Arkitektúr og túrismi – þriðji hluti Dagur Eggertsson skrifar 29. september 2016 07:00 Í fyrri greinum um efnið var farið í gegn um mikilvægi þess að hlúa vel að ferðamannastöðum með faglegum vinnubrögðum og hvernig það skilaði sér í auknum tekjum og bættri ímynd landsins.Aðdráttarafl staða Með aukinni hnattvæðingu er farið að bera á því að samfélög taki sig saman um að þróa sérkenni staða í þeim tilgangi að þeir veki athygli og standi upp úr í stöðugt stærri hringiðu upplýsinga í heiminum. Markmiðið er einatt að laða fólk að, bæði ferðamenn og þá sem hafa hug á að setjast að. Það hefur einnig sýnt sig að sérkenni staða hafa oft jákvæð áhrif á staðarval fyrirtækja. Ástæðan er hin einfalda staðreynd að vel hannað umhverfi hefur jákvæð áhrif á vellíðan fólks. Á fagmáli skipulagsfræðinga er þetta kallað attractivity[vi], eða aðdráttarafl[vii] eins og það gæti útlagst á íslensku. Er það þá sett í samhengi við aukinn hagvöxt á svæðum sem verið er að þróa. Sérkenni staða er hægt að þróa út frá staðháttum, menningu, hefðum eða öðrum þáttum sem geta leitt til aukinnar búsetu, skapað atvinnutækifæri og þar af leiðandi eflt hagvöxt þegar til lengri tíma er litið. Hér á landi mættu menn kynna sér þá þætti sem lúta að aðlöðunarafli innan ferðamannageirans fyrst og fremst til að sporna við niðurníðslu, en einnig til að auka sjálfbærni ferðamannastaða. Þetta á bæði við um vistrænar og fjárhagslegar hliðar málsins vegna þess að ferðamannastaðir verða óhjákvæmilega að geta staðið undir sér. Hér þurfa stjórnvöld að útbúa kerfi til fjármögnunar á góðum og sjálfbærum verkefnum með hvötum sem verðlauna metnaðarfull áform, og sýna fordæmi í tengslum við þróun mikilvægra áfangastaða, meðal annars með því að nota góða hönnuði í verkin. Fjárfestingar af þessu tagi eru furðu fljótar að skila sér aftur til ríkissjóðs því að viðhaldskostnaður lækkar mikið í vel skipulögðu umhverfi og ánægðir ferðamenn skila auknum tekjum þegar upp er staðið.Vörumerking Mig langar til að enda þetta á lítilli frásögn af þorpinu Krumbach í fjallahéraðinu Vorarlberg í vesturhluta Austurríkis. Fyrir nokkrum árum ákváðu menn þar á bæ að ganga skrefi lengra en flestir í að vekja athygli á sér og hversu aðlaðandi staðurinn er. Svæðið er þekkt fyrir aldagamla byggingarhefð og notkun á sjálfbæru og staðbundnu byggingarefni. Haft var samband við forstöðumann arkitektasafns Austurríkis og var hann beðinn um að koma með tillögur að því hvernig menn gætu endurnýjað byggingarhefð staðarins. Eftir stutta umhugsun stakk hann upp á því að erlendir arkitektar yrðu ráðnir til að hanna strætóskýli sem gætu sýnt almenningi að hefð er ekki fast og óhagganlegt hugtak, heldur afurð stöðugrar þróunar. Með þessu sá hann að þorpið gæti styrkt ímynd sína sem sjálfbært og kolefnishlutlaust samfélag og gert það nánast að „vörumerki“ sínu. Var teiknistofa okkar þess aðnjótandi að taka þátt í þessu verkefni[i]. Hugmyndin um „vörumerkingu“ eða branding[ii] er ekki ný, en er farin að skjóta æ oftar upp kollinum í arkitektúr síðustu árin. Eru menn þá iðulega að notfæra sér arkitektinn í að túlka umhverfið beint eða óbeint innan fyrirfram ákveðins ramma. Aðferð þessa mætti einnig nota við þróun svæða á Íslandi enda búa flestir staðir á landinu yfir ógrynni af efniviði sem upplagt væri að miðla með aðstoð byggingarlistar. Vestfirðir hafa þegar farið af stað með að tengja svæðið við náttúrulaugar með aðstoð samstarfshópsins Vatnavina. Fleiri héruð mættu spreyta sig á svipuðu í framtíðinni og þar með gera menningu og náttúru Íslands aðgengilega og í senn aðlaðandi fyrir umheiminn. Í þessum þremur greinum hefur mikilvægi fjárfestinga í innviðum ferðamannaþjónustunnar á Íslandi verið rakið. Eins og mál standa eru gæði ferðamannastaða lítið í brennidepli og heildræna menningarstefnu ferðamannaiðnaðarins vantar. Snúa þarf áherslunum frá magni í gæði svo að gestir og gangandi öðlist betri þekkingu á djúpstæðum tengslum náttúru okkar og menningar. [vi] www.telemarksforsking.no/publikasjoner/filer/2301.pdf [vii] Making our cities attractive and sustainable, How the EU contributes to improving the urban environment; ec.europa.eu/environment/europeangreencapital/wp-content/uploads/2011/08/Making-our-cities-attractive-and-sustainable.pdf [i] www.kulturkrumbach.at/ [ii] en.wikipedia.org/wiki/Place_brandingÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum um efnið var farið í gegn um mikilvægi þess að hlúa vel að ferðamannastöðum með faglegum vinnubrögðum og hvernig það skilaði sér í auknum tekjum og bættri ímynd landsins.Aðdráttarafl staða Með aukinni hnattvæðingu er farið að bera á því að samfélög taki sig saman um að þróa sérkenni staða í þeim tilgangi að þeir veki athygli og standi upp úr í stöðugt stærri hringiðu upplýsinga í heiminum. Markmiðið er einatt að laða fólk að, bæði ferðamenn og þá sem hafa hug á að setjast að. Það hefur einnig sýnt sig að sérkenni staða hafa oft jákvæð áhrif á staðarval fyrirtækja. Ástæðan er hin einfalda staðreynd að vel hannað umhverfi hefur jákvæð áhrif á vellíðan fólks. Á fagmáli skipulagsfræðinga er þetta kallað attractivity[vi], eða aðdráttarafl[vii] eins og það gæti útlagst á íslensku. Er það þá sett í samhengi við aukinn hagvöxt á svæðum sem verið er að þróa. Sérkenni staða er hægt að þróa út frá staðháttum, menningu, hefðum eða öðrum þáttum sem geta leitt til aukinnar búsetu, skapað atvinnutækifæri og þar af leiðandi eflt hagvöxt þegar til lengri tíma er litið. Hér á landi mættu menn kynna sér þá þætti sem lúta að aðlöðunarafli innan ferðamannageirans fyrst og fremst til að sporna við niðurníðslu, en einnig til að auka sjálfbærni ferðamannastaða. Þetta á bæði við um vistrænar og fjárhagslegar hliðar málsins vegna þess að ferðamannastaðir verða óhjákvæmilega að geta staðið undir sér. Hér þurfa stjórnvöld að útbúa kerfi til fjármögnunar á góðum og sjálfbærum verkefnum með hvötum sem verðlauna metnaðarfull áform, og sýna fordæmi í tengslum við þróun mikilvægra áfangastaða, meðal annars með því að nota góða hönnuði í verkin. Fjárfestingar af þessu tagi eru furðu fljótar að skila sér aftur til ríkissjóðs því að viðhaldskostnaður lækkar mikið í vel skipulögðu umhverfi og ánægðir ferðamenn skila auknum tekjum þegar upp er staðið.Vörumerking Mig langar til að enda þetta á lítilli frásögn af þorpinu Krumbach í fjallahéraðinu Vorarlberg í vesturhluta Austurríkis. Fyrir nokkrum árum ákváðu menn þar á bæ að ganga skrefi lengra en flestir í að vekja athygli á sér og hversu aðlaðandi staðurinn er. Svæðið er þekkt fyrir aldagamla byggingarhefð og notkun á sjálfbæru og staðbundnu byggingarefni. Haft var samband við forstöðumann arkitektasafns Austurríkis og var hann beðinn um að koma með tillögur að því hvernig menn gætu endurnýjað byggingarhefð staðarins. Eftir stutta umhugsun stakk hann upp á því að erlendir arkitektar yrðu ráðnir til að hanna strætóskýli sem gætu sýnt almenningi að hefð er ekki fast og óhagganlegt hugtak, heldur afurð stöðugrar þróunar. Með þessu sá hann að þorpið gæti styrkt ímynd sína sem sjálfbært og kolefnishlutlaust samfélag og gert það nánast að „vörumerki“ sínu. Var teiknistofa okkar þess aðnjótandi að taka þátt í þessu verkefni[i]. Hugmyndin um „vörumerkingu“ eða branding[ii] er ekki ný, en er farin að skjóta æ oftar upp kollinum í arkitektúr síðustu árin. Eru menn þá iðulega að notfæra sér arkitektinn í að túlka umhverfið beint eða óbeint innan fyrirfram ákveðins ramma. Aðferð þessa mætti einnig nota við þróun svæða á Íslandi enda búa flestir staðir á landinu yfir ógrynni af efniviði sem upplagt væri að miðla með aðstoð byggingarlistar. Vestfirðir hafa þegar farið af stað með að tengja svæðið við náttúrulaugar með aðstoð samstarfshópsins Vatnavina. Fleiri héruð mættu spreyta sig á svipuðu í framtíðinni og þar með gera menningu og náttúru Íslands aðgengilega og í senn aðlaðandi fyrir umheiminn. Í þessum þremur greinum hefur mikilvægi fjárfestinga í innviðum ferðamannaþjónustunnar á Íslandi verið rakið. Eins og mál standa eru gæði ferðamannastaða lítið í brennidepli og heildræna menningarstefnu ferðamannaiðnaðarins vantar. Snúa þarf áherslunum frá magni í gæði svo að gestir og gangandi öðlist betri þekkingu á djúpstæðum tengslum náttúru okkar og menningar. [vi] www.telemarksforsking.no/publikasjoner/filer/2301.pdf [vii] Making our cities attractive and sustainable, How the EU contributes to improving the urban environment; ec.europa.eu/environment/europeangreencapital/wp-content/uploads/2011/08/Making-our-cities-attractive-and-sustainable.pdf [i] www.kulturkrumbach.at/ [ii] en.wikipedia.org/wiki/Place_brandingÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar