Á vegamótum Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 5. september 2016 07:00 Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. Á liðnum dögum hefur þingi og þjóð gefist færi á að skoða nokkur þessara mála. Þau eiga sammerkt – sem hefði þó ekki átt að koma á óvart – að hygla þeim betur stæðu í samfélaginu en draga úr möguleikum þeirra sem lakar standa fjárhagslega. Jafnframt koma þau verr við konur en karla. Fyrst er að nefna námslánafrumvarp sem felur í sér að verðtryggðir vextir hækki og endurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar. Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð gerir ráð fyrir að framlög ríkisins verði hlutfallslega hærri til þeirra sem eru efnaðri og færir um að greiða meira í séreignarsparnað. Bætist þetta því við skattkerfisbreytingar og skuldaniðurfellingar á kjörtímabilinu sem gagnast hafa ríkustu hópum samfélagsins. Á sama tíma er afgreidd ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Þar má sjá framtíðarsýn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri samfélagsins. Þar er sú stefna mörkuð að útgjöld til menntamála og heilbrigðisþjónustu eigi ekki að hækka í takti við landsframleiðslu. Það boðar ekkert annað en veikingu velferðarkerfisins. Að auki er heildarhagsmunum íslensks samfélags stefnt í voða með því að gera ekki ráð fyrir auknum fjármunum til uppbyggingar innviða og nauðsynlegs viðhalds, svo sem á vegakerfi. Af þessari braut verður að snúa. Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi til að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari eða kjósa til áhrifa fólk sem hefur áhuga og metnað til þess að styrkja velferðarsamfélagið, með það að markmiði að allir geti haft það gott óháð tekjum eða hag að öðru leyti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurðar Inga Jóhannssonar var snarað upp í flýti eftir að fyrrverandi forsætisráðherra hrökklaðist frá völdum vegna Panamaskjala og sænskra sjónvarpsviðtala. Frá fyrsta degi hefur hinni nýju stjórn orðið tíðrætt um erindi sitt og hin fjölmörgu mikilvægu mál sín, sem ljúka yrði fyrir kosningar. Á liðnum dögum hefur þingi og þjóð gefist færi á að skoða nokkur þessara mála. Þau eiga sammerkt – sem hefði þó ekki átt að koma á óvart – að hygla þeim betur stæðu í samfélaginu en draga úr möguleikum þeirra sem lakar standa fjárhagslega. Jafnframt koma þau verr við konur en karla. Fyrst er að nefna námslánafrumvarp sem felur í sér að verðtryggðir vextir hækki og endurgreiðslur verði ekki lengur tekjutengdar. Frumvarp um kaup á fyrstu íbúð gerir ráð fyrir að framlög ríkisins verði hlutfallslega hærri til þeirra sem eru efnaðri og færir um að greiða meira í séreignarsparnað. Bætist þetta því við skattkerfisbreytingar og skuldaniðurfellingar á kjörtímabilinu sem gagnast hafa ríkustu hópum samfélagsins. Á sama tíma er afgreidd ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021. Þar má sjá framtíðarsýn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þegar kemur að rekstri samfélagsins. Þar er sú stefna mörkuð að útgjöld til menntamála og heilbrigðisþjónustu eigi ekki að hækka í takti við landsframleiðslu. Það boðar ekkert annað en veikingu velferðarkerfisins. Að auki er heildarhagsmunum íslensks samfélags stefnt í voða með því að gera ekki ráð fyrir auknum fjármunum til uppbyggingar innviða og nauðsynlegs viðhalds, svo sem á vegakerfi. Af þessari braut verður að snúa. Til allrar hamingju styttist nú í kosningar. Þá gefst færi til að velja hvort Ísland eigi að halda áfram á braut sérhagsmuna hinna ríkari eða kjósa til áhrifa fólk sem hefur áhuga og metnað til þess að styrkja velferðarsamfélagið, með það að markmiði að allir geti haft það gott óháð tekjum eða hag að öðru leyti.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar