Við þurfum réttlátt námslánakerfi Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. september 2016 07:00 Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að flýta kosningum í kjölfar afhjúpana Panama-skjalanna ákvað meirihlutinn sömuleiðis að boða stutt sumarþing til að ljúka ýmsum mikilvægum málum, eins og það var orðað. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu sumarþingi er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu. Fyrsta umræða um málið var málefnaleg og góð og komu þá þegar fram ýmsar spurningar um þær grundvallarbreytingar sem frumvarpið boðar. Í framhaldinu hefur verið kallað eftir umsögnum og hefur Háskóli Íslands meðal annars sent inn umsögn. Umsögn HÍ fylgja ályktanir Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem skólinn fékk til að fara yfir málið. Þar kemur margt áhugavert fram. Stóra grundvallarbreytingin sem felst í frumvarpinu er að allir námsmenn eigi rétt á námsstyrk en þeir sem þess þurfa geti tekið viðbótarlán upp í fulla framfærslu. Til þess að fjármagna breytingarnar eru vextir á lánum hækkaðir, úr einu prósenti í 2,5% auk álags, tekjutenging afborgana er afnumin, ákveðnar takmarkanir settar á endurgreiðslutíma og aldurstakmark sett á þá sem geta sótt um styrk eða lán. Það sem er jákvætt í frumvarpinu er að lagt er til að námsmenn eigi rétt á styrkjum. Önnur útfærsla á styrkjakerfi var lögð til í frumvarpi mínu vorið 2013 en Alþingi lauk ekki umfjöllun um það mál – sökum tímaskorts.Draga úr jafnrétti Aðrar breytingar sem lagðar eru til í þessu nýja frumvarpi eru hins vegar til þess fallnar að draga úr jafnrétti til náms og benda umsögn Háskóla Íslands og ályktanir Hagfræðistofnunar eindregið til þess að ekki eigi að ráðast í slíkar grundvallarbreytingar án þess að skoða málin miklu betur. Það sem meðal annars kemur þar fram er að frumvarpið feli í sér mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis þar sem þeir sem geta búið í heimahúsum njóta styrks en þeir sem ekki geta búið í heimahúsum þurfa að taka dýrari lán en nú eru í boði. Nauðsynlegt sé að greina frumvarpið út frá ólíkum áhrifum þess á kynin enda eru konur almennt eldri en karlar þegar þær ljúka háskólanámi og enn er því miður töluverður óútskýrður launamunur kynjanna í samfélaginu sem þýðir á mannamáli að konur fá hlutfallslega þyngri greiðslubyrði af sínum námslánum en karlar. Þá er reifað að þetta fyrirkomulag geti reynst erfitt þeim námsmönnum sem sækja nám erlendis. Að lokum er bent á að ef tekjutenging námslána verður afnumin auki það líkurnar á að lánþegar geti lent í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Í ályktunum Hagfræðistofnunar kemur fram að þeir sem ekki ná meðaltekjum muni margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýju kerfi. Einnig er bent á að afnám tekjutengingar geti haft áhrif á námsval og dregið þannig úr fjölbreytni náms. Hættan er sú að ungt fólk velji sér nám út frá tekjumöguleikum en ekki raunverulegum vilja sem er þá líka ákveðin frelsisskerðing fyrir einstaklinginn. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er sérstaklega minnst á listnám í þessu samhengi. Sérstök rök með frumvarpinu eru sögð þau að það muni virka hvetjandi á námsmenn að ljúka námi á réttum tíma. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er hins vegar bent á að sú staðreynd að lánskjör versna í núverandi kerfi gæti haft það í för með sér að námsmenn kjósi að vinna meira til að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda sem gæti haft þveröfug áhrif. Það er jákvætt að finna þá þverpólitísku samstöðu sem hefur myndast um að við eigum að taka upp námsstyrki. Hins vegar má sú breyting ekki verða til þess að skapa ranglátara kerfi fyrir þá sem þurfa á viðbótarlánum að halda og auka þannig ójöfnuð í samfélaginu. Slíkar tillögur er ekki hægt að samþykkja.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þegar núverandi ríkisstjórn ákvað að flýta kosningum í kjölfar afhjúpana Panama-skjalanna ákvað meirihlutinn sömuleiðis að boða stutt sumarþing til að ljúka ýmsum mikilvægum málum, eins og það var orðað. Eitt af þeim málum sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á þessu sumarþingi er frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu. Fyrsta umræða um málið var málefnaleg og góð og komu þá þegar fram ýmsar spurningar um þær grundvallarbreytingar sem frumvarpið boðar. Í framhaldinu hefur verið kallað eftir umsögnum og hefur Háskóli Íslands meðal annars sent inn umsögn. Umsögn HÍ fylgja ályktanir Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem skólinn fékk til að fara yfir málið. Þar kemur margt áhugavert fram. Stóra grundvallarbreytingin sem felst í frumvarpinu er að allir námsmenn eigi rétt á námsstyrk en þeir sem þess þurfa geti tekið viðbótarlán upp í fulla framfærslu. Til þess að fjármagna breytingarnar eru vextir á lánum hækkaðir, úr einu prósenti í 2,5% auk álags, tekjutenging afborgana er afnumin, ákveðnar takmarkanir settar á endurgreiðslutíma og aldurstakmark sett á þá sem geta sótt um styrk eða lán. Það sem er jákvætt í frumvarpinu er að lagt er til að námsmenn eigi rétt á styrkjum. Önnur útfærsla á styrkjakerfi var lögð til í frumvarpi mínu vorið 2013 en Alþingi lauk ekki umfjöllun um það mál – sökum tímaskorts.Draga úr jafnrétti Aðrar breytingar sem lagðar eru til í þessu nýja frumvarpi eru hins vegar til þess fallnar að draga úr jafnrétti til náms og benda umsögn Háskóla Íslands og ályktanir Hagfræðistofnunar eindregið til þess að ekki eigi að ráðast í slíkar grundvallarbreytingar án þess að skoða málin miklu betur. Það sem meðal annars kemur þar fram er að frumvarpið feli í sér mismunun milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis þar sem þeir sem geta búið í heimahúsum njóta styrks en þeir sem ekki geta búið í heimahúsum þurfa að taka dýrari lán en nú eru í boði. Nauðsynlegt sé að greina frumvarpið út frá ólíkum áhrifum þess á kynin enda eru konur almennt eldri en karlar þegar þær ljúka háskólanámi og enn er því miður töluverður óútskýrður launamunur kynjanna í samfélaginu sem þýðir á mannamáli að konur fá hlutfallslega þyngri greiðslubyrði af sínum námslánum en karlar. Þá er reifað að þetta fyrirkomulag geti reynst erfitt þeim námsmönnum sem sækja nám erlendis. Að lokum er bent á að ef tekjutenging námslána verður afnumin auki það líkurnar á að lánþegar geti lent í greiðsluerfiðleikum að loknu námi. Í ályktunum Hagfræðistofnunar kemur fram að þeir sem ekki ná meðaltekjum muni margir hverjir eiga erfiðara með að greiða af lánum í nýju kerfi. Einnig er bent á að afnám tekjutengingar geti haft áhrif á námsval og dregið þannig úr fjölbreytni náms. Hættan er sú að ungt fólk velji sér nám út frá tekjumöguleikum en ekki raunverulegum vilja sem er þá líka ákveðin frelsisskerðing fyrir einstaklinginn. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er sérstaklega minnst á listnám í þessu samhengi. Sérstök rök með frumvarpinu eru sögð þau að það muni virka hvetjandi á námsmenn að ljúka námi á réttum tíma. Í ályktunum Hagfræðistofnunar er hins vegar bent á að sú staðreynd að lánskjör versna í núverandi kerfi gæti haft það í för með sér að námsmenn kjósi að vinna meira til að þurfa ekki á eins miklum lánum að halda sem gæti haft þveröfug áhrif. Það er jákvætt að finna þá þverpólitísku samstöðu sem hefur myndast um að við eigum að taka upp námsstyrki. Hins vegar má sú breyting ekki verða til þess að skapa ranglátara kerfi fyrir þá sem þurfa á viðbótarlánum að halda og auka þannig ójöfnuð í samfélaginu. Slíkar tillögur er ekki hægt að samþykkja.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun