Ásdís ætlar að bæta tvö Íslandsmet í kvöld og þér er boðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. september 2016 08:00 Ásdís Hjálmsdóttir stefnir á tvö Íslandsmet í kvöld. vísir/anton Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, ætlar í kvöld að reyna við Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti á kastvellinum í Laugardal, en á Facebook-síðu sinni býður hún öllum að koma og fylgjast með. Ásdís segir enn fremur á Facebook að hún hafi náð tveimur stórum markmiðum í gær. Hún kastaði fyrst kringlunni í fyrsta skipti á ferlinum yfir 50 metra þegar hún þeytti henni 50,63 metra. Það var ekki það eina sem Ásdís afrekaði í gær því hún tók sig líka til og bætti Íslandsmet kvenna í kúluvarpi innanhúss. Ásdís kastaði kúlunni 15,95 metra en fyrra metið var 34 ára gamalt. Það var 15,64 metrar og var í eigu Guðrúnar Ingólfsdóttur, sett í mars 1982. „Ég er ótrúlega ánægð en á sama tíma veit ég að það er meira eftir á tankinum. Annað kvöld [í kvöld] mun ég reyna við Íslandsmetin í kringlukasti og kúluvarpi á vellinum þar sem þetta allt byrjaði. Ég er meira en spennt og vonast til að fá mikinn stuðning,“ segir Ásdís. „Ef þú vilt taka þátt í að hvetja mig til að bæta Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti láttu sjá þig á kastvellinum í Laugardal klukkan 17 á morgun,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, en kastvöllurinn er á milli World Class í Laugum og Laugardalsvallar. Íslandsmetið í kringlukasti, sem Guðrún Ingólfsdóttir á einnig, er 34 ára gamalt en Guðrún kastaði kringlunni 53,86 metra í maí 1982. Ásdís þarf því að bæta sig um rúma þrjá metra í kvöld. Kúluvarpsmetið er 24 ára gamalt en það setti Guðbjörg Hanna Gylfadóttir í maí 1972 í Starkeville í Bandaríkjunum en metið er 16,33 metrar. Ásdís þarf þar 39 sentimetra bætingu ætli hún að eignast metið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, ætlar í kvöld að reyna við Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti á kastvellinum í Laugardal, en á Facebook-síðu sinni býður hún öllum að koma og fylgjast með. Ásdís segir enn fremur á Facebook að hún hafi náð tveimur stórum markmiðum í gær. Hún kastaði fyrst kringlunni í fyrsta skipti á ferlinum yfir 50 metra þegar hún þeytti henni 50,63 metra. Það var ekki það eina sem Ásdís afrekaði í gær því hún tók sig líka til og bætti Íslandsmet kvenna í kúluvarpi innanhúss. Ásdís kastaði kúlunni 15,95 metra en fyrra metið var 34 ára gamalt. Það var 15,64 metrar og var í eigu Guðrúnar Ingólfsdóttur, sett í mars 1982. „Ég er ótrúlega ánægð en á sama tíma veit ég að það er meira eftir á tankinum. Annað kvöld [í kvöld] mun ég reyna við Íslandsmetin í kringlukasti og kúluvarpi á vellinum þar sem þetta allt byrjaði. Ég er meira en spennt og vonast til að fá mikinn stuðning,“ segir Ásdís. „Ef þú vilt taka þátt í að hvetja mig til að bæta Íslandsmetin í kúluvarpi og kringlukasti láttu sjá þig á kastvellinum í Laugardal klukkan 17 á morgun,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir, en kastvöllurinn er á milli World Class í Laugum og Laugardalsvallar. Íslandsmetið í kringlukasti, sem Guðrún Ingólfsdóttir á einnig, er 34 ára gamalt en Guðrún kastaði kringlunni 53,86 metra í maí 1982. Ásdís þarf því að bæta sig um rúma þrjá metra í kvöld. Kúluvarpsmetið er 24 ára gamalt en það setti Guðbjörg Hanna Gylfadóttir í maí 1972 í Starkeville í Bandaríkjunum en metið er 16,33 metrar. Ásdís þarf þar 39 sentimetra bætingu ætli hún að eignast metið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti