Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2016 10:16 Donald Trump og Hillary Clinton slá á létta strengi í kappræðunum í gær. vísir/getty Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt en þau sækjast eftir því að verða forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara þann 8. nóvember næstkomandi. Bæði blaðamenn Guardian og CNN slá því upp að Trump hafi verið í vörn í kappræðunum en á meðal þess sem hann þurfti að svara fyrir voru rasískar athugasemdir hans í kosningabaráttunni hingað til, orðræða hans um konur og ásakanir um að hann hafi svikið undan skatti. Trump lét Clinton svo heyra það vegna fríverslunarsamninga og utanríkismála en að mati Guardian var viðskiptajöfurinn verr undirbúinn fyrir kappræðurnar en fyrrverandi utanríkisráðherrann.„Þetta er bara orðagljáfur,“ sagði Trump á einum tímapunkti og sagði Clinton vera „týpískan stjórnmálamann sem talar en gerir ekkert.“ Clinton svaraði Trump og sagði orðin vera mikilvægt, sérstaklega þegar viðkomandi væri forseti. „Ég held að Donald hafi rétt í þessu verið að gagnrýna mig fyrir að undirbúa fyrir þessar kappræður. Og já, ég gerði það. Vitið þið hvað ég gerði líka? Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti,“ sagði Clinton. Clinton sakaði Trump um rasisma þar sem hann hefur efast um að Barack Obama sé fæddur í Bandaríkjunum. „Trump hefur lengi hagað sér eins og rasisti og lygi hans um fæðingarstaðinn var mjög særandi,“ sagði Clinton. Þá dró hún fram ýmsar athugasemdir sem Trump hefur látið falla um konur. „Þetta er maður sem hefur kallað konur svín, sóða og hunda. Þá hefur hann sagt að ólétta sé óheppileg fyrir vinnuveitendur og að konur eigi ekki að fá jafn há laun og karlar nema þær standi sig jafn vel í vinnu.“ Trump greip fram í fyrir Clinton og kvaðst aldrei hafa sagt þetta. Hann setti síðan spurningamerki við hæfni Clinton til að gegna forsetaembættinu.„Hún lítur ekki út eins og forseti og hún hefur ekki úthaldið sem þarf,“ sagði Trump og bætti við: „Ég hef farið um allt. Þú ákvaðst að sitja heima.“ Clinton svaraði fyrir sig og kvaðst hafa ferðast til 112 landa sem utanríkisráðherra. Þá sagði hún að Trump gæti talað við sig um úthald þegar hann hefði setið í ellefu klukkutíma í yfirheyrslu hjá þingnefnd. Áhorfendur CNN mátu það sem svo að Clinton hefði staðið sig betur í kappræðunum en talsmaður kosningabaráttu Trump, Boris Epsheteyn, gagnrýndi þann sem stýrði kappræðunum, Lester Holt.„Lester Holt greip oftar fram í fyrir Trump og fylgdi oftar eftir því sem hann sagði. Hann var miklu harðari við Trump,“ sagði Holt. Trump sjálfur sagði reyndar að Holt hefði verið frábær. Fulltrúar kosningabaráttu Clinton sögðu kappræðurnar hafa undirstrikað að Trump væri ófær um að vera forseti en voru þó varfærnir í yfirlýsingum varðandi það hvaða áhrif kappræðurnar muni hafa á baráttuna framundan. „Við verðum að sjá hvernig kjósendur taka þessu en ég held að flestir hafi séð það þessum kappræðum að Clinton var sú eina á sviðinu sem er tilbúin í það að vera forseti og ég held að á heildina litið sanni kappræðurnar hversu algjörlega óhæfur Trump er til þess að vera forseti,“ sagði Robby Mook framkvæmdastjóri kosningabaráttu Clinton við fjölmiðla að loknum kappræðunum. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér að neðan en þær hefjast þegar um klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt en þau sækjast eftir því að verða forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara þann 8. nóvember næstkomandi. Bæði blaðamenn Guardian og CNN slá því upp að Trump hafi verið í vörn í kappræðunum en á meðal þess sem hann þurfti að svara fyrir voru rasískar athugasemdir hans í kosningabaráttunni hingað til, orðræða hans um konur og ásakanir um að hann hafi svikið undan skatti. Trump lét Clinton svo heyra það vegna fríverslunarsamninga og utanríkismála en að mati Guardian var viðskiptajöfurinn verr undirbúinn fyrir kappræðurnar en fyrrverandi utanríkisráðherrann.„Þetta er bara orðagljáfur,“ sagði Trump á einum tímapunkti og sagði Clinton vera „týpískan stjórnmálamann sem talar en gerir ekkert.“ Clinton svaraði Trump og sagði orðin vera mikilvægt, sérstaklega þegar viðkomandi væri forseti. „Ég held að Donald hafi rétt í þessu verið að gagnrýna mig fyrir að undirbúa fyrir þessar kappræður. Og já, ég gerði það. Vitið þið hvað ég gerði líka? Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti,“ sagði Clinton. Clinton sakaði Trump um rasisma þar sem hann hefur efast um að Barack Obama sé fæddur í Bandaríkjunum. „Trump hefur lengi hagað sér eins og rasisti og lygi hans um fæðingarstaðinn var mjög særandi,“ sagði Clinton. Þá dró hún fram ýmsar athugasemdir sem Trump hefur látið falla um konur. „Þetta er maður sem hefur kallað konur svín, sóða og hunda. Þá hefur hann sagt að ólétta sé óheppileg fyrir vinnuveitendur og að konur eigi ekki að fá jafn há laun og karlar nema þær standi sig jafn vel í vinnu.“ Trump greip fram í fyrir Clinton og kvaðst aldrei hafa sagt þetta. Hann setti síðan spurningamerki við hæfni Clinton til að gegna forsetaembættinu.„Hún lítur ekki út eins og forseti og hún hefur ekki úthaldið sem þarf,“ sagði Trump og bætti við: „Ég hef farið um allt. Þú ákvaðst að sitja heima.“ Clinton svaraði fyrir sig og kvaðst hafa ferðast til 112 landa sem utanríkisráðherra. Þá sagði hún að Trump gæti talað við sig um úthald þegar hann hefði setið í ellefu klukkutíma í yfirheyrslu hjá þingnefnd. Áhorfendur CNN mátu það sem svo að Clinton hefði staðið sig betur í kappræðunum en talsmaður kosningabaráttu Trump, Boris Epsheteyn, gagnrýndi þann sem stýrði kappræðunum, Lester Holt.„Lester Holt greip oftar fram í fyrir Trump og fylgdi oftar eftir því sem hann sagði. Hann var miklu harðari við Trump,“ sagði Holt. Trump sjálfur sagði reyndar að Holt hefði verið frábær. Fulltrúar kosningabaráttu Clinton sögðu kappræðurnar hafa undirstrikað að Trump væri ófær um að vera forseti en voru þó varfærnir í yfirlýsingum varðandi það hvaða áhrif kappræðurnar muni hafa á baráttuna framundan. „Við verðum að sjá hvernig kjósendur taka þessu en ég held að flestir hafi séð það þessum kappræðum að Clinton var sú eina á sviðinu sem er tilbúin í það að vera forseti og ég held að á heildina litið sanni kappræðurnar hversu algjörlega óhæfur Trump er til þess að vera forseti,“ sagði Robby Mook framkvæmdastjóri kosningabaráttu Clinton við fjölmiðla að loknum kappræðunum. Kappræðurnar má sjá í heild sinni hér að neðan en þær hefjast þegar um klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18 Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Trump greip frammí fyrir Hillary 51 sinni Donald Trump greip frammí fyrir Hillary Clinton 25 sinnum á fyrstu 26 mínútum kappræðna næturinnar samkvæmt talningu Vox. 27. september 2016 08:18
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Tístarar fóru á kostum í nótt: "Eins og að hlusta á Pétur Gunnlaugsson á meskalíni“ Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum fóru fram í nótt. 27. september 2016 10:30