Auðkýfingurinn og forsetaframbjóðandinn Donald Trump er við „frábæra líkamlega heilsu“, að sögn heimilislæknis hans. Trump sendi frá sér heilsufarsskýrslu í dag vegna umræðna um heilsufar hans og mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton, í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu.
Í skýrslunni kemur fram að Trump, sem er sjötugur, sé 190 sentímetrar á hæð og 107 kíló. Þá reyki hann hvorki né drekki, og að einu lyfin sem hann taki inn séu aspirín-verkjatöflur og kólestróllækkandi lyf.
Sögusagnir hafa verið uppi um að heilsufar Clinton sé slæmt eftir að hún fékk aðsvif þegar hún var stödd í minningarathöfn í New York. Læknir Clinton staðfesti í gær að um hafi verið að ræða lungnabólgu og að hún sé nú á batavegi. Þá hafi hún glímt við eyrnabólgu í upphafi árs en sé annars við góða heilsu.
Trump við hestaheilsu

Tengdar fréttir

Hillary Clinton að ná heilsu
Læknir Hillary gefur út tilkynningu í kjölfar orðróma um slæmt heilsufar.