Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalnum og tók meðfylgjandi myndir.
Metið í kúluvarpi er í eigu Guðbjargar Helgu Gylfadóttur en hún kastaði 16,33 metra árið 1992.
Ásdís kastaði lengst 16,06 metra í síðustu umferð og vantaði 27 sentimetra til að bæta met Guðbjargar Hönnu.
Ásdís reyndi einnig við Íslandsmetið í kringlukasti. Guðrún Ingólfsdóttir á metið en hún kastaði 53,86 metra fyrir 34 árum.
Ásdís kastaði lengst 45,30 metra í fyrsta kasti við erfiðar aðstæður í Laugardalnum og var talsvert frá því að bæta metið.
Ásdís reynir aftur við þessi gömlu met í Kaplakrika á morgun.
Hér að neðan má sjá viðtal sem Arnar Björnsson tók við Ásdísi í Laugardalnum í dag.