósent þeirra sem svöruðu könnuninni voru Demókratar og 26 prósent Repúblikanar sem er 10 prósentum meira af Demókrötum en venjulega í könnunum og tvö prósent minna af Repúblikönum. Engu að síður er niðurstaðan nokkuð afgerandi Hillary í vil. Eftir fyrstu kappræðurnar á milli þeirra Barack Obama og Mitt Romney árið 2012 var niðurstaðan svipuð úr fyrstu könnun en þá mátu áhorfendur það sem svo að Romney hefði haft betur. Þau Clinton og Trump tókust á um ýmislegt í gær, meðal annars atvinnuhorfur, utanríkisstefnu og kynjamisrétti svo fátt eitt sé nefnt en kappræðurnar stóðu í níutíu mínútur. Baráttan harðnaði þegar farið var út í persónuleg málefni til að mynda þegar Trump sakaði Hillary um að vera ekki með rétta geðslagið í það að verða forseti Bandaríkjanna. Clinton skaut einnig á Trump með því að benda á að honum hafi láðst að gera skattagögn sín opinber. Kappræðurnar í heild sinni má sjá hér að neðan en þær hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína. 27. september 2016 02:30
Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00
John Oliver segir Trump trompa Hillary í hneykslismálum John Oliver sagði Hillary margfalt betri kost en Trump sem hann lýsti sem "auðugustu gyllinæð Ameríku“. 26. september 2016 10:07