Ekki rústa öllu á leiðinni út Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. september 2016 07:00 Það eru skrýtnir tímar í stjórnmálum í dag. Ríkisstjórnin er að hrökklast frá völdum eftir að hafa látið undan háværum kröfum almennings og gengið verður til kosninga fyrr en fyrirhugað var. Ráðherrar þráuðust lengi við að upplýsa kjósendur um hvenær þeir fengju að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa, en loksins létu þeir undan þeirri eðlilegu kröfu. Á leiðinni út úr ráðuneytunum virðast ráðherrarnir hins vegar staðráðnir í að koma sem mestu af umdeildum málum í gegn. Það er til að mynda með ólíkindum að Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála, skuli ætla sér að gera grundvallarbreytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna á þeim örfáu þingdögum sem eftir eru. Breytingar sem Háskóli Íslands segir að geti falið í sér mismunun til náms, geti staðið doktorsnemum fyrir þrifum og jafnvel komið mismunandi niður á kynjunum. Hvort það síðasttalda á við vitum við ekki, þar sem ráðherrann telur enga þörf á að kynjagreina frumvarpið, frekar en nokkuð annað reyndar. Og þá á eftir að svara hvers vegna mismuna á fólki eftir efnahag varðandi endurgreiðslur. Til stendur að umbreyta námslánafyrirkomulaginu og til þess ætlar ráðherrann þingmönnum örfáa daga. Það er í besta falli óvirðing fyrir Alþingi og þeim vönduðu vinnubrögðum sem þar eiga að ríkja. Þá ákvað ríkisstjórnin að skella fram eins og einu frumvarpi um verðtrygginguna, svona af því að brátt þyrftu ráðherrar að biðja kjósendur um að kjósa sig aftur og þeir höfðu víst lofað einhverju slíku. Skemmst er frá því að segja að frumvarpið er furðulegur bastarður þar sem öllu ægir saman; sumt er bannað, nema fyrir næstum alla og annað er illa séð, nema fyrir suma. Seðlabankinn er að minnsta kosti hissa á frumvarpinu og segir tilganginn með því óljósan. Ef húsráðendur vilja mann út úr partýi, er ekki góð hugmynd að sparka allt niður á leiðinni út. Hið eðlilega er að þakka bara pent fyrir sig og fara. Það mætti ríkisstjórnin gera.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Það eru skrýtnir tímar í stjórnmálum í dag. Ríkisstjórnin er að hrökklast frá völdum eftir að hafa látið undan háværum kröfum almennings og gengið verður til kosninga fyrr en fyrirhugað var. Ráðherrar þráuðust lengi við að upplýsa kjósendur um hvenær þeir fengju að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa, en loksins létu þeir undan þeirri eðlilegu kröfu. Á leiðinni út úr ráðuneytunum virðast ráðherrarnir hins vegar staðráðnir í að koma sem mestu af umdeildum málum í gegn. Það er til að mynda með ólíkindum að Illugi Gunnarsson, ráðherra mennta- og menningarmála, skuli ætla sér að gera grundvallarbreytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna á þeim örfáu þingdögum sem eftir eru. Breytingar sem Háskóli Íslands segir að geti falið í sér mismunun til náms, geti staðið doktorsnemum fyrir þrifum og jafnvel komið mismunandi niður á kynjunum. Hvort það síðasttalda á við vitum við ekki, þar sem ráðherrann telur enga þörf á að kynjagreina frumvarpið, frekar en nokkuð annað reyndar. Og þá á eftir að svara hvers vegna mismuna á fólki eftir efnahag varðandi endurgreiðslur. Til stendur að umbreyta námslánafyrirkomulaginu og til þess ætlar ráðherrann þingmönnum örfáa daga. Það er í besta falli óvirðing fyrir Alþingi og þeim vönduðu vinnubrögðum sem þar eiga að ríkja. Þá ákvað ríkisstjórnin að skella fram eins og einu frumvarpi um verðtrygginguna, svona af því að brátt þyrftu ráðherrar að biðja kjósendur um að kjósa sig aftur og þeir höfðu víst lofað einhverju slíku. Skemmst er frá því að segja að frumvarpið er furðulegur bastarður þar sem öllu ægir saman; sumt er bannað, nema fyrir næstum alla og annað er illa séð, nema fyrir suma. Seðlabankinn er að minnsta kosti hissa á frumvarpinu og segir tilganginn með því óljósan. Ef húsráðendur vilja mann út úr partýi, er ekki góð hugmynd að sparka allt niður á leiðinni út. Hið eðlilega er að þakka bara pent fyrir sig og fara. Það mætti ríkisstjórnin gera.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun