Talsmaður Trump segir hann trúa að Obama hafi fæðst í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2016 08:04 Vísir/EPA Talsmaður Donald Trump segir forsetaframbjóðandann nú trúa þvi að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi fæðst í Bandaríkjunum. Trump sjálfur hefur hins vegar margsinnis neitað að segja það sjálfur. Trump hefur um árabil verið einn helsti forsvarsmaður „birther“ hreyfingarinnar svokölluðu sem haldið hefur því fram að Obama hafi ekki fæðst á Hawaii og því eigi hann ekki að vera með ríkisborgararétt og geti því ekki verið forseti. Framboð Trump sakar nú Hillary Clinton um að hafa komið þeirri umræðu af stað í forvali Demókrataflokksins árið 2008. Fjölmiðlar ytra segja það hins vegar vera kolrangt. Jason Miller, talsmaður Trump, sagði forsetaframbjóðandann hafa gert bæði Bandaríkjunum og Obama greiða með að loka málinu. Hann sagði málinu hafa verið lokað þegar Obama var neyddur til að birta fæðingarvottorð sitt opinberlega. Á miðvikudaginn tók Washington Post viðtal við Trump þar sem hann neitaði að viðurkenna að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum. Þá var hann spurður hvort að það væri rétt hjá Kellyanne Conway, framkvæmdastjóra framboðs Trumps, þegar hún sagði nýverið að yfirmaður hennar trúði því að Obama hefði fæðst á Hawaii, sagði Trump: „Þetta er í lagi. Hún má segja það sem hún vill. Ég vil einblína á störf. Ég vil einblína á aðra hluti.“Þurfi að segja það sjálfur Í nýjustu tilkynningunni er því haldið fram að Trump hafi trúað því að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum frá því hann sá fæðingarvottorð forsetans árið 2011. Síðan þá hefur Trump hins vegar ítrekað haldið öðru fram. Meðal annars hefur hann haldið því fram opinberlega að vottorðið sé falsað. Þá er, eins og áður segir, því haldið fram að Clinton hafi upphaflega haldið því fram að Obama væri í raun ekki með ríkisborgararétt árið 2008. Framboð Hillary Clinton hafi fyrst borið upp málið til að reyna að koma höggi á andstæðing hennar í forvalinu árið Barack Obama. Sem er ekki rétt. Talsmaður Clinton sagði að Trump þurfi að segja sjálfur hverju hann trúi og það þurfi hann að gera fyrir framan myndavél. Hann eigi að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér og að það hafi verið rangt af honum að reyna að draga úr lögmæti fyrsta svarta forseta Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Talsmaður Donald Trump segir forsetaframbjóðandann nú trúa þvi að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hafi fæðst í Bandaríkjunum. Trump sjálfur hefur hins vegar margsinnis neitað að segja það sjálfur. Trump hefur um árabil verið einn helsti forsvarsmaður „birther“ hreyfingarinnar svokölluðu sem haldið hefur því fram að Obama hafi ekki fæðst á Hawaii og því eigi hann ekki að vera með ríkisborgararétt og geti því ekki verið forseti. Framboð Trump sakar nú Hillary Clinton um að hafa komið þeirri umræðu af stað í forvali Demókrataflokksins árið 2008. Fjölmiðlar ytra segja það hins vegar vera kolrangt. Jason Miller, talsmaður Trump, sagði forsetaframbjóðandann hafa gert bæði Bandaríkjunum og Obama greiða með að loka málinu. Hann sagði málinu hafa verið lokað þegar Obama var neyddur til að birta fæðingarvottorð sitt opinberlega. Á miðvikudaginn tók Washington Post viðtal við Trump þar sem hann neitaði að viðurkenna að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum. Þá var hann spurður hvort að það væri rétt hjá Kellyanne Conway, framkvæmdastjóra framboðs Trumps, þegar hún sagði nýverið að yfirmaður hennar trúði því að Obama hefði fæðst á Hawaii, sagði Trump: „Þetta er í lagi. Hún má segja það sem hún vill. Ég vil einblína á störf. Ég vil einblína á aðra hluti.“Þurfi að segja það sjálfur Í nýjustu tilkynningunni er því haldið fram að Trump hafi trúað því að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum frá því hann sá fæðingarvottorð forsetans árið 2011. Síðan þá hefur Trump hins vegar ítrekað haldið öðru fram. Meðal annars hefur hann haldið því fram opinberlega að vottorðið sé falsað. Þá er, eins og áður segir, því haldið fram að Clinton hafi upphaflega haldið því fram að Obama væri í raun ekki með ríkisborgararétt árið 2008. Framboð Hillary Clinton hafi fyrst borið upp málið til að reyna að koma höggi á andstæðing hennar í forvalinu árið Barack Obama. Sem er ekki rétt. Talsmaður Clinton sagði að Trump þurfi að segja sjálfur hverju hann trúi og það þurfi hann að gera fyrir framan myndavél. Hann eigi að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér og að það hafi verið rangt af honum að reyna að draga úr lögmæti fyrsta svarta forseta Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira