Powell sagði Trump vera þjóðarskömm Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2016 10:55 Donald Trump og Colin Powell. Vísir/EPA Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn George W. Bush, sagði Donald Trump vera þjóðarskömm og aðhlátursefni á heimsvísu. Þetta kemur fram í tölvupóstum frá Powell sem tölvuþrjótar komust yfir og birtu. Hann sagði „birther“ hreyfinguna sem Trump leiddi vera rasíska. Meðlimir þeirrar hreyfingar trúa því ekki að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé fæddur í Bandaríkjunum. Póstarnir voru birtir af samtökunum DCleaks, sem hafa verið tengd áberandi tölvulekum á undanförnum mánuðum. DCleaks eru talin tengjast leyniþjónustum Rússlands sem sakaðar eru um að hafa meðal annars brotið sér leið inn í tölvupóstakerfi Demókrataflokksins. Í samtali við NBC staðfestir Powell að tölvupóstarnir séu raunverulegir og segir hakkarana búa yfir mun fleiri tölvupóstum en hafi verið birtir.Trump höfði til versta eðlis RepúblikanaflokksinsPowell var, eins og áður hefur komið fram, utanríkisráðherra George W. Bush. Hann var einnig fjögurra stjörnu hershöfðingi og er repúblikani. Hann hefur neitað að veita Donald Trump stuðning sinn og kemur sér reglulega undan spurningum um forsetaframbjóðandann. Í tölvupóstum sínum sagði Powell að það að fara í fjölmiðla og kalla Trump „fífl“ myndi eingöngu uppörva hann. Hann stóð einnig í samskiptum við fréttamann CNN og sagði fjölmiðla vera spila eftir leikreglum Trump og ómeðvitað væru þeir að hjálpa honum.Ennfremur sagði Powell að yfirlýsing Trump um að hann myndi hljóta hylli þeldökkra kjósenda í Bandaríkjunum væri byggð á draumórum. Hann sagði Trump höfða til versta eðlis Repúblikanaflokksins og fátæks hvíts fólks.Einnig ósáttur við ClintonColin Powell virðist einnig ekki vera sáttur við Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Hann var reiður yfir því að hún hafi reynt að bendla hann við málið varðandi póstþjóna hennar og að hún hefði getað komið í veg fyrir það hneyksli fyrir tveimur árum. Það eina sem hún hefði þurft að gera væri að segja strax sannleikann og biðjast afsökunar. Í öðrum tölvupósti sagði hann að Clinton ætti það til að klúðra einföldum málum með drambi. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna í ríkisstjórn George W. Bush, sagði Donald Trump vera þjóðarskömm og aðhlátursefni á heimsvísu. Þetta kemur fram í tölvupóstum frá Powell sem tölvuþrjótar komust yfir og birtu. Hann sagði „birther“ hreyfinguna sem Trump leiddi vera rasíska. Meðlimir þeirrar hreyfingar trúa því ekki að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé fæddur í Bandaríkjunum. Póstarnir voru birtir af samtökunum DCleaks, sem hafa verið tengd áberandi tölvulekum á undanförnum mánuðum. DCleaks eru talin tengjast leyniþjónustum Rússlands sem sakaðar eru um að hafa meðal annars brotið sér leið inn í tölvupóstakerfi Demókrataflokksins. Í samtali við NBC staðfestir Powell að tölvupóstarnir séu raunverulegir og segir hakkarana búa yfir mun fleiri tölvupóstum en hafi verið birtir.Trump höfði til versta eðlis RepúblikanaflokksinsPowell var, eins og áður hefur komið fram, utanríkisráðherra George W. Bush. Hann var einnig fjögurra stjörnu hershöfðingi og er repúblikani. Hann hefur neitað að veita Donald Trump stuðning sinn og kemur sér reglulega undan spurningum um forsetaframbjóðandann. Í tölvupóstum sínum sagði Powell að það að fara í fjölmiðla og kalla Trump „fífl“ myndi eingöngu uppörva hann. Hann stóð einnig í samskiptum við fréttamann CNN og sagði fjölmiðla vera spila eftir leikreglum Trump og ómeðvitað væru þeir að hjálpa honum.Ennfremur sagði Powell að yfirlýsing Trump um að hann myndi hljóta hylli þeldökkra kjósenda í Bandaríkjunum væri byggð á draumórum. Hann sagði Trump höfða til versta eðlis Repúblikanaflokksins og fátæks hvíts fólks.Einnig ósáttur við ClintonColin Powell virðist einnig ekki vera sáttur við Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Hann var reiður yfir því að hún hafi reynt að bendla hann við málið varðandi póstþjóna hennar og að hún hefði getað komið í veg fyrir það hneyksli fyrir tveimur árum. Það eina sem hún hefði þurft að gera væri að segja strax sannleikann og biðjast afsökunar. Í öðrum tölvupósti sagði hann að Clinton ætti það til að klúðra einföldum málum með drambi.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira