Fimm fæðingardeildir í Malaví fjármagnaðar með íslensku fé Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2016 07:00 William Peno er orðinn yfirhéraðslæknir í stóru héraði í Malawi aðeins 29 ára. Hann er kominn til að læra af íslensku heilbrigðiskerfi. Vísir/Anton Brink Sjúkrabílar eru meðal þess sem Peno hefur skoðað hér á landi. Þetta eru malavískar sjúkrabörur sem hengja má aftan á reiðhjól og eru merki um þá frumstæðu tækni sem heilbrigðiskerfið þar ytra þarf að búa við. „Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins eru lúxusvandamál,“ segir William Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-héraði í Malaví. Héraðið er í samstarfi við íslensk stjórnvöld í gegnum ICEIDA, alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Peno er 29 ára gamall og ábyrgur fyrir allri heilbrigðisþjónustu í héraðinu þar sem búa nærri 1,2 milljónir manna. Stúlkur eiga börn mjög ungar í héraðinu, allt niður í 13 ára gamlar, og eru orðnar margra barna mæður fyrir tvítugt. Verkefni Íslands í héraðinu má skipta í þrjá hluta, lýðheilsuverkefni, menntaverkefni og vatnsveituverkefni. Hluti af lýðheilsuverkefninu er bygging fimm fæðingardeilda til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. „Eitt af stærstu vandamálum okkar eru andlát af barnsförum. Á mínu svæði eru þetta líklega um fimmtíu konur á ári, í samanburði við ykkur sem eruð kannski með eitt andlát á tíu ára fresti,“ segir Peno. „Ykkar heilbrigðiskerfi í samanburði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. Þið eruð ljósárum frá okkur þegar kemur að tækni. Eins og staðan er í dag þurfum við að reka heilbrigðisþjónustu í mínu héraði fyrir 500 þúsund bandaríkjadali á ári [57 milljónir íslenskra króna] og það er með öllu sem því fylgir fyrir rúmlega milljón manns.“ Peno hefur kynnt sér íslenska heilbrigðiskerfið síðastliðna daga og hitt yfirlækna og stjórnendur á spítölunum. Hann vonast til að fá töluverða þekkingu sem geti nýst til jákvæðra breytinga í heimalandinu. „Nú er til umræðu að malavískir læknanemar geti komið til Íslands til að öðlast þekkingu og reynslu hér,“ segir Peno. Á því svæði sem Peno stýrir eru um 11 prósent íbúa smituð af HIV. Malaríusmit er einnig algengt en svo hafa lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki og háþrýsting aukist þar að sama skapi. Eftir sem áður er það há dánartíðni mæðra sem veldur hvað mestum áhyggjum. „Á Íslandi mæta konur um tíu sinnum í mæðraeftirlit á meðgöngunni. Hjá okkur bjóðast konum fjórir tímar í mæðraeftirlit en það er ekki vandamálið. Vandamálið er að aðeins sjö prósent kvennanna geta mætt. Það hefur með aðgengi að þjónustunni að gera en einnig hjátrú um að slíkar heimsóknir geti að einhverju leyti skaðað barnið.“ Í heimsókn sinni til Íslands hefur Peno heyrt marga heilbrigðisstarfsmenn kvarta yfir bágum vinnuaðstæðum. „Ég skil að í ykkar huga séuð þið að glíma við vandamál. En frá mínu sjónarhorni eigið þið ekki við nein vandamál að stríða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Malaví Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sjúkrabílar eru meðal þess sem Peno hefur skoðað hér á landi. Þetta eru malavískar sjúkrabörur sem hengja má aftan á reiðhjól og eru merki um þá frumstæðu tækni sem heilbrigðiskerfið þar ytra þarf að búa við. „Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins eru lúxusvandamál,“ segir William Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-héraði í Malaví. Héraðið er í samstarfi við íslensk stjórnvöld í gegnum ICEIDA, alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Peno er 29 ára gamall og ábyrgur fyrir allri heilbrigðisþjónustu í héraðinu þar sem búa nærri 1,2 milljónir manna. Stúlkur eiga börn mjög ungar í héraðinu, allt niður í 13 ára gamlar, og eru orðnar margra barna mæður fyrir tvítugt. Verkefni Íslands í héraðinu má skipta í þrjá hluta, lýðheilsuverkefni, menntaverkefni og vatnsveituverkefni. Hluti af lýðheilsuverkefninu er bygging fimm fæðingardeilda til að tryggja betri heilbrigðisþjónustu við verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. „Eitt af stærstu vandamálum okkar eru andlát af barnsförum. Á mínu svæði eru þetta líklega um fimmtíu konur á ári, í samanburði við ykkur sem eruð kannski með eitt andlát á tíu ára fresti,“ segir Peno. „Ykkar heilbrigðiskerfi í samanburði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. Þið eruð ljósárum frá okkur þegar kemur að tækni. Eins og staðan er í dag þurfum við að reka heilbrigðisþjónustu í mínu héraði fyrir 500 þúsund bandaríkjadali á ári [57 milljónir íslenskra króna] og það er með öllu sem því fylgir fyrir rúmlega milljón manns.“ Peno hefur kynnt sér íslenska heilbrigðiskerfið síðastliðna daga og hitt yfirlækna og stjórnendur á spítölunum. Hann vonast til að fá töluverða þekkingu sem geti nýst til jákvæðra breytinga í heimalandinu. „Nú er til umræðu að malavískir læknanemar geti komið til Íslands til að öðlast þekkingu og reynslu hér,“ segir Peno. Á því svæði sem Peno stýrir eru um 11 prósent íbúa smituð af HIV. Malaríusmit er einnig algengt en svo hafa lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki og háþrýsting aukist þar að sama skapi. Eftir sem áður er það há dánartíðni mæðra sem veldur hvað mestum áhyggjum. „Á Íslandi mæta konur um tíu sinnum í mæðraeftirlit á meðgöngunni. Hjá okkur bjóðast konum fjórir tímar í mæðraeftirlit en það er ekki vandamálið. Vandamálið er að aðeins sjö prósent kvennanna geta mætt. Það hefur með aðgengi að þjónustunni að gera en einnig hjátrú um að slíkar heimsóknir geti að einhverju leyti skaðað barnið.“ Í heimsókn sinni til Íslands hefur Peno heyrt marga heilbrigðisstarfsmenn kvarta yfir bágum vinnuaðstæðum. „Ég skil að í ykkar huga séuð þið að glíma við vandamál. En frá mínu sjónarhorni eigið þið ekki við nein vandamál að stríða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Malaví Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira