Áfram, hærra með múmínálfum Magnús Guðmundsson skrifar 7. september 2016 20:00 Ég elska múmínálfana og hef gert lengi. Múmínálfarnir hafa löngum haft þann mátt að hreyfa við fólki á öllum aldri og á því varð engin undantekning síðastliðinn mánudag þegar undirritaður tók sér það bessaleyfi að beita þeim fyrir sig við leiðaraskrif. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Leiðarinn fjallaði um stöðu leikritunar í stóru leikhúsunum og þá einkum á kostnað offramleiðslu á leikgerðum. Vísað var til greinar Sigríðar Jónsdóttur, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, um hvað væri helst fram undan í leikhúsunum í upphafi leikárs en þar kom sitthvað forvitnilegt fram. Það er ekki ástæða til þess að tíunda efni þessara skrifa frekar, en þeim mun meiri ástæða til þess að gleðjast yfir viðbrögðunum. Bæði Símon Örn Birgisson, handrits- og sýningadramatúrg við Þjóðleikhúsið, og Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur Borgarleikhússins, skrifuðu athyglisverðar greinar þar sem ýmsu var svarað varðandi umfjöllun og leiðara Fréttablaðsins. Ég hvet allt áhugafólk um leikhús og leikritun til þess að lesa þessar greinar en þar kemur sitthvað fróðlegt fram. Meðal þess sem þar kemur fram eru ólík viðhorf húsanna til leikgerða, samstarfsnálgun við leikritaskáld og fleira mætti vissulega tíunda. Einnig er ástæða til þess að gleðjast yfir því að samkvæmt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, formanni Rithöfundasamband Íslands, er stefnt að því að halda málþing um leikhúsin þegar líður á veturinn. Sumt af því sem þarna kemur fram get ég tekið undir og annað ekki en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að íslenskt leikhúsfólk og allir sem hafa áhuga á leikhúsi, stöðu þess, þroska og þróun efni til samræðu um allt þetta og fleira til. Það var ekki síst markmiðið með því að vekja máls á stöðu leikritunar og leikgerða og vonandi er þetta aðeins upphafið á gjöfulli samræðu sem við getum átt um þessi mál. Leikhús sem vill vera virkt afl í samfélaginu og þroskast sem listrænt afl um ókomna tíma hlýtur að þurf að vera í stöðugri endurskoðun. Það hlýtur að vilja efna til samræðu innan greinarinnar sem utan og án allrar viðkvæmni fyrir því að auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Áfram, hærra! sagði séra Friðrik og ég er ekki frá því að sá ágæti maður hefði sómt sér vel sem persóna í ævintýrum múmínálfanna. Fyrst maður er farinn að brýna aðra til þess að gera betur þá verður maður auðvitað að líta sér nær. Á undanförnum árum hefur gengið allt of brösulega hjá menningarsíðum Fréttablaðsins að gagnrýna sýningar Leikfélags Akureyrar. Aðeins stöku sýning hefur fengið faglega gagnrýni á síðum blaðsins og slíkt er auðvitað ekki viðunandi fyrir lesendur okkar fyrir norðan. Þetta er bagalegt í ljósi þess að LA leggur mikla áherslu á íslenska leikritun, stefnt er að því að frumsýna að minnsta kosti fjögur ný íslensk verk á leikárinu, og þessi leikritun þarfnast samræðu í formi faglegrar gagnrýni til þess að þroskast og dafna. Úr þessu ætlum við að bæta og kemur Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins til með að skrifa um allar þessar sýningar og að auki um sýningarnar í leikhúsinu á Rifi. Þar með nær fagleg leiklistargagnrýni Sigríðar yfir svo gott sem allt atvinnuleikhús á Íslandi og vonandi gleður það fleiri en okkur múmínálfana í menningunni á Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Tengdar fréttir Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. 6. september 2016 10:40 Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21 Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég elska múmínálfana og hef gert lengi. Múmínálfarnir hafa löngum haft þann mátt að hreyfa við fólki á öllum aldri og á því varð engin undantekning síðastliðinn mánudag þegar undirritaður tók sér það bessaleyfi að beita þeim fyrir sig við leiðaraskrif. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Leiðarinn fjallaði um stöðu leikritunar í stóru leikhúsunum og þá einkum á kostnað offramleiðslu á leikgerðum. Vísað var til greinar Sigríðar Jónsdóttur, leiklistargagnrýnanda Fréttablaðsins, um hvað væri helst fram undan í leikhúsunum í upphafi leikárs en þar kom sitthvað forvitnilegt fram. Það er ekki ástæða til þess að tíunda efni þessara skrifa frekar, en þeim mun meiri ástæða til þess að gleðjast yfir viðbrögðunum. Bæði Símon Örn Birgisson, handrits- og sýningadramatúrg við Þjóðleikhúsið, og Hrafnhildur Hagalín, listrænn ráðunautur Borgarleikhússins, skrifuðu athyglisverðar greinar þar sem ýmsu var svarað varðandi umfjöllun og leiðara Fréttablaðsins. Ég hvet allt áhugafólk um leikhús og leikritun til þess að lesa þessar greinar en þar kemur sitthvað fróðlegt fram. Meðal þess sem þar kemur fram eru ólík viðhorf húsanna til leikgerða, samstarfsnálgun við leikritaskáld og fleira mætti vissulega tíunda. Einnig er ástæða til þess að gleðjast yfir því að samkvæmt Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, formanni Rithöfundasamband Íslands, er stefnt að því að halda málþing um leikhúsin þegar líður á veturinn. Sumt af því sem þarna kemur fram get ég tekið undir og annað ekki en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að íslenskt leikhúsfólk og allir sem hafa áhuga á leikhúsi, stöðu þess, þroska og þróun efni til samræðu um allt þetta og fleira til. Það var ekki síst markmiðið með því að vekja máls á stöðu leikritunar og leikgerða og vonandi er þetta aðeins upphafið á gjöfulli samræðu sem við getum átt um þessi mál. Leikhús sem vill vera virkt afl í samfélaginu og þroskast sem listrænt afl um ókomna tíma hlýtur að þurf að vera í stöðugri endurskoðun. Það hlýtur að vilja efna til samræðu innan greinarinnar sem utan og án allrar viðkvæmni fyrir því að auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Áfram, hærra! sagði séra Friðrik og ég er ekki frá því að sá ágæti maður hefði sómt sér vel sem persóna í ævintýrum múmínálfanna. Fyrst maður er farinn að brýna aðra til þess að gera betur þá verður maður auðvitað að líta sér nær. Á undanförnum árum hefur gengið allt of brösulega hjá menningarsíðum Fréttablaðsins að gagnrýna sýningar Leikfélags Akureyrar. Aðeins stöku sýning hefur fengið faglega gagnrýni á síðum blaðsins og slíkt er auðvitað ekki viðunandi fyrir lesendur okkar fyrir norðan. Þetta er bagalegt í ljósi þess að LA leggur mikla áherslu á íslenska leikritun, stefnt er að því að frumsýna að minnsta kosti fjögur ný íslensk verk á leikárinu, og þessi leikritun þarfnast samræðu í formi faglegrar gagnrýni til þess að þroskast og dafna. Úr þessu ætlum við að bæta og kemur Sigríður Jónsdóttir leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins til með að skrifa um allar þessar sýningar og að auki um sýningarnar í leikhúsinu á Rifi. Þar með nær fagleg leiklistargagnrýni Sigríðar yfir svo gott sem allt atvinnuleikhús á Íslandi og vonandi gleður það fleiri en okkur múmínálfana í menningunni á Fréttablaðinu.
Íslensk leikritun í Borgarleikhúsinu Ýmsir hafa tjáð sig undanfarna daga um íslenska leikritun og leikgerðir og vægið þar á milli í verkefnavali stofnanaleikhúsanna þriggja, Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Leikfélags Akureyrar. 6. september 2016 10:40
Íslensku verkin í Þjóðleikhúsinu Það fylgir því alltaf sérstök gleði og spenna þegar nýtt leikár hefst hjá okkur í Þjóðleikhúsinu. 5. september 2016 13:21
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun