Dómskerfi án opinbers eftirlits eykur hættu á samtryggingu Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 19:57 Ekkert opinbert eftirlit er með stjórnsýslu dómskerfisins á Íslandi. Fyrrverandi héraðsdómari segir þetta óeðlilegt og bjóða heim hættu á samtryggingu í dómskerfinu. Umboðsmaður Alþingis telur einnig eðlilegt að komið verði á slíku eftirliti. Íslenska stjórnkerfinu er skipt upp í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. En umboðsmaður Alþingis vekur athygli á því að engin lög gildi um eftirlit með stjórnsýslu dómsvaldsins. Ný lög um dómskerfið voru samþykkt á Alþingi í vor þar sem meðal annars er kveðið á um nýtt millidómsstig og stofnun Dómsýslu Íslands sem fer með málefni dómstólana óháð innanríkisráðuneytinu. Það mátti skilja á Tryggva Gunnarssyni umboðsmanni Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í gær að betur hefði mátt standa að setningu laganna. Nefndi hann þar sérstaklega eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna sem samkvæmt nýju lögunum er í raun í höndum dómaranna sjálfra. „Og ég hef bent á að stjórnsýslureglur hér á landi, eins og stjórnsýslulög, upplýsingalög gilda um viðfangsefni framkvæmdavaldsins. En ekki um dómsvaldið. Það er mikilvægt að löggjafinn taki afstöðu til þessa," sagði Tryggvi. Bæði hvað varði innra eftirliti og sams konar ytra eftirlit og embætti umboðsmanns hafi með stjórnsýslu framkvæmdavaldsins. Áslaug Björgvinsdóttir sem lét af störfum héraðsdómara á síðasta ári fagnar þessum sjónarmiðum umboðsmanns um eftirlit með þeim 47 einstaklingum sem gegna dómarastörfum og stjórnsýslu þeirra. Hún gagnrýnir m.a. fyrirkomulag á útdeilingu mála sem nú sé í höndum dómstjóra og dómstólaráðs samkvæmt nýju lögunum þegar þau taki gildi. „Ólíkt því sem gildir í nágrannaríkjum okkar og sem talið er grundvallarregla í réttarríkjum. Um úthlutun mála eiga að gilda hlutlausar reglur og fyrirsjáanlegar. En ekki geðþóttavald dómstjóra,“ segir Áslaug. Það sé nauðsynlegt að koma á virku ytra eftirliti með stjórnsýslu dómskerfisins sem t.d. sé gert með stjórnsýsludómstól í Þýskalandi. „Og þar hefur þessi dómstóll snúið til baka og talið t.d. ákvörðun forseta Hæstaréttar Þýskalands geðþóttalega og breytt henni,“ segir héraðsdómarinn fyrrverandi. En hún sendi inn athugasemdir við frumvarpið að nýju dómstólalögunum sl. vor. Áslaug segir að hér sé dómurunum sjálfum ætlað að hafa eftirlit með starfssystkinum sínum. Návígið skapi hættu á samtryggingu innan dómskerfisins. „Sem má segja að sé í eðli sínu spillingarhættur. Að menn veigri sér við að taka erfiðar ákvarðanir sem þyrfti að taka. Vegna þess að undir er í grunninn einhver manneskja þótt hún sé með stjórnendastöðu sem þeim líkar vel við og vilja allt vel. Þá er kannski þægilegt að kasta sér í skjól og taka ekki ákvörðunina,“ segir Áslaug. Og þá á kostnað réttarríkisins að hennar mati. En það sé lykilatriði að öllu valdi fylgi raunhæft eftirlit og ábyrgð. „Það er útilokað fyrir starfsmann, hvað þá dómara í þessu landi að afhjúpa óvandaða stjórnarhætti. Hvað þá löglausa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerði þessi mál að umtalsefni á Alþingi í dag og sagði afgreiðslu þingsins á dómstólalögunum undirstrika mikilvægi þess að Alþingi vandaði til lagasetningar. Alþingi Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Ekkert opinbert eftirlit er með stjórnsýslu dómskerfisins á Íslandi. Fyrrverandi héraðsdómari segir þetta óeðlilegt og bjóða heim hættu á samtryggingu í dómskerfinu. Umboðsmaður Alþingis telur einnig eðlilegt að komið verði á slíku eftirliti. Íslenska stjórnkerfinu er skipt upp í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. En umboðsmaður Alþingis vekur athygli á því að engin lög gildi um eftirlit með stjórnsýslu dómsvaldsins. Ný lög um dómskerfið voru samþykkt á Alþingi í vor þar sem meðal annars er kveðið á um nýtt millidómsstig og stofnun Dómsýslu Íslands sem fer með málefni dómstólana óháð innanríkisráðuneytinu. Það mátti skilja á Tryggva Gunnarssyni umboðsmanni Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í gær að betur hefði mátt standa að setningu laganna. Nefndi hann þar sérstaklega eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna sem samkvæmt nýju lögunum er í raun í höndum dómaranna sjálfra. „Og ég hef bent á að stjórnsýslureglur hér á landi, eins og stjórnsýslulög, upplýsingalög gilda um viðfangsefni framkvæmdavaldsins. En ekki um dómsvaldið. Það er mikilvægt að löggjafinn taki afstöðu til þessa," sagði Tryggvi. Bæði hvað varði innra eftirliti og sams konar ytra eftirlit og embætti umboðsmanns hafi með stjórnsýslu framkvæmdavaldsins. Áslaug Björgvinsdóttir sem lét af störfum héraðsdómara á síðasta ári fagnar þessum sjónarmiðum umboðsmanns um eftirlit með þeim 47 einstaklingum sem gegna dómarastörfum og stjórnsýslu þeirra. Hún gagnrýnir m.a. fyrirkomulag á útdeilingu mála sem nú sé í höndum dómstjóra og dómstólaráðs samkvæmt nýju lögunum þegar þau taki gildi. „Ólíkt því sem gildir í nágrannaríkjum okkar og sem talið er grundvallarregla í réttarríkjum. Um úthlutun mála eiga að gilda hlutlausar reglur og fyrirsjáanlegar. En ekki geðþóttavald dómstjóra,“ segir Áslaug. Það sé nauðsynlegt að koma á virku ytra eftirliti með stjórnsýslu dómskerfisins sem t.d. sé gert með stjórnsýsludómstól í Þýskalandi. „Og þar hefur þessi dómstóll snúið til baka og talið t.d. ákvörðun forseta Hæstaréttar Þýskalands geðþóttalega og breytt henni,“ segir héraðsdómarinn fyrrverandi. En hún sendi inn athugasemdir við frumvarpið að nýju dómstólalögunum sl. vor. Áslaug segir að hér sé dómurunum sjálfum ætlað að hafa eftirlit með starfssystkinum sínum. Návígið skapi hættu á samtryggingu innan dómskerfisins. „Sem má segja að sé í eðli sínu spillingarhættur. Að menn veigri sér við að taka erfiðar ákvarðanir sem þyrfti að taka. Vegna þess að undir er í grunninn einhver manneskja þótt hún sé með stjórnendastöðu sem þeim líkar vel við og vilja allt vel. Þá er kannski þægilegt að kasta sér í skjól og taka ekki ákvörðunina,“ segir Áslaug. Og þá á kostnað réttarríkisins að hennar mati. En það sé lykilatriði að öllu valdi fylgi raunhæft eftirlit og ábyrgð. „Það er útilokað fyrir starfsmann, hvað þá dómara í þessu landi að afhjúpa óvandaða stjórnarhætti. Hvað þá löglausa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerði þessi mál að umtalsefni á Alþingi í dag og sagði afgreiðslu þingsins á dómstólalögunum undirstrika mikilvægi þess að Alþingi vandaði til lagasetningar.
Alþingi Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira