183 þúsund krónur Guðjón S. Brjánsson skrifar 28. september 2016 07:00 Undanfarnar tvær vikur hef ég farið um og hitt margt fólk á öllum aldri, dugmikið fólk, ýmist í starfi, á eftirlaunum eða einstaklinga með skerta starfsorku. Ég er stjórnandi á allstórri heilbrigðisstofnun og fylgist með lífi og viðgangi minna starfsmanna eftir föngum og ekki síst launakjörum. Mér hefur lengi verið ljóst að kjör almenns starfsfólks samkvæmt samningum eru ósanngjörn. Svigrúm sem stofnunum er búið til að bæta hér úr er nákvæmlega ekkert. Margar þeirra eru starfræktar með verulegu rekstrartapi um þessar mundir og eiga fullt í fangi með að tryggja nauðsynleg aðföng. Ég hef í nokkrum tilvikum hitt einstaklinga sem reiða sig á almannatryggingar sér til framfærslu, bæði eldri og yngri. Það hefur verið sérstök raun að hlýða á ungt fólk greina frá kjörum sínum, að hafa til ráðstöfunar ríflega 180 þúsund krónur á mánuði, búa við leigukjör sem nema e.t.v. um 100 þúsund krónum, jafnvel með börn á heimili, lyfjakostnað, matarinnkaup og aðra lágmarksframfærslu. Ég get ekki annað en fyllst aðdáun en um leið orðið sorgmæddur yfir þeim úrræðum sem þessir einstaklingar þurfa að nota til að ná endum saman. Í mörgum tilvikum verður þrautalendingin aðstoð frá hjálparstofnunum sem hlaupa undir bagga. Með fullri virðingu fyrir góðu starfi mannúðarsamtaka, þá er það svartur blettur í velferðarsamfélagi, að hundruðum einstaklinga sé búið þetta hlutskipti. Það stríðir gegn stjórnmálastefnu jafnaðarmanna, og meðal þessa fólks taka jafnaðarmenn sér stöðu: Með þeim sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Með þeim sem lægst hafa launin á almennum vinnumarkaði og eiga í miklum erfiðleikum með að sjá sér farborða. Með þeim sem lokið hafa starfsdegi og búa við óréttlátar skerðingar og tekjutengingar á eftirlaunum. Með þeim sem búa við takmarkaða starfsorku og njóta ekki sanngirni til sómasamlegs lífs. Sýn jafnaðarmanna þarf að verða ofan á svo að raunverulegar úrbætur fáist.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðvestur Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hef ég farið um og hitt margt fólk á öllum aldri, dugmikið fólk, ýmist í starfi, á eftirlaunum eða einstaklinga með skerta starfsorku. Ég er stjórnandi á allstórri heilbrigðisstofnun og fylgist með lífi og viðgangi minna starfsmanna eftir föngum og ekki síst launakjörum. Mér hefur lengi verið ljóst að kjör almenns starfsfólks samkvæmt samningum eru ósanngjörn. Svigrúm sem stofnunum er búið til að bæta hér úr er nákvæmlega ekkert. Margar þeirra eru starfræktar með verulegu rekstrartapi um þessar mundir og eiga fullt í fangi með að tryggja nauðsynleg aðföng. Ég hef í nokkrum tilvikum hitt einstaklinga sem reiða sig á almannatryggingar sér til framfærslu, bæði eldri og yngri. Það hefur verið sérstök raun að hlýða á ungt fólk greina frá kjörum sínum, að hafa til ráðstöfunar ríflega 180 þúsund krónur á mánuði, búa við leigukjör sem nema e.t.v. um 100 þúsund krónum, jafnvel með börn á heimili, lyfjakostnað, matarinnkaup og aðra lágmarksframfærslu. Ég get ekki annað en fyllst aðdáun en um leið orðið sorgmæddur yfir þeim úrræðum sem þessir einstaklingar þurfa að nota til að ná endum saman. Í mörgum tilvikum verður þrautalendingin aðstoð frá hjálparstofnunum sem hlaupa undir bagga. Með fullri virðingu fyrir góðu starfi mannúðarsamtaka, þá er það svartur blettur í velferðarsamfélagi, að hundruðum einstaklinga sé búið þetta hlutskipti. Það stríðir gegn stjórnmálastefnu jafnaðarmanna, og meðal þessa fólks taka jafnaðarmenn sér stöðu: Með þeim sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Með þeim sem lægst hafa launin á almennum vinnumarkaði og eiga í miklum erfiðleikum með að sjá sér farborða. Með þeim sem lokið hafa starfsdegi og búa við óréttlátar skerðingar og tekjutengingar á eftirlaunum. Með þeim sem búa við takmarkaða starfsorku og njóta ekki sanngirni til sómasamlegs lífs. Sýn jafnaðarmanna þarf að verða ofan á svo að raunverulegar úrbætur fáist.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun