183 þúsund krónur Guðjón S. Brjánsson skrifar 28. september 2016 07:00 Undanfarnar tvær vikur hef ég farið um og hitt margt fólk á öllum aldri, dugmikið fólk, ýmist í starfi, á eftirlaunum eða einstaklinga með skerta starfsorku. Ég er stjórnandi á allstórri heilbrigðisstofnun og fylgist með lífi og viðgangi minna starfsmanna eftir föngum og ekki síst launakjörum. Mér hefur lengi verið ljóst að kjör almenns starfsfólks samkvæmt samningum eru ósanngjörn. Svigrúm sem stofnunum er búið til að bæta hér úr er nákvæmlega ekkert. Margar þeirra eru starfræktar með verulegu rekstrartapi um þessar mundir og eiga fullt í fangi með að tryggja nauðsynleg aðföng. Ég hef í nokkrum tilvikum hitt einstaklinga sem reiða sig á almannatryggingar sér til framfærslu, bæði eldri og yngri. Það hefur verið sérstök raun að hlýða á ungt fólk greina frá kjörum sínum, að hafa til ráðstöfunar ríflega 180 þúsund krónur á mánuði, búa við leigukjör sem nema e.t.v. um 100 þúsund krónum, jafnvel með börn á heimili, lyfjakostnað, matarinnkaup og aðra lágmarksframfærslu. Ég get ekki annað en fyllst aðdáun en um leið orðið sorgmæddur yfir þeim úrræðum sem þessir einstaklingar þurfa að nota til að ná endum saman. Í mörgum tilvikum verður þrautalendingin aðstoð frá hjálparstofnunum sem hlaupa undir bagga. Með fullri virðingu fyrir góðu starfi mannúðarsamtaka, þá er það svartur blettur í velferðarsamfélagi, að hundruðum einstaklinga sé búið þetta hlutskipti. Það stríðir gegn stjórnmálastefnu jafnaðarmanna, og meðal þessa fólks taka jafnaðarmenn sér stöðu: Með þeim sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Með þeim sem lægst hafa launin á almennum vinnumarkaði og eiga í miklum erfiðleikum með að sjá sér farborða. Með þeim sem lokið hafa starfsdegi og búa við óréttlátar skerðingar og tekjutengingar á eftirlaunum. Með þeim sem búa við takmarkaða starfsorku og njóta ekki sanngirni til sómasamlegs lífs. Sýn jafnaðarmanna þarf að verða ofan á svo að raunverulegar úrbætur fáist.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Kosningar 2016 Skoðun X16 Norðvestur Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Undanfarnar tvær vikur hef ég farið um og hitt margt fólk á öllum aldri, dugmikið fólk, ýmist í starfi, á eftirlaunum eða einstaklinga með skerta starfsorku. Ég er stjórnandi á allstórri heilbrigðisstofnun og fylgist með lífi og viðgangi minna starfsmanna eftir föngum og ekki síst launakjörum. Mér hefur lengi verið ljóst að kjör almenns starfsfólks samkvæmt samningum eru ósanngjörn. Svigrúm sem stofnunum er búið til að bæta hér úr er nákvæmlega ekkert. Margar þeirra eru starfræktar með verulegu rekstrartapi um þessar mundir og eiga fullt í fangi með að tryggja nauðsynleg aðföng. Ég hef í nokkrum tilvikum hitt einstaklinga sem reiða sig á almannatryggingar sér til framfærslu, bæði eldri og yngri. Það hefur verið sérstök raun að hlýða á ungt fólk greina frá kjörum sínum, að hafa til ráðstöfunar ríflega 180 þúsund krónur á mánuði, búa við leigukjör sem nema e.t.v. um 100 þúsund krónum, jafnvel með börn á heimili, lyfjakostnað, matarinnkaup og aðra lágmarksframfærslu. Ég get ekki annað en fyllst aðdáun en um leið orðið sorgmæddur yfir þeim úrræðum sem þessir einstaklingar þurfa að nota til að ná endum saman. Í mörgum tilvikum verður þrautalendingin aðstoð frá hjálparstofnunum sem hlaupa undir bagga. Með fullri virðingu fyrir góðu starfi mannúðarsamtaka, þá er það svartur blettur í velferðarsamfélagi, að hundruðum einstaklinga sé búið þetta hlutskipti. Það stríðir gegn stjórnmálastefnu jafnaðarmanna, og meðal þessa fólks taka jafnaðarmenn sér stöðu: Með þeim sem standa höllustum fæti í samfélaginu. Með þeim sem lægst hafa launin á almennum vinnumarkaði og eiga í miklum erfiðleikum með að sjá sér farborða. Með þeim sem lokið hafa starfsdegi og búa við óréttlátar skerðingar og tekjutengingar á eftirlaunum. Með þeim sem búa við takmarkaða starfsorku og njóta ekki sanngirni til sómasamlegs lífs. Sýn jafnaðarmanna þarf að verða ofan á svo að raunverulegar úrbætur fáist.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar