Kynlíf og næstu skref Rúnar Gíslason skrifar 6. september 2016 10:51 Mig langar að tala um kynlíf. Ég held að flestir hljóti að vera sammála því að kynlíf er afskaplega mikilvægt fyrir vöxt og viðhald hvers samfélags. Fæst okkar væru til nema vegna þess að foreldrar okkar lögðu á sig að stunda kynlíf, sem getur vissulega verið töluvert líkamlegt erfiði. Kynlíf er því grunnurinn að tilveru flestra. Miðað við mikilvægi þessa málaflokks, þ.e. kynlífs, er magnað hversu lítið vægi það hefur í umræðunni og í skólakerfinu. Kynfræðslu er illa sinnt í skóla sem er magnað miðað við hversu margir hafa bara þó nokkurn áhuga á kynlífi. Það er reyndar margt fleira sem snýr að lífi og tilveru fólks sem er varla nefnt í skólakerfinu. Meðal annars það sem gjarnan kemur á eftir kynlífi, þ.e. barnauppeldi! Það ætti ekki að þurfa að fjölyrða um mkilvægi kynfræðslu. Góð kynfræðsla getur komið í veg fyrir ótímabærar þunganir. Hún getur líka stuðlað að heilbrigðari samskiptum kynjanna, já og fólks af sama kyni ekki síður, og getur jafnvel komið í veg fyrir kynferðisbrot. Síðast en ekki síst þá er það með þetta áhugamál, eins og svo mörg önnur, að þekking og færni eykur ánægjuna! Stjórnvöld hafa því miður lítinn áhuga á kynlífi og ef eitthvað er þá virðist þeim vera í nöp við það. Alla vega hafa stjórnvöld ákveðið refsa þeim sem stunda kynlíf með þeim árangri að þeir ná að fjölga mannkyninu, fjölga skattgreiðendum. Refsingin er fæðingarorlof. Það er ekki hægt að hugsa sér meira ábyrgðarhlutverk en foreldrahlutverkið. Foreldrum er ekki umbunað fyrir þessa ábyrgð. Stjórnendur fjármálastofnana fá hins vegar góða bónusa fyrir meinta ábyrgð. Fæðingarolofið er refsing vegna þess hversu stutt það er. Refsingin felst í óbrúuðu bili milli fæðingarorlofs og dagvistunar á leikskólum. Það er hins vegar mjög mismunandi hversu breytt það bil er. Ýmist eru börn að komast að á leikskóla þegar þau eru aðeins ársgömul eða ekki fyrr en þau eru komin á Facebook! (eða svona því sem næst). Á leikskólum er unnið frábært starf og það fagfólk sem þar starfar gegnir mikilvægu hlutverki í uppeldi hvers barns. Ég vil að börn njóti jafnræðis hvar sem þau eru á landinu. Fæðingarorlofið á að vera tólf mánuðir og síðan á leikskólinn að taka við. Það er kynlíf með farsælan endi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Mig langar að tala um kynlíf. Ég held að flestir hljóti að vera sammála því að kynlíf er afskaplega mikilvægt fyrir vöxt og viðhald hvers samfélags. Fæst okkar væru til nema vegna þess að foreldrar okkar lögðu á sig að stunda kynlíf, sem getur vissulega verið töluvert líkamlegt erfiði. Kynlíf er því grunnurinn að tilveru flestra. Miðað við mikilvægi þessa málaflokks, þ.e. kynlífs, er magnað hversu lítið vægi það hefur í umræðunni og í skólakerfinu. Kynfræðslu er illa sinnt í skóla sem er magnað miðað við hversu margir hafa bara þó nokkurn áhuga á kynlífi. Það er reyndar margt fleira sem snýr að lífi og tilveru fólks sem er varla nefnt í skólakerfinu. Meðal annars það sem gjarnan kemur á eftir kynlífi, þ.e. barnauppeldi! Það ætti ekki að þurfa að fjölyrða um mkilvægi kynfræðslu. Góð kynfræðsla getur komið í veg fyrir ótímabærar þunganir. Hún getur líka stuðlað að heilbrigðari samskiptum kynjanna, já og fólks af sama kyni ekki síður, og getur jafnvel komið í veg fyrir kynferðisbrot. Síðast en ekki síst þá er það með þetta áhugamál, eins og svo mörg önnur, að þekking og færni eykur ánægjuna! Stjórnvöld hafa því miður lítinn áhuga á kynlífi og ef eitthvað er þá virðist þeim vera í nöp við það. Alla vega hafa stjórnvöld ákveðið refsa þeim sem stunda kynlíf með þeim árangri að þeir ná að fjölga mannkyninu, fjölga skattgreiðendum. Refsingin er fæðingarorlof. Það er ekki hægt að hugsa sér meira ábyrgðarhlutverk en foreldrahlutverkið. Foreldrum er ekki umbunað fyrir þessa ábyrgð. Stjórnendur fjármálastofnana fá hins vegar góða bónusa fyrir meinta ábyrgð. Fæðingarolofið er refsing vegna þess hversu stutt það er. Refsingin felst í óbrúuðu bili milli fæðingarorlofs og dagvistunar á leikskólum. Það er hins vegar mjög mismunandi hversu breytt það bil er. Ýmist eru börn að komast að á leikskóla þegar þau eru aðeins ársgömul eða ekki fyrr en þau eru komin á Facebook! (eða svona því sem næst). Á leikskólum er unnið frábært starf og það fagfólk sem þar starfar gegnir mikilvægu hlutverki í uppeldi hvers barns. Ég vil að börn njóti jafnræðis hvar sem þau eru á landinu. Fæðingarorlofið á að vera tólf mánuðir og síðan á leikskólinn að taka við. Það er kynlíf með farsælan endi!
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar